...

Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) var stofnað árið 1981 í þeim tilgangi að efla samstarf og menntun þeirra sem starfa á lista-, minja- og náttúrufræðisöfnum á Íslandi. Markmið félagsins eru fernskonar og bundin í lög félagsins:

  1. Að efla samstarf og kynni milli safna og safnmanna, fjalla um safnamál, auka þekkingu og fræðslu á söfnum og safnstörfum og annast samskipti við safnmenn og hliðstæð samtök erlendis
  2. Að leitast við að tryggja réttindi og hagsmuni félagsmanna
  3. Að halda Farskóla safnmanna þar sem starfsmenn safna fái starfsfræðslu og endurmenntun
  4. Að auka þekkingu og fræðslu um söfn og starfsemi safna

Stjórnin

Formaður

Anita Elefsen

Síldarminjasafn Íslands
Varaformaður

Elsa Guðný Björgvinsdóttir

Minjasafn Austurlands
Gjaldkeri

Hanna Rósa Sveinsdóttir

Minjasafnið á Akureyri
Ritari

Þorvaldur Gröndal

Borgarsögusafn Reykjavíkur
Meðstjórnandi

Þóra Sigurbjörnsdóttir

Listasafn Einars Jónssonar
Varamaður

Sigurlaugur Ingólfsson

Borgarsögusafn Reykjavíkur
Varamaður

Sigríður Þorgeirsdóttir

Þjóðminjasafn Íslands

Heiðursfélagar FÍSOS

Samkvæmt 2. gr. um félagsaðild í lögum félagsins er heimilt að kjósa heiðursfélaga. Heiðursfélagar eru tilnefndir á aðalfundi af stjórn félagsins og telst samþykkt fái hún atkvæði meirihluta atkvæðisbærra félagsmanna. Heiðursfélagar hafa kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi. Heiðursfélagar í Físos eru eftirfarandi:

Birgitta Spur

† Elsa E. Guðjónsson

Geir Hólm

Guðni Halldórsson

† Guttormur Jónsson

Guðný Gerður Gunnarsdóttir

† Halldór J. Jónsson

† Hallgrímur Helgason

Inga Lára Baldvinsdóttir

† Jón Sigurpálsson

† Kristveig Björnsdóttir

Lilja Árnadóttir

Margrét Gísladóttir

Nanna Hermannsson

Ólafur Axelsson

Þór Magnússon

Þóra Kristjánsdóttir

† Þórður Tómasson

Örlygur Kristfinnsson

Örn Erlendsson

Hafa samband