• 22/04/2015

    Þann 27. apríl næstkomandi mun Þjóðminjasafnið og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) standa fyrir málþingi um safnfræðslu. Málþingið verður haldið í Safnahúsinu við Hverfisgötu á milli 13:00 og 17:15. Allir velkomnir!

    Dagskrá

    13:00-13:20 – Bergsveinn Þórsson, verkefnastjóri safnfræðslu á Borgarsögusafni Reykjavíkur:
    Safnfræðsla í sókn, safnfræðsluráð og norrænt samstarf
    13:30 -13:50 – Bryndís Sverrisdóttir sviðsstjóri miðlunarsviðs á Þjóðminjasafni Íslands:
    Saga íslenskrar safnfræðslu og staðan í dag
    14:00-14:20 – Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dósent í safnafræði við Háskóla Íslands:
    Viðbótardiplóma í safnfræðslu
    14:20-15:00 – Kaffi
    15:00–15:20 – AlmaDís Kristinsdóttir, doktorsnemi í safnafræði:
    Fagleg nálgun í fræðslumálum safna: hindranir og möguleikar
    15:30 -15:50 – Hlín Gylfadóttir safnfræðslufulltrúi:
    Safnfræðsla í sýningunni Sjónarhorn í Safnahúsinu
    15:50-16:00 – Stutt hlé
    16:00-17:15 – Markaðstorg hugmyndanna! Stuttar kynningar á fræðslustarfi safna: (7 mín. kynning og 3 mín fyrir spurningar)

    • Safnahúsið í Borgarnesi: Guðrún Jónsdóttir kynnir samstarf við tónlistarskóla
    • Menningarmiðstöð Þingeyinga, Húsavík: Sif Jóhannesdóttir  kynnir samstarfsverkefni leikskóla og listasafns.
    • Listasafn Íslands: Björg Erlingsdóttir og Kristín Scheving kynna verkefni Vasulka stofu.
    • Listasafn Reykjavíkur: Klara Þórhallsdóttir kynnir verkefni um útilistaverk í Breiðholti.
    • Borgarsögusafn Reykjavíkur: Alma Sigrún Sigurgeirsdóttir kynnir hlutverkaleik í Varðskipinu Óðni
    • Þjóðminjasafn Íslands: Helga Einarsdóttir kynnir minningavinnu fyrir aldraða.
    • The Learning Museum: Myndbandskynning á samstarfi safna og skóla í Danmörku.