• 06/05/2015

    Íslenski safnadagurinn sunnudaginn 17. maí 2015. 
    Íslandsdeild ICOM og Félag íslenskra safna- og safnmanna, FÍSOS, taka höndum saman um að efla safnastarf á Íslandi og styrkja tengslin við alþjóðasamfélagið með því að sameina þessa tvo viðburði; íslenska og alþjóðlega safnadaginn.
    Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn að frumkvæði Alþjóðaráðs safna ICOM 18. maí ár hvert. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi safna í þróun samfélagsins en dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti frá árinu 1977 um allan heim. Yfirskrift dagsins er að þessu sinni „söfn í þágu sjálfbærni“ en ein af helstu áskorunum samtímans er að þróa lifnaðarhætti sem stuðla að verndun náttúruauðlinda, aukinni samvinnu og sjálfbærni samfélaga.
    Fjölbreytt dagskrá er í boði á söfnum landsins sunnudaginn 17.maí með áherslu á yfirskriftina „söfn í þágu sjálfbærni“ og eru allir hvattir til að heimsækja söfnin og nýta sér það sem þar er boðið upp á.
    CaptureICOM-200x300
    Mánudaginn 18. maí mun Íslandsdeild ICOM standa fyrir hádegisfyrirlestrum í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í tilefni alþjóðlega safnadagsins. Hugað verður að yfirskriftinni „Söfn í þágu sjálfbærni“ í erindum. Fyrirlesarar eru Ásthildur Björg Jónsdóttir, lektor í listkennsludeild Listaháskólans og Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafnsins. Dagskráin hefst kl.12.10  Allir velkomnir og ókeypis inn.
    Hér má afla sér frekari upplýsinga af heimasíðu ICOM um yfirskrift dagsins í ár: http://icom.museum/activities/international-museum-day/imd-2015/
    Dagskrá íslenska safnadagsins er aðgengileg hér fyrir neðan og á safnabokin.is og á facebook undir Íslenski safnadagurinn
    Höfuðborgarsvæðið
    Hafnarfjörður
    hafnarborg sólsetur
    Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar  Strandgötu 34, 220 Hafnarfjörður.  S: 585 5790  www.hafnarborg.is
    Opið 12-17
    Aðgangur ókeypis
    17. maí 2015
    Kl 13 og 14 Fjölskylduleiðangur um sýninguna Menn. Við bjóðum fjölskyldum af öllum gerðum að koma og eiga góða stund með okkur. Boðið upp á skemmtilegt verkefni „Í farteskinu“ sem unnið er út frá sýningunni og gefst gott tækifæri á samveru fyrir fjölskyldur að leysa úr verkefninu saman.
    Kl 15 Sýningastjóraspjall. Ólöf K. Sigurðardóttir ræðir við gesti um sýninguna Menn, þar sem farið verður í saumana á undanfara, ferli og heildarinntaki sýningarinnar.
    MENN
    Sýningin MENN beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna.
    Á sýningunni verða sýnd verk eftir fjóra karllistamenn í fremstu röð, þá Curver Thoroddsen, Finn Arnar Arnarson, Hlyn Hallsson og Kristinn G. Harðarson. Verkin sem valin hafa verið til sýningar eru unnin í fjölbreytta miðla bæði video-verk, ljósmyndir, málverk, teikningar og útsaumsverk. Í verkunum takast listamennirnir á við spurningar um stöðu karla innan fjölskyldu hvað varðar hugmyndir um þátttöku í heimilislífi, ábyrgð á afkomu og uppeldi barna. Jafnframt verða á sýningunni verk sem sækja myndefni á slóðir sem fyrir mörgum eru dæmigerðar fyrir konur og þeirra reynsluheim.
    Verkin vekja upp áleitnar spurningar um karlmennsku og hugsanlega misvísandi skilaboð frá umhverfi og samfélagi. Megineinkenni verkanna er þó sú nánd sem lesa má úr afstöðu listamannanna til fjölskyldu og barna um leið og í sumum verkanna má greina tilvistarkreppu.
    Nánari upplýsingar um allar sýningar, fræðslu og viðburði er að finna á heimasíðu safnsins www.hafnarborg.is
     Byggðasafn Hafnarfjarðar
    Vesturgata 8, 220 Hafnarfjörður. S: 585 5780 www.hafnarfjordur.is/mannlif/byggdasafn museum@hafnarfjordur.is
    11–17 Byggðasafn Hafnarfjarðar 
    Lifandi og fróðlegt safn fyrir alla fjölskylduna, níu sýningar í fimm húsum, Pakkhúsið, Sívertsens-hús, Beggubúð, Siggubær, Bungalowið og Strandstígurinn.
