Útgáfa FÍSOS

FÍSOS hefur frá stofnun gefið út ýmis fréttabréf, einna lengst Ljóra. Þá tók félagið yfir rekstur safnablaðsins Kvists árið 2016, eintök eldri en eins árs má finna inni á timarit.is.  Einnig hefur félagið staðið fyrir fyrirlestrarröð.

Hér má finna tengla inn á það efni sem félagið hefur gefið út í tímans rás.

Mynd útgáfu

Kvistur

Safnablaðið Kvistur, er fyrst kom út árið 2014, er tímarit fyrir starfsfólk safna og aðra áhugasama um söfn og safnatengd málefni. Tímaritið var í upphafi gefið út af sjálfstætt starfandi fyrirtæki, Safnarútunni, en frá hausti 2016 hefur Félag íslenskra safna og safnmanna, FÍSOS,  annast og borið ábyrgð á útgáfu þess. Þannig fá allir félagsmenn tímaritið […]

Skoða útgáfu
Mynd útgáfu

FJARskóli 2020 – fyrirlestrar

Söfn og sjálfbær þróun: Áratugur aðgerða! Fyrirhuguðum farskóla FÍSOS sem átti að halda í Vestmannaeyjum þann 23. til 25. september 2020 var aflýst af sóttvarnarástæðum. Þess í stað tók farskólastjórn til og skipulagði FJARskóla, eða röð rafrænna fyrirlestra og málstofa sem haldnar voru vikulega frá 23. september til og með 11. nóvember 2020. FJARskólinn fór fram á […]

Skoða útgáfu
Mynd útgáfu

Fyrirlestrarröð Físos

Á árunum 2014-2016 voru að jafnaði haldnir fyrirlestrar einu sinni í mánuði á vor- og haustönn, þar sem safnastarf er krufið til mergjar frá ýmsum ólíkum hliðum. Hér má sjá upptökur frá þessum fyrirlestrum.  

Skoða útgáfu
Mynd útgáfu

Fréttabréf Safnmanna

Á árunum 1992-1996 var gefið út Fréttabréf safnmanna. Ritstjórnarstefna þessa nýja rits var að efla félagsanda með safnmönnum og gefa stjórn félagsins kost á að senda út ýmsar tilkynningar. Inga Lára Baldvinsdóttir afhendi stjórn FÍSOS eftirfarandi tölublöð til stafrænnar varðveislu árið 2017. Ljóst er að þó vantar tölublöð frá árinu 1993 sem og tölublöð frá 4. árgangi.  Þeir […]

Skoða útgáfu
Mynd útgáfu

Ljóri

LJÓRI, rit um muni og minjar, kom fyrst út í nóvember 1980 en síðasta tölublaðið leit dagsins ljós árið 1991. Hér má finna tölublöð LJÓRA, það elsta efst en það yngsta neðst. Inga Lára Baldvinsdóttir afhendi stjórn FÍSOS eftirfarandi tölublöð til stafrænnar varðveislu árið 2017.

Skoða útgáfu
Mynd útgáfu

Önnur útgáfa

Í gegn um tíðina hefur FÍSOS gefið út ýmist efni, m.a. farskólaskýrslur eftir hvern farskóla, sem geta verið gagnlegar, bæði til upprifjunnar og gamans. Í desember 2012 kom út; Framtíð FÍSOS, skýrsla samráðshóps em endurskoðun á hlutverki FÍSOS.  Ritstjóri – Arndís Bergsdóttir  

Skoða útgáfu