Farskóli

Farskóli FÍSOS – fagráðstefna safnafólks

Farskóli FÍSOS er árleg ráðstefna fagfólks á íslenskum söfnum, skipulögð af Félagi íslenskra safna og safnmanna. Á farskóla er lögð áhersla á að fyrirlestrar, erindi og vinnustofur nýtist ráðstefnugestum í faglegu starfi sínu. Ráðstefnan er mikilvæg starfsfólki safna í starfsþróun og símenntun, skipulögð með það að markmiði að vera dýrmætur vettvangur fræðslu-, þekkingar- og tengslamyndunar.

Fyrirlesarar, sérfræðingar á sínu sviði, flytja erindi um rannsóknir og verkefni í safnastarfi. Málstofum er stýrt af sérfræðingum safna og alla jafna lögð áhersla á fjölbreytileika í erindum, málstofum og vinnustofum. Á nokkurra ára fresti er ráðstefnan haldin erlendis, og eru þá fengnir þarlendir sérfræðingar til að stýra málstofum. Málstofur fara þá fram á ólíkum söfnum, þar sem ráðstefnugestir fá einstakt tækifæri til að læra af erlendum kollegum og kynna sér starfsaðstæður þeirra.

 

Farskóli FÍSOS næstu ára

  • Farskóli FÍSOS 10. – 13. október 2023 – Amsterdam
    • Farskólastjórn: Cecilie Gaheide, AlmaDís Kristinsdóttir.
  • Farskóli FÍSOS október 2024 – Akureyri 
    • Farskólastjórn: Haraldur Þór Egilsson, Hlynur Hallsson og Steinunn M. Sveinsdóttir
  • Farskóli FÍSOS október 2025 – Suðurland
    • Farskólastjórn: Lýður Pálsson