    Borgarsögusafn Reykjavíkur www.borgarsogusafn.is
    Borgarsögusafn lógo
     Árbæjarsafn
    Kistuhylur, 110 Reykjavík. S: 411 6300.
    Opið 13 – 17.
    Kl. 14 Hjáverkin
    Á íslenska safnadaginn verður opnuð ný sýning í Árbæjarsafni sem ber heitið Hjáverkin um atvinnusköpun kvenna í heimahúsum 1900-1970. Sýningin Hjáverkin byggir á safnkosti Borgarsögusafns Reykjavíkur og rannsóknum safnsins á vinnu kvenna.  Sýningin er hluti af framlagi Borgarsögusafns Reykjavíkur til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt.
    Ókeypis inn í tilefni íslenska safnadagsins 17. maí
    Opið verður á Árbæjarsafni hvítasunnuhelgina 23.-25. maí frá klukkan 13-17. Laugardaginn 30. maí hefst svo sumaropnun safnsins. Opið alla daga frá kl. 10 – 17. Fullorðnir greiða 1.400 krónur inn á safnið en börn undir 18 ára aldri, eldri borgarar og öryrkjar frá frítt inn.
    Árbaer Open Air Museum
    The Museum will be open on the weekend of 23.-25. of May from 13.00-14.00. The summer program starts on Saturday 30. May and from then on the museum is open from 10.00-17.00 every day. Adults pay 1.400 kr. entrance but children under 18 and senior citizens get a free entrance. For more information please visit borgarsogusafn.is
     Sjóminjasafnið í Reykjavík
    Grandagarði 8, 101 Reykjavík. S: 517 9400.
    Opið 10 – 17.
    Kl. 11.00, 13.00, 14.00 og 15.00 Leiðsögn um borð í varðskipið Óðinn
    Ljósmyndasafn Reykjavíkur Grófarhús, Tryggvagata 15 (6. hæð), 101 Reykjavík,  S: 411-6390.
    Kristina Petrosiute. Úr myndaröðinni Biography (2014)
    Kl. 14 Sýningarspjall
    Sunnudaginn 17. maí verður sýningarspjall um Verksummerki í tilefni íslenska safnadagsins.  Brynja Sveinsdóttir sýningarstjóri spjallar við gesti en auk þess munu tveir ljósmyndarar fræða gesti um sýninguna, þau Hallgerður Hallgrímsdóttur og Daniel Reuter.
    Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
    Verksummerki: Huglæg og persónuleg samtímaljósmyndun
    Sýningin Verksummerki er samsýning sem opnuð er 16. maí í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og fjallar um huglægar og nærgöngular tilhneigingar í íslenskri samtímaljósmyndun. Sýningin tvinnar saman verkum sex ljósmyndara sem gera hversdaginn og eigið líf að meginviðfangsefni sínu. Sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir.
    Opið frá 13 – 17.
    Reykjavik museum of Photography
    Photographers talk
    May 17 at 14:00
    On Sunday 17th of May the curator of the new exhibition Traces of Life talks to guests of the museum along with two of the six photographers of the exhibition. These are Brynja Sveinsdóttir, Hallgerður Hallgrímsdóttir and Daniel Reuter. Free admission and everybody is welcome.
    Traces of Life: Subjective and Personal Tendencies in Icelandic Contemporary Photography
    Traces of Life is a new exhibition at the Reykjavik Museum of Photography that opened on May 16th. Traces of Life examines subjective, intimate and personal tendencies in Icelandic contemporary photography. The exhibition presents six photographers whose work centers around their personal lives and perception of the everyday. The exhibition is curated by Brynja Sveinsdóttir.
    Aðgangur ókeypis safnadaginn 17. maí 2015!
