• 17/11/2023

    Reglulega munum við beina sviðsljósinu að safngrip sem leynist á einu af þeim fjölmörgu söfnum á Íslandi. Söfnin velja gripinn og segja stuttlega frá honum. 

    Listasafn Reykjavíkur

    Hver er gripurinn?

    White Noise Black Light (2007), hljóðnæm bakskautsljós, straumbreytar, rafmagnskaplar, heimabíókerfi og hátalarar mynda nokkurskonar ofgnótt efnis og hljóðs. Verkið yfirtekur rýmið og skynjun áhorfenda, á þann hátt að efniviður verksins verður jafnframt það sem ber uppi merkingu þess. Þetta er ekki myndhverfing, heldur foss, úr öðru efni en vatni.

     

    Verkið er unnið af Heklu Dögg Jónsdóttur.

    Yfirlitssýning á verkum Heklu Daggar Jónsdóttur stendur yfir á Kjarvalsstöðum 18.11.2023-29.02.2024. Nánari upplýsingar má finna hér: https://listasafnreykjavikur.is/syningar/hekla-dogg-jonsdottir-0deg-0deg-nulleyja