Safnadagurinn

Safnadagurinn um allan heim

 

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 37.000 söfn í 158 löndum. Söfn um allan heim skipuleggja dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert öll árin síðan 1977.  Á hverju ári velur ICOM þema safnadagsins með áherslu á mál líðandi stundar. Hér má finna síðu alþjóðlega safnadagsins hjá ICOM.

Sýnileiki á samfélagsmiðlum

Í tilefni af safnadeginum eru söfn hvött til að vera virk á samfélagsmiðlum. Þátttakendur eru hvattir til að merkja myndir og færslur með myllumerkjunum #safnadagurinn,  #MuseumDay,  #IMD202x,  #Museums4Equality á Instagram, Twitter og Facebook. Einnig hægt er að deila stafrænum viðburðum á Facebook síðum FÍSOS og safnadagsins til þess að vekja athygli á deginum.