    Landnámssýningin Reykjavík 871 +/- 2
    Aðalstræti 16, 101 Reykjavík.  S: 411 6370
    Opið frá 9-20
    014 (Large)
    Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí á Borgarsögusafni:
    Kl. 17-20 Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins er ókeypis inn á Landnámssögur – arfur í orðum
    Viðey
    Skarfabakki, 104 Reykjavík. S: 533 5055
    Þann 15. maí hefjast daglegar siglingar til Viðeyjar. Siglt er frá Gömlu höfninni í Reykjavík, Hörpunni og Skarfabakka. Siglingaráætlunina má nálgast á borgarsogusafn.is
    Viðeyjarstofa er opin daglega á sumrin 11- 18. Greiða þarf ferjugjald Ferjan til Viðeyjar fer frá Reykjavíkurhöfn og Skarfabakka sjá nánar á Videy.com
    Videy Island
    On the 15th of May the summer schedule starts on Videy Island as we start to sail every day. The ferry departs from Reykjavik‘s Old Harbour, Harpa Concert house and from Skarfabakki. For more information please visit borgarsogusafn.is
    Þjóðminjasafn Íslands
    Suðurgötu 41, 101 Reykjavík. S:5302200 www.thjodminjasafn.is
    Þjóðminjasafnið er opið frá 10-17
    Aðgangur ókeypis í tilefni safnadagsins
    Þjóðminjasafnið
    Listasafn Íslands
    Fríkirkjuvegi 7. S: 515 9600  www.listasafn.is
    Ókeypis er inn á öll söfnin í tilefni íslenska safnadagsins
    Listasafn Íslands kl. 10-17
    Listasafn Sigurjóns Ólafssonar kl. 14-17
    Safn Ásgríms Jónssonar kl. 14-17
     Listasafn Íslands
    Á safnadaginn beinum við sjónum að nýjustu deild LISTASAFNS ÍSLANDS, VASULKA-STOFU og fjölskyldu- og miðlunarrýminu HUGSKOTI og þeirri starfsemi sem þar fer fram.
    Vikuna fyrir safnadaginn stendur yfir videó- raflistanámskeið þar sem hittast bæði lista- og fræðimenn. Námskeiðið er unnið í samvinnu Vasulka-stofu og Listasafns Íslands, Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Tækniháskólans í Brno í Tékklandi. Afrakstur námskeiðsins verður til sýnis í Vasulka-stofu á safnadaginn. Vídeó-raflistanámskeið þar sem hittast bæði lista og fræðimenn. Þá verður einnig hægt að kynnast verkefninu PIPES sem unnið er í samvinnu við ZKM í Karlsruhe og taka þátt í hnattræna listviðburðinum GLOBALE þar sem þú átt þátt í að skapa listaverkið í samvinnu við aðra notendur myndræna „tungumálins“ iconuu, sem er myndrænt tungumál, netvæddur vettvangur og verkfæri myndræns samskiptamáta.
    Áhersla er lögð á virka þátttöku um leið og meginþemað er sköpun. Í HUGSKOTI verða sýnd vídeólistaverk barna og unglinga. Á Barnamenningarhátíð 2015 var haldin listasmiðja í umsjón Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur. Verk þeirra á sýningunni endurspeglar vinnu þeirra þá fjóra daga sem námskeiðið fór fram og ljóst að þátttakendur litu til síns nánasta umhverfis og sýnir verkið hvað hægt er að skapa með einföldum búnaði, án mikillar fyrirhafnar og í skapandi umhverfi.
    Verkið JÁKVÆÐIR STRAUMAR er samstarfsverkefni ljósmyndarans Kristinu Petrošiutė og barnanna á frístundaheimilinu Draumaland, sem eru á aldrinum 6–9 ára. Þetta myndband sýnir börnin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gleðja áhorfandann án þess að nota orð. Það sýnir okkur einnig hversu fjölbreytt hugtakið gleði getur verið í huga barnsins og hve mikilvægt það er að gleðja aðra. Í HUGSKOTI geta ungir og aldnir staldrað við, skoðað fræðst og skapað.
    Safn Ásgríms Jónssonar Bergstaðastræti 74
    Sunnudaginn 17. maí
    14.00 – 14.40 í tilefni íslenska og alþjóðlega safnadagsins verður fluttur fyrirlestur.
    Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri við Listasafn Íslands/Safn Ásgrím Jónssonar mun rekja þróun listar Ásgríms í fyrirlestrinum Stiklur úr starfi listmálara, Ásgrímur Jónsson 1876 – 1958.
    Opið kl 14-17.

    Listasafn Einars Jónssonar Eiríksgötu, 101 Reykjavík. S: 561 3797 www.lej.is lej@lej.is
    Listasafn einars jónssonar
    Furðuveröld Lísu í Listasafni Einars Jónssonar 14.05.-07.06.2015
    Opið 13-17
    Á Listahátíð í Reykjavík 2015 verður efnt til dagskrár í Listasafni Einars Jónssonar sem byggir á nýrri óperu, Furðuveröld Lísu – Ævintýraópera, sem tónskáldið John A. Speight og rithöfundurinn Böðvar Guðmundsson hafa lokið við að semja.
