• 15/03/2023

    Rafræn félagaskírteini

    Nú hafa ný, rafræn og umhverfisvæn félagsskírteini verið send öllum félagsmönnum FÍSOS. Kortunum er hlaðið niður í snjallsíma á einfaldan hátt og eru þau í kjölfarið aðgengileg í símaveski hvers og eins.

    Þau sem ekki geta nýtt sér rafræn skírteini geta prentað skírteinið sitt og framvísað í stað hefðbundins skírteinis.

    Ef ske kynni að einhver hafi ekki fengið tölvupóst með félagsskírteini sínu er viðkomandi bent á að hafa samband við stjórn félagsins: stjorn@safnmenn.is