• 19/11/2023

    Ársskýrsla FÍSOS 2023 er komin á vefinn og má finna hér: https://safnmenn.is/um-fisos/fundargerdir/

    Fremst í ársskýrslunni má einnig finna fundargerð síðasta aðalfundar.

    Í ársskýrslunni er svo fjallað um það helsta sem stjórn FÍSOS hefur tekið sér fyrir hendur á liðnu starfsári, en eins og segir í skýrslurnni hafa verkefnin verið fjölbreytt og skemmtileg. Brot úr skýrslunni, skrifað af Anitu Elefsen, formanni stjórnar birtist hér:

    „Stjórnin vann að heilindum að öllum þeim verkefnum sem hún tók sér fyrir hendur og tók þátt í – og hafði í allri þeirri vinnu starfsemi safna, sýnileika þeirra og stöðu í samfélaginu að leiðarljósi. Þrátt fyrir að allir fundir hafi verið fjarfundir hefur stjórninni og verkefnisstjóra tekist að eiga í góðri samvinnu um hin fjölbreyttustu verkefni.

    Á líðandi starfsári hafa söfn ekki þurft að takmarka starfsemi sína vegna heimsfaraldurs – heldur
    hefur rofað til og söfn opnað dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Fjölmörg söfn hafa tekið á móti fleiri
    safngestum en nokkru sinni áður, og er það sannarlega gleðiefni að almenningur sé þyrstur í
    safnheimsóknir nú þegar gáttir veraldarinnar hafa opnast á ný. Safnafólk um land allt hefur sinnt
    starfi sínu af miklum heilindum, metnaði og eldmóð. Ég er þeirrar skoðunar að við safnafólk séum
    einstakt mengi – meðal okkar er gríðarlega fjölbreytt þekking og reynsla. Safnafólk er drífandi,
    duglegt og frjótt. Hugmyndaauðgi og framkvæmdagleði eru allsráðandi – og allt í þágu almennings,
    fólksins í landinu og framtíðarinnar.“