    Listasafn ASÍ Freyjugötu 41, 101 Reykjavík S.511-5353 og 896-6559 listasi@centrum.is www.listasafnasi.is
    Frenjur og fórnarlömb
    Á sýningunni Frenjur og fórnarlömb, þar sem konur fjalla um konur, leiða saman hesta sína ellefu fulltrúar íslenskra listakvenna sem hver um sig hefur skapað sér sérstöðu og í listsköpun sinni tekist á við erfiðar spurningar sem varða konur og kyn. Þær tilheyra þremur kynslóðum listakvenna og tjá sig með ólíkum miðlum og aðferðum. Listakonurnar Anna Hallin, EirúnJónsdóttir, Elínu Pjet. Bjarnason, Eva Ísleifsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Lóa Hjálmtýs, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Rakel MacMahon, Róska, Sigrid Valtingojer og Valgerður Guðlaugsdóttir draga fram ýmsar birtingarmyndir kveneðlisins og fjalla um stöðu kvenna í fortíð og samtíma.
    Sýningarstjórar eru Kristín G. Guðnadóttir og Steinunn G. Helgadóttir.
    Opið 13.00-17.00
    Aðgangur ókeypis
    Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík.  S: 590 1200  www.listasafnreykjavikur.is  listasafn@reykjavik.is
    Allir velkomnir í Listasafn Reykjavíkur og ókeypis inn á öll söfnin
    Ásmundarsafn Sigtúni, 105 Reykjavík. S: 553 2155
    Í Ásmundarsafni er í gangi sýningin Listhneigð Ásmundar Sveinssonar þar sem sýnd eru 80 verk eftir listamanninn. Þetta er sumarsýning Listasafns Reykjavíkur þar sem ferli Ásmundar er gerð skil með lykilverkum eftir hann.
    Hafnarhús
    Fjórar nýjar sýningar opna í Hafnarhúsinu í næstu viku en þar er nú  í gangi sýningin Erró og listasagan þar sem sýnt er hvernig listamaðurinn tengir list sína við helstu listamenn sögunnar.
    Kjarvalstaðir Flókagötu 105, 105 Reykjavík. S: 5901200
    Á Kjarvalsstöðum er nú í gangi sýningin Nýmálað 2 þar sem sýnd eru verk eftir 60 íslenska listamenn sem þeir hafa gert á síðustu tveimur árum. Sýningin er stærsta sýning sem haldin hefur verið hér á landi á samtímamálverkinu og hefur fengið frábæra aðsókn og góða dóma.
    Aðgangseyrir ókeypis í tilefni íslenska safnadagsins
    Listasafn Reykjavíkur
    Grasagarður Reykjavíkur  Grasagarður Reykjavíkur í  Laugardal,  104 Reykjavík S: 411-8650 www.grasagardur.is botgard@reykjavik.is
    Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni og eru plönturnar sýningargripir í níu safndeildum.
    Kl.11 Umhirða fjölæringa
    Jóna Valdís Sveinsdóttir, yfirgarðyrkjufræðingur Grasagarðsins veitir fræðslu og sýnir handtökin við umhirðu fjölærra plantna í Grasagarðinum.
    Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
    Listasafn Kópavogs Gerðarsafn Hamraborg 4,  S: 5700440 www.gerdarsafn.is
    Opið frá 11-17
    Frítt inn 17. maí í tilefni íslenska safnadagsins
    Gerðuberg
    Kl. 17.00 Listamannaspjall í tilefni sýningarinnar Birting
    Birting er samsýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn sem unnin eru út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar. Sýningunni er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um staði á borð við söfn og kirkjur og þær athafnir sem þessum stöðum fylgja. Hvort sem um er að ræða formlegar, lágstemmdar eða hátíðlegar framsetningar hafa þær skýr áhrif á skynjun og upplifun áhorfendans. Taktföst form og litasamsetningin einkenna gluggainnsetningu Gerðar í Kópavogskirkju og mynda einskonar helgirými flæðandi forms óháð beinum trúarlegum vísunum, en er fremur ætlað að snerta áhorfandann með altækum og tilfinningalegum hætti. „Kirkjuleg“ eða „trúarleg“ þemu munu á sama hátt víkja fyrir víðtækari áherslum þar sem dregnir eru fram sammannlegir, andlegir, fyrirbærafræðilegir eða dulspekilegir þættir í verkum listamanna samtímans.
    Listamenn auk Gerðar Helgadóttur (1928-1974) eru Guðrún Kristjánsdóttir (f. 1950), Erla Þórarinsdóttir (f. 1955), Guðrún Benónýsdóttir (f. 1969), Hekla Dögg Jónsdóttir (f. 1969), Dodda Maggý (f. 1981), Lilja Birgisdóttir (b. 1983), Katrín Agnes Klar (f. 1985) og Ingibjörg Sigurjónsdóttir (f. 1985).
