FJARskóli 2020 – fyrirlestrar

Söfn og sjálfbær þróun: Áratugur aðgerða!

Fyrirhuguðum farskóla FÍSOS sem átti að halda í Vestmannaeyjum þann 23. til 25. september 2020 var aflýst af sóttvarnarástæðum. Þess í stað tók farskólastjórn til og skipulagði FJARskóla, eða röð rafrænna fyrirlestra og málstofa sem haldnar voru vikulega frá 23. september til og með 11. nóvember 2020. FJARskólinn fór fram á samskiptaforritinu Zoom í samstarfi við Safnafræði við Háskóla Íslands.

Þema FJARskólans var Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hvernig söfn geta með fjölbreyttum hætti stuðlað að sjálfbærri þróun. Farið var um víðan völl allt frá sýningargerð, skráningarmálum, stefnumótunar, varðveislu og til sjálfbærra aðgerða í starfi.


23. september 2020

Sjálfbærni fyrir menningararf / The CHGs: Sustainability for Cultural Heritage Caitlin Southwick, stofnandi Ki Culture um sjálfbærni fyrir menningararf. Caitlin er menntaður forvörður en hefur undanfarin ár sérhæft sig í sjálfbærni fyrir söfn og menningarstofnanir í starfi, fræðslu og miðlun. Fyrirlesturinn er á ensku. Nánari lýsing: Sustainability is something that we are all aware of and understand that imminent action is necessary. However, it can seem intangible, inaccessible and often overwhelming. So how does sustainability relate to our field? What can we do? As the cultural heritage sector, we have a unique opportunity to support the United Nations Sustainable Development Goals and Agenda 2030 through our physical collections, educational programming, influential and trusted position, and our capacity to inspire empathy, understanding and drive real change. The Culture & Heritage Goals outline what sustainability means for cultural heritage and how we can engage – helping to achieve a sustainable future.

Horfa á myndband

30. september 2020

Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi? Málstofa um samstarfsverkefnið Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi? sem tilnefnt var til íslensku safnaverðlaunanna 2020. Í málstofunni segja Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands, og Elfa Hlín Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Austurbrú, frá verkefninu og ræða ýmsar hliðar þess í tengslum við sjálfbærni.

Horfa á myndband

7. október 2020

Skráning náttúruminja í Sarp hjá Náttúruminjasafni Íslands. Þóra Katrín Hrafnsdóttir, sem fer með umsjón safnkosts og rannsókna á Náttúruminjasafni Íslands kynnir undirbúningsvinnu safnsins við skráningu náttúruminja í Sarp. Pallborðsumræður. Í pallborði sitja, Guðrún Jónsdóttir, safnstjóri Safnahúsa Borgarfjarðar, Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs og Dr. Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur.

Horfa á myndband

14. október 2020

Söfnin í takt – stefnumörkun safnaráðs um safnastarf. Eitt af meginhlutverkum safnaráðs samkvæmt safnalögum er stefnumörkun um safnastarf sem skal unnin í samstarfi við höfuðsöfnin. Safnaráð og höfuðsöfnin hafa unnið að stefnumörkuninni síðasta árið undir dyggri stjórn Sjá ráðgjafar í góðu samstarfi við hagaðila í safnastarfi. Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs og Jóhanna Símonardóttir frá Sjá ráðgjöf segja frá verkefninu og þær megináherslur sem komu fram í vinnunni. Í framhaldinu eru umræður um nokkur viðfangsefni sem voru þátttakendum í samráðsferlinu ofarlega í huga. Þau viðfangsefni eru: samvinna, menntunarhlutverk, framtíðin.

Horfa á myndband

28. október 2020

Skráningarkerfi framtíðarinnar: kynning á verkefninu Þarfagreining vegna arftaka Sarps 3. Í málstofunni fjallar Sveinbjörg Sveinsdóttir framkvæmdastjóri og Cecilie Gaihede verkefnastjóri hjá Rekstrarfélagi Sarps um að vinna þarfagreiningu fyrir arftaka Sarps 3, nýtt sameiginlegt skráningar- og umsýslukerfi. Inn í verkefnið fléttast umræða um mikilvægi þess að vanda til skráningar og hvort eigi að styðjast enn frekar við alþjóðlega staðla þegar kemur að skráningu og safnastarfinu í heild. Kevin Gosling, framkvæmdarstjóri Collections Trust í Bretlandi kynnir í þessu samhengi Spectrum staðalinn og notkun hans í safnastarfinu.

Horfa á myndband

4. nóvember 2020

Tilraunir til sjálfbærni í sýningagerð. Í þessari málstofu fjallar Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, um tilraunir til sjálfbærni í sýningargerð. Undir hennar stjórn vannHafnarborg markvisst að því að minnka vistspor safnsins, við sýningargerð, viðburðarstarfi og fleira. Ágústa segir frá reynslu safnsins af því að minnka sóun, verða umhverfisvænni og stuðla að sjálfbæru innra og ytra starfi.

Horfa á myndband

11. nóvember 2020

Í kjölfar Kveiks: Varðveislumáls safnkosts. Í þessari síðustu málstofu er sjónum beint að varðveislumálum safnkosts. Þann 8. október 2020 sýndi fréttaskýringarþátturinn Kveikur þátt sem bar yfirskriftina Íslensk menningarverðmæti í hættu. Rannsókn Kveiks sýndi að íslensk menningarverðmæti í nokkrum af stærstu söfnum landsins eru í hættu. Skv. umfjöllun Kveiks eru ómetanlegar þjóðargersemar geymdar þar sem ýmist er ekkert slökkvikerfi eða hætta er á vatnsflóði—nema hvort tveggja sé. Þóra Sigurbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá Hönnunarsafni Íslands, María Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga og Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listsafni Reykjavíkur skipa pallborð málstofunnar og fjalla um umfjöllun Kveiks og hvort og hvernig faglegt safnastarf í landinu getur nýtt sér þáttinn til framdráttar.

Horfa á myndband

Aðrar útgáfur