Safnablaðið Kvistur 2014 – 2020

Safnablaðið Kvistur er tímarit fyrir starfsfólk safna og aðra áhugasama um söfn og safnatengd málefni. Tímaritið var frá upphafi gefið út af sjálfstætt starfandi fyrirtæki, Safnarútunni, en frá hausti 2016 hefur Félag íslenskra safna og safnmanna , FÍSOS,  annast og borið ábyrgð á útgáfu þess. Þannig fá allir félagsmenn tímaritið í hendur hafi þeir greitt félagsgjöld.

Í tímaritinu er fjallað um safnasviðið hérlendis og erlendis og má finna greinar um söfn og nýjar sýningar, viðtöl við safnafólk og fólk sem starfar innan skyldra greina, umfjöllun um ákvarðanir yfirvalda, nýja tækni, viðurkenningar, nýjungar í safnastarfi, hugmyndafræði, stefnur, strauma og hlutverk safna. Sérstök áhersla er lögð á vandað og nútímalegt útlit og hönnun með ríkulegu myndefni.

Safnablaðið Kvistur gegnir því mikilvæga hlutverki að veita almenningi gátt inní allar hliðar safnastarfs ásamt því að styrkja fagsvið safna og safnmanna. Tímaritið er miðill þar sem fagfólk á sviði safna og áhugamenn um menningu hafa aðgang að umfjöllun, umræðum og fréttum af íslenskum og erlendum vettvangi. Þar er rými fyrir skoðanaskipti, uppbyggilega gagnrýni, umfjöllun um allar tegundir safna og safnastarf almennt. Ritið er þess utan mikilvæg heimild um starf safnmanna sem er oft ósýnilegt eða er hljótt um.

FÍSOS telur það mikinn styrk fyrir félagið að taka að sér útgáfu Kvists og verður það öðrum þræði málgagn félagsmanna.

Hér má finna útgefin tölublöð Kvists. Þau eru einnig að finna á vefsvæðinu timarit.is. Nýjasta tölublað er sett inn ári eftir útgáfu.

___________________________________________________________________________

Safnablaðið Kvistur 1. tbl. nóvember 2014

Safnablaðið Kvistur 1. tbl. nóvember 2014

Hér má lesa allt blaðið:  Safnablaðið Kvistur 1. tbl. nóvember 2014 

___________________________________________________________________________

Safnablaðið Kvistur 2. tbl. september 2015

Safnablaðið Kvistur 2. tbl. september 2015

Hér má lesa allt blaðið: Safnablaðið Kvistur 2. tbl. september 2015

___________________________________________________________________________

Safnablaðið Kvistur 3. tbl. september 2016

Safnablaðið Kvistur 3. tbl. september 2016

Hér má lesa allt blaðið: Safnablaðið Kvistur 3. tbl. september 2016

___________________________________________________________________________

Safnablaðið Kvistur 4. tbl. september 2017

Safnablaðið Kvistur 4. tbl september. 2017

Hér má lesa allt blaðið: Safnablaðið Kvistur 4.tbl. september 2017

___________________________________________________________________________

Safnablaðið Kvistur 5. tbl. 2018-2019

Safnablaðið Kvistur 5. tbl. 2018-2019

Hér má lesa allt blaðið: Safnablaðið Kvistur 5. tbl. 2018-1019


Safnablaðið Kvistur 6. tbl. 2019

Hér má lesa allt blaðið: Kvistur safnablad 6tbl.

Hér forsíðan af nýjasta tölulblað Kvists sem kom út í nóvember 2020. Það verður gert aðgengilegt hér á heimsíðunni í nóvember 2021, ári eftir útgáfu.

Forsíða - Kvistur 7.tbl.