    Sýningarstjóri er Kristín Dagmar Jóhannesdóttir.
    Tónlistarsafn Íslands Hábraut 2, 200 Kópavogur S: 570 1693/ 824 6413  www.tonlistarsafn.is    ts@tonlistarsafn.is
    Opið 10:00-16:00
    Garðabær
    Hönnunarsafn Íslands
    Garðatogi 1, Garðabæ. S: 512 1525  www.honnunarsafn.is
    honnunarsafn@honnunarsafn.is
    P1110639%20(800x534)[1]
    Hvað leynist á bak við tjöldin? 
    Í tilefni af íslenska safnadeginum þann 17. maí, verður boðið upp á leiðsagnir þar sem skyggnst verður bak við tjöldin í Hönnunarsafninu. Gestir fá tækifæri til að ganga um mismunandi vinnurými safnsins  og heyra um það fjölbreytta starf sem þar á sér stað.
    Í safneign Hönnunarsafnsins eru rúmlega 1200 gripir og mikill meirihluti þeirra eru húsgögn. Mikið starf fer fram í tengslum við safneign safnsins jafnvel þó ekki sé verið að setja upp sýningar.
    Í leiðsögn um varðveislurýmin gefst einstakt tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast gripum og starfi eina safns landsins sem safnar einvörðungu hönnun og nytjalist.
    Takmarka þarf fjölda gesta í hverri leiðsögn og er miðað við 10 gesti í hóp.
    Boðið verður upp á fjórar hálftíma leiðsagnir Kl. 13:30; 14:30; 15:30 og 16:30.
    Ókeypis aðgangur er á safnið þennan dag.
    Mosfellsbær
    Gljúfrasteinn-Hús skáldsins
    Mosfellsbær. S: 5868066 www.gljufrasteinn.is
    Opið frá 9-15
    Aðgangur ókeypis í tilefni íslenska safnadagsins.
    Sunnudaginn 17. maí verður boðið upp á göngu frá Gljúfrasteini – húsi skáldsins að Mosfellskirkju í Mosfellsdal.
    Gangan hefst við Gljúfrastein kl. 13:00 og mun Bjarki Bjarnason leiða gönguna, sem lýkur í Mosfellskirkju um kl. 15:00 eða þegar dagskrá sem þar mun fara fram er lokið.
    Um tæplega klukkustundarlanga göngu er að ræða. Verður m.a. gengið að Guddulaug, en um hana skrifaði Halldór eftirminnilega um í verkinu Í túninu heima (útg. 1975). Í Mosfellskirkju, sem er í aðalhlutverki í Innansveitarkroniku (útg. 1970), mun Bjarki rekja sögu kirkjunnar og að lokum gefst þátttakendum færi á að sjá sögu Halldórs lifna við þegar félagar í Leikfélagi Mosfellssveitar flytja vel valdar senur úr verkinu. Dagskráin í kirkjunni sem hefst að göngu lokinni eða um kl. 14:00 er öllum opin.
    Þennan dag verður safnið að Gljúfrasteini opið frá kl. 10:00-16:00 og aðgangur ókeypis.
    Seltjarnarnes
    lyfjafræðisafnið Seltjarnarnesi.jpg
    Lyfjafræðisafnið Seltjarnarnesi  Neströð 170, Seltjarnarnesi  S:561-7100, pharmmus@internet.is
    Lyfjafræðisafnið verður opið á safnadaginn 17. maí og verða lyfjafræðingar á staðnum og fræða gesti um sýningar safnsins.
    Í Lyfjafræðisafninu eru til sýnis helstu tæki, sem notuð hafa verið til lyfjagerðar öldum saman, en gripir safnsins eru flestir frá fyrri hluta seinustu aldar. Einnig er í safninu sýnishorn af apóteksinnréttingum, sem eru frá fyrstu tugum síðustu aldar.
    Urtagarður
    Urtagarður er staðsettur á milli Nesstofu og Lyfjafræðisafnsins og þar eru ræktaðar jurtir sem notaðar voru í alþýðulækningum og til lyfjagerðar á þeim árum sem apótek var rekið í Nesi.
