• 16/10/2022

    Komiði sæl,

    Dagrún starfsmaður FÍSOS hér. Ég vona að þið hafið það gott og haustið fari vel af stað. Nóg er um að vera í kynningarstarfinu og mig langaði að deila með ykkur nokkrum verkefnum sem eru í undirbúningi og sem mig vantar hjálp frá ykkur við að framkvæma.

     

    Safnagrammið

    Búið er að stofna Instagram reikninginn Safnagrammið: https://www.instagram.com/safnagrammid/ hvet ég ykkur öll til að fylgja því, ef þið hafið ekki gert það nú þegar. Undir tenglinum hér fyrir neðan má skrá sig á dagsetningar til að vera með svokallaða yfirtöku á Instagramreikningnum. Yfirtökuna má nýta til að gefa skemmtilega innsýn inn í starfið á safninu, viðburði, sýningar eða það sem fer fram á bak við tjöldin: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1Yxl6TZbPoFBFde43A9OcUrWQOwWLqeXBO19O4mBd8hs/edit?usp=sharing

     

    Safnfræðsla

    Annað samfélagsmiðlaverkefni snýr að safnfræðslu og er samstarf við Instagram reikninginn Leiksamfélagið, þar sem fjallað er um leik og fræðslu barna. Þau eru með virkan og mjög áhugasaman fylgjendahóp og við höfum verið í samstarfi um að söfnin fái að vera með yfirtökur á miðlinum þeirra til að segja frá spennandi starfi, sýningum, viðburðum og fleiru sem þar fer fram og miðar að börnum. Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í þessu má endilega senda mér tölvupóst á doj@hi.is.

     

    Landinn

    Komið hefur verið á samtali við Landann, þar sem ég tek saman lista um nokkur spennandi verkefni sem eru í gangi á söfnunum og sendi þeim upplýsingar. Þau velja svo auðvitað hvort þau hafa samband. Ég sendi einn slíkan lista í haust og stefni á að senda þann næsta snemma í janúar. Mig langar þess vegna að biðja ykkur að senda mér póst um skemmtileg og jafnvel óvenjuleg verkefni sem eru í gangi eða framundan á ykkar söfnum í vor. Þið megið endilega hafa í huga að verkefnið eða viðfangsefnið sé myndrænt og það væri líka gaman að vita ef því fylgir skemmtileg saga eða það hefur persónulegan vinkil. Þið megið endilega senda mér póst á doj@hi.is með smá upplýsingum um verkefni sem ég get tekið saman í lista og sent áfram.

     

    Greinaskrif

    Ég hef haft milligöngu um svolítið af greinaskrifum, sem birst hafa á Vísi, um ólíkar hliðar safnastarfs. Ef ykkur langar að skrifa grein eða hafið góðar hugmyndir um umfjöllunarefni skuluð þið ekki hika við að hafa samband á netfangið doj@hi.is og við finnum góðan vinkil og birtingarvettvang.

     

    Jóladagatal

    Mig langar að útbúa jóladagatal fyrir söfnin. Það væri tvíþætt. Annarsvegar sameiginlegt viðburðadagatal fyrir söfnin í desember. Þá myndum við nota það til að hvetja fólk til að heimsækja söfnin í desember og eiga skemmtilegar fjölskyldustundir, auk þess sem ég myndi senda það áfram á fjölmiðla.

    Hins vegar væri það jólagripadagatal hugsað fyrir samfélagsmiðla. Þá væri frábært ef 24 söfn myndu velja einn jólagrip og senda mér eina til tvær setningar um gripinn og mynd af honum, þá gæti ég útbúið samfélagsmiðla dagatal þar sem við kíkjum í einn glugga á hverjum degi og finnum safngrip sem tengist jólunum.

    Þetta má hvoru tveggja senda á netfangið doj@hi.is. Það liggur svo sem ekki á þessu fyrr en í nóvember og mörg sem eiga hugsanlega ennþá eftir að skipuleggja viðburði, en það væri gott að heyra frá þeim sem hafa áhuga á að vera með.

     

    Hugmyndapotturinn

    Að lokum langar mig að nefna hugmyndapottinn, þar sem þið getið sent inn hugmyndir og vangaveltur sem þið hafið um hvernig hægt er að kynna söfnin með öflugum hætti og koma á framfæri því frábæra starfi sem að þau sinna. Það er ekki skylda að skilja eftir nafn frekar en þið viljið. Hér er slóð til að skilja eftir hugmyndir: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfw7KQl_9Kqwej1GYdffHZXdxDYrLLM41vZHW6u5U5tgG7vKw/viewform

     

    Fleiri verkefni eru í undirbúningi fyrir sumarið 2023 sem ég mun láta ykkur vita af þegar nær dregur.

     

    Takk kærlega fyrir, ég hlakka til að heyra frá ykkur!

     

    Bestu kveðjur,

    Dagrún Ósk