Leiðsögn um borð í varðskipinu Óðni – 18. maí kl. 12.00-12.40
Í tilefni af Safnadeginum 18. maí sem haldinn er hátíðlegur á söfnum víða um heim verður boðið upp á fría leiðsögn um borð í varðskipinu Óðni. Sérfræðingur safnsins fjallar um lífið um borð í skipum sem þessum, sem gat bæði verið ánægjulegt en að sama skapi oft erfitt og ógnvekjandi.
Leiðsögumaðurinn tekur á móti hópnum í anddyri Sjóminjasafnsins kl. 12 og þaðan er haldið um borð í Óðin.
Leiðsögnin er gestum að kostnaðarlausu og fer fram á íslensku.
Upplýsingar um viðburðinn á heimasíðu safnsins má finna hér.