Fyrirlestraröð

Á árunum 2014-2016 voru að jafnaði haldnir fyrirlestrar einu sinni í mánuði á vor- og haustönn, þar sem safnastarf er krufið til mergjar frá ýmsum ólíkum hliðum. Hér má sjá upptökur frá þessum fyrirlestrum.

Fyrirlestur FÍSOS: Styrkjaáætlun Creative Europe

Þann 26. maí var Ragnhildur Zoega með erindi í fyrirlestrasal Safnahússins við Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík kl.12-13.

Möguleikar í evrópsku samstarfi

Ragnhildur Zoega verkefnastjóri Rannsóknarmiðstöð Íslands-Rannís kynnti þá flokka til styrkumsókna, sem söfn og safnafólk geta nýtt sér innan Creative Europe, evrópsku menningaráætlunarinnar. Með fylgjandi er Dummy umsókn og linkur á ýmis verkefni , veitta styrki og fleira, innan styrkjaáætlunarinnar.

Fyrirlestur FÍSOS: Framleiddur sannleikur. Greining á safnastarfi á Íslandi eftir áróðursmódeli Herman og Chomsky

Þann  27. apríl var Ólöf Vignisdóttir safnafræðingur með skemmtilegt og áhugavert erindi úr efni MA ritgerðar sinnar í safnafræði við Háskóla Íslands.

Framleiddur sannleikur. Greining á safnastarfi á Íslandi eftir áróðursmódeli Herman og Chomsky

Safnastarf á Íslandi er greint eftir áróðursmódeli Herman og Chomsky fyrir fjölmiðla. Litið er svo á að söfn séu fjölmiðill og þess vegna sé hægt að heimfæra þetta módel á safnastarf. Áróðursmódel þeirra Herman og Chomsky er tekið fyrir og jafnframt kenningar um það vald sem söfn taka sér yfir sögunni og „sannleikanum“ eru skoðaðar. Að lokum eru áróðursmódelin fimm síur yfirfærðar á safnastarf á Íslandi í samhengi við þær kenningar um þetta vald sem söfn taka sér í safnafræði. Þegar sjálfstæði safna er skoðað er það ekki jafnt í orði og á borði.

 

 

Fyrirlestur FÍSOS: SÍM kynnir drög að launasamningi listamanna.

Þann 28. janúar 2016 var fyrsti fyrirlestur ársins. Ásdís Spanó, verkefnastjóri og Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistamanna (SÍM) kynntu drög að samningi um þátttöku og framlag myndlistarmanna til sýningarhalds í opinberum listasöfnum, í kjölfar herferðinnar sem SÍM hefur staðið fyrir “VIРBORGUM LISTAMÖNNUM”.

Continue reading

Skrímslasetur-frá hugmynd til opnunar

Þann 9.desember var síðasti fyrirlestur ársins, á vegum Félags íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS). Að venju var hann haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Valdimar Gunnarsson formaður Félags áhugamanna um skrímslasetur var með sérlega áhugaverðan fyrirlestur um einstaka sögu og uppbyggingu skrímslasetursins í Bíldudal og hverju samtakamátturinn getur áorkað.

Farvegur myndlistar til framtíðar

AlmaDís Kristinsdóttir var með hádegisfyrirlestur þann 9. október um fræðsluverkefnið Farvegur myndlistar til framtíðar:  fróðleikur og 25 verkefni fyrir grunnskólanemendur og kennara.

Söfn og skólar eiga það sameiginlegt að miðla þekkingu. Eitt af megin hlutverkum safna er gera safnkost sinn aðgengilegan. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur um nokkurt skeið haft safneign sína aðgengilega á netinu og var sú aðgerð frumkvöðlastarf í íslensku safnastarfi. Kennarar geta nýtt sér báða gagnagrunna við kennslu www.sarpur.is og www.lso.is en hér er stuðst við hinn síðarnefnda. Continue reading