    Aðgangur ókeypis
    Listasafn Árnesinga
    Austurmörk 21, 810 Hveragerði. S: 4831727 www.listasafnarnesinga.is
    listasafn@listasafnarnesinga.is
    listasafn Árnesinga
    GEYMAR og FLASSBAKK – Sirra Sigrún Sigurðardóttir
    Kl. 14 – listasmiðja með listamanninum Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur
    Aðgangur ókeypis
    Á íslenska safnadaginn, sunnudaginn 17. maí er gestum boðið að skoða tvær ný opnaðar sýningar í Listasafni Árnesinga, á opnunartíma safnsins kl. 12-18 og kl. 14 er einnig boðið upp á mjög forvitnilega listasmiðju fyrir áhugasama á öllum aldri með listamanninum Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur. Þar mun hún sýna gestum hvernig hún vinnur með skautunarfilmur og bjóða gestum að prófa, en eitt verka Sirru á sýningunni Geymar byggir m.a. á þeirri tækni.
    Byggðasafn Árnesinga Eyrargötu 50, Eyrarbakka
    s: 483 1504/483 1087   www.husid.is   lydurp@husid.is
    Húsið á Eyrarbakka – Byggðasafn Árnesinga.
    Byggðasafn Árnesinga
    Konur, skúr og karl
    Sumarsýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka opnar kl. 17 á íslenska safnadaginn. Fjallað er um þrjá merka 19. aldar ljósmyndara á Stokkseyri. Sýningin er tileinkuð 100 ára kosningarétti kvenna.
    Frítt inn í tilefni safnadagsins.
    Sagnheimar Safnahúsi Vestmanneyja Ráðhúströð, Vestmannaeyjum.  S: 488 2045  www.sagnheimar.is sagnheimar@sagnheimar.is
    Á íslenska safnadaginn, 17. maí kl. 14, opnar Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV nýja sýningu í Sagnheimum:
    Eyjakonur í íþróttum í eitt hundrað ár. Sagnheimar Safnahús Vestmannaneyja
    Eyjakonur í íþróttum í eitt hundrað ár.
    Af því tilefni kynnir Þórhildur Ólafsdóttir íþróttafræðingur lokaverkefni sitt við HR 2014 um samanburð á umfjöllun íslenskra vefmiðla á knattspyrnu karla og kvenna.
    Íþróttakonur flytja tónlistaratriði.
    Frítt er inn á safnið í tilefni dagsins.
    Sýningin er styrkt af Safnaráði og verkefninu „Kosningaréttur kvenna í 100 ár“.
    Sagnheimar, byggðasafn er opið daglega frá 1. maí – 30. september kl. 10-17.
    Allir hjartanlega velkomnir!
    Byggðasafnið Skógum Skógar, 861 Hvolsvelli. S: 487 8845  www.skogasafn.is skogasafn@skogasafn.is
    Opið frá 9-18
    Á íslenska safnadaginn er ókeypis aðgangur að Samgöngusafninu í Skógum.
    Safnið var opnað árið 2002 og lýsir þróun samgangna og tækni á Íslandi á 19. og 20. öld. Hlutverk Samgöngusafnsins í Skógum er söfnun, varðveisla og sýning muna og minja um þróun samgangna í landinu. Þarna getur að líta gömul reiðtygi, gamla bíla, vegagerðartæki, verkfæri og ferðabúnað frá ýmsum tímum og margt fleira. Hér eru spennandi sýningar um þróun síma og fjarskipta í landinu á 20. öld, en einnig er saga póstþjónustu og rafvæðingar rakin í munum og myndum.
    Í júní 2008 opnaði Slysavarnafélagið Landsbjörg í samvinnu við Skógasafn nýja sýningu í Samgöngusafninu sem gerir áttatíu ára sögu björgunarsveitanna í landinu skil með textum, myndum og ýmsum björgunarbúnaði sveitanna.
    Helstu samstarfsaðilar Skógasafns eru Þjóðminjasafn Íslands, Vegagerðin, Íslandspóstur, RARIK, Síminn, Míla og Landsbjörg en þessir aðilar hafa lagt muni til sýningarinnar.
    Í Samgöngusafninu er veitingastaðurinn Skógakaffi og safnverslun.
    Reykjanes
    Byggðasafn Garðskaga
    Skagabraut 100, Garði.  S: 4227220    www.svgardur.is gardskagi@simnet.is
    Safnið er opið frá 13 – 17 alla helgina.
    Lífið í landi safnið og Fast þeir sóttu sjóinn, Vélar Guðna Ingimarssonar standa til sýnis og trukkurinn  Hólmsteinn er opinn  á útisvæðinu.
    Söfnin í Reykjanesbæ í Duushúsi
    Menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar Duusgötu 2-8, 230 Reykjanesbæ.
