Farskóli

Farskóli FÍSOS hefur verið haldinn á hverju ári síðan 1989. Farskólinn er mikilvægur vettvangur endurmenntunar og samstarfs meðal íslenskra safna. Á hverju hausti hittast safnmenn, bera saman bækur sínar, skoða hvað er verið að gera á landinu í safnamálum og styrkja sín tengslanet. Á farskólanum er aðalfundur félagsins haldinn, kosið er í stjórn og málefni FÍSOS rædd. Síðast en ekki síst er árshátíð haldin á hverjum farskóla en hennar er alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu.

Farskóli FÍSOS næstu ára

 • Farskóli FÍSOS 21. – 23. september 2022 – Hallormsstaður
  • Farskólastjórn Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Pétur Sörensson, Jónína Brynjólfsdóttir og Elfa Hlín Pétursdóttir
 • Farskóli FÍSOS september 2023 – Amsterdam
  • Farskólastjórn, býður þú þig fram?
 • Farskóli FÍSOS september 2024 – Akureyri 
  • Farskólastjórn: Haraldur Þór Egilsson, Hlynur Hallsson og Steinunn M. Sveinsdóttir
 • Farskóli FÍSOS september 2025 – Suðurland
  • Farskólastjórn: Lýður Pálsson