• 02/05/2017

  Mansal á landnámsöld – leiðsögn – 18. maí kl. 12:00-12:40.
  Í tilefni af Safnadeginum 18. maí sem haldinn er hátíðlegur á söfnum víða um heim verður boðið upp á hádegisleiðsögn á Landnámssýningunni sem fjallar um þrælahald á Íslandi á tímum landnámsmanna sem í þá daga var bæði algengt og leyfilegt.  Jón Páll Björnsson sérfræðingur á Borgarsögusafni fer með leiðsögnina og eru allir velkomnir.
  Ókeypis er inn á sýninguna á meðan á leiðsögn stendur.
  Upplýsingar um viðburðinn á heimasíðu safnsins má finna hér.
   
  Museum Night 0026 © Roman Gerasymenko