    S: 421-3796, duushus@reykjanesbaer.is
    Víkingaheimar Víkingabraut 1, 260 Reykjanesbæ.  S: 422-2000 vikingaheimar.is
    info@vikingaheimar.is
    Rokksafn Íslands Hljómahöll Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbæ. S: 420-1030  www.rokksafn.is
    info@hljomaholl.is
    Norðvesturland
    Selasetur
    Strandgata, við höfnina á Hvammstanga. S: 4512345  www.selasetur.is  info@selasetur.is
    Opið frá 9-19
    Tveir fyrir einn á safnadaginn.
    Eitt af markmiðum Selaseturs Íslands er að stuðla að alhliða fræðslu um seli við Íslands. Það gerir setrið m.a. annars með sérstakri fræðslusýningu um seli og nánasta umhverfi þeirra.
    Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
    Reykjum, Hrútafirði. 500 Stað. S:4510040/8634287 www.byggdasafnhos.is reykjasafn@simnet.is
    Safnið er opið frá 13-16 á safnadaginn 17. maí
    Byggðasafn Skagfirðinga Glaumbæ 560 Varmahlíð. S:453 6173  www.glaumbaer.is Minjasafnið, 550 Sauðárkrókur bsk@skagafjordur
    Í maí eru sýningar í safnasvæðinu í Glaumbæ, í Áshúsi og gamla torfbænum, opnar á  á milli 10-16. Á sýningunum er fjallað um mannlíf í torfbæjum og til sveita 1850-1950. Í tilefni íslenska og alþjóðlega safnadagsins.
    17.-18. maí 2015 er aðgangseyrir frír og starfsmenn safnsins spjalla við gesti um stefnu safnsins, safnkostinn og sjálfbærni og styrkja þannig tengsl við nærsamfélagið. Frír aðgangseyrir í tilefni íslenska og alþjóðlega safnadagsins 17.-18. maí 2015
     
    Heimilisiðnaðarsafnið Árbraut 29, 540 Blönduósi.  S: 452 4067 www.textile.is textile@textile.is
    Heimilisiðnaðarsafnið er opið alla daga
    frá kl. 13-17
    Aðgangseyrir kr. 1000
    Frítt fyrir börn 16 ára og yngri.
     Kl. 14 Stofutónleikar Dúo Stemmu sem Herdís Anna Jónsdóttir og Steef Oosterhout skipa. Efnisskrá er fjölbreytt og inniheldur meðal annars þjóðlög, þulur og vísur. Eftir tónleikana verður kaffi á könnunni.
    Norðausturland
    Minjasafn Akureyrar Aðalstræti 58,  Akureyri.  S: 462 4162  www.akmus.is minjasafnid@akmus.is
    Minjasafnið á Akureyri er opið 10-17
    Þrjár fjölskylduvænar sýningar:
    Ertu tilbúin, frú forseti
    Akureyri bærinn við Pollinn.
    Land fyrir stafni. Íslandskort frá 1547-1808 – Schulte collection.
    Safnaklasi Eyjafjarðar ragna@minjasafnid.is
    Söfn og sýningar við Eyjafjörð taka höndum saman og opna nýja sumarsýningu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Sýningin opnar í tengslum við alþjóðlega – og íslenska safnadaginn helgina 16.-17. maí 2015. Á sýningunni sýna 20 söfn og sýningar gripi úr fórum sínum sem tengjast konum á einn eða annan hátt – og tökum þannig þátt í að minnast 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna á árinu.
    Sýningin er kl. 8.00 – 18:30. Enginn aðgangseyrir.
    Smámunasafn Sverris Hermannssonar
    Sólgarði Eyjafjarðarsveit. S: 463 1261  www.smamunasafnid.is
    smamunir@esveit.is
    Á íslenska safnadaginn 17. maí er helmingsafsláttur af aðgangseyri á Smámunasafnið.
    Smámunasafnið
    Safnið verður opið frá kl. 11-17.
    Leikfangasýningin Barnagull verður í safninu út maí.
    Altarisklæðið frá Miklagarðskirkju Konur úr Eyjafjarðarsveit hafa verið að vinna muni upp úr munstri úr altarisklæði frá Miklagarðskirkju. Klæðið er staðsett í Kaupmannahöfn.
    Verið hjartanlega velkomin!
    Byggðasafnið Hvoll Karlsrauðatorg, 620 Dalvík. S: 4661497 og 8921497 www.dalvik.is/byggdasafn hvoll@dalvikurbyggd.is
    Opið frá kl. 14-16
    Sýningin Þrælkun, þroski, þrá er uppsett frá Þjóðminjasafni Íslands.
    Menningarmiðstöð Þingeyinga Stóragarði 17 Húsavík  sími 464 1860   www.husmus.is   safnahus@husmus.is
    Opið 13-16
    Aðgangur ókeypis
    Safnahúsið á Húsavík
    Í andlitinu speglast sagan – Bernskuminningar úr Þingeyjarsýslu.
    Opnuð verður sýning Halldóru Kristínar Bjarnadóttur.
    Vesturland og Vestfirðir
    Safnahús Borgarfjarðar, Borgarnesi Bjarnarbraut 4-6, 310 Borgarnesi. S: 4307200 www.safnahus.is safnahus@safnahus.is
     Opið 13.00-17.00 og ókeypis inn.
    Boðið er upp á leiðsögn á sýningarnar Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna sem hafa vakið verðskuldaða athygli, hannaðar af Snorra Frey Hilmarssyni.
    Gleym þeim ei.
    Á sýningunni er sögð saga fimmtán kvenna, þetta er mjög falleg sýning sem unnin var með aðstoð fjölskyldna kvennanna. Hönnuður: Heiður Hörn Hjartardóttir.
    Kl. 13.00 verður sögustund um Gleim þeim ei. Sögumaður er Guðrún Jónsdóttir
    Byggðasafn Dalamanna Laugar Sælingsdal, 371 Búðardalur. S: 434-1328/430-4700 www.dalir.is safnamal@dalir.is
    Byggðasafn Dalamanna er staðsett í kjallara Laugaskóla, næst íþróttahúsinu.
    Á safninu er fjölbreytni í hávegum höfð og til sýnis eru allt frá saumnál til baðstofu. Flestir sýningar safnsins tengjast daglegu lífi Dalamanna frá tímum gamla sveitasamfélagsins, en einnig má finna yngri muni. Áhersla er lögð á handverk og hugvit hverskonar og þá þætti sem hafa einkennt mannlíf og lifnaðarhætti í héraðinu.
    Opnunartímar 1. júní – 31. ágúst kl. 13-18, utan þess tíma er opið eftir samkomulagi við safnvörð.
    Farið er fram á að aðgangseyri, en gestir ákvarða hversu mikið þeir vilja borga.
    Byggðasafnið Görðum Byggðasafnið Görðum, Akranesi. Safnasvæðið Akranesi.  S: 431-5566  www.museum.is https://www.facebook.com/MuseumCentre?fref=ts
    Opið frá kl. 13 – 17 alla daga
    Safnasvæðið%20á%20Akranesi2[1]
    Á íslenska safnadaginn sunnudaginn 17. maí er ókeypis aðgangur að sýningum Byggðasafnsins Görðum, Akranesi.
    Erna Hafnes, bæjarlistamaður Akraness 2014 opnaði myndlistarsýningu sína í Guðnýjarstofu, Safnaskálanum Görðum, Akranesi þann 2. maí. Sýningin ber heitið „Óskasteinar“ og með Ernu sýna nokkrir nemendur úr Brekkubæjarskóla á Akranesi. Sýning Ernu Hafnes stendur til 31.maí.
    Landbúnaðarsafn Íslands Hvanneyri. Borgarfirði.   S: 844 7740 www.landbunadarsafn.is bjarnig@lbhi.is
    Opið frá 12-18
    Landbúnaðarsafn Íslands er byggt á grunni Búvélasafnsins sem starfað hafði á Hvanneyri um langt árabil. Landbúnaðarsafn Íslands leggur sérstaka áherslu á sögu landbúnaðarins frá byrjun tæknialdar í landbúnaði með rannsóknum sem og almennri kynningu á sögu hans og stöðu og hvers konar miðlun hennar, ýmist eitt sér eða í samvinnu við aðila sem til hennar eru fúsir.
    Eigendur forndráttarvéla velkomnir með gripi sína:  Gömul vél er gleði manns.
    Norska húsið – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla
    Hafnargötu 5, 340 Stykkishólmi. S: S:433 8114 www.norskahusid.is   www.facebook.com/NORSKAhusid.BSH hjordis@norskahusid.is
    Opið frá 11-18, Aðgangseyrir ókeypis
    Sumarsýning Miðstöðvar og mangarar
    Breiðafjörður og Norður- Atlandshafið 1300-1700
    Opnun laugardaginn 16. maí kl.14
    Sýningin stendur til 31. ágúst 2015
     
    Minjasafn Egils Ólafssonar
    Hnjóti,  451 Patreksfirði.  S: 456 1511  www.hnjotur.is
    museum@hnjotur.is
    Opið frá 10-18
    Ratleikur á íslenska safnadaginn
    Aðgangur ókeypis.
    Minjasafn Egils Ólafssonar
    Allir velkomnir !