• 13/03/2023

    Föstudaginn 17. mars munu þrír forverðir frá Listaháskólanum í Varsjá kynna starfsemi forvörsludeildar skólans. Kynningin fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 10.

    Fjallað verður um sögu og skipulag deildarinnar og gerð grein fyrir þeirri aðferðafræði sem þar er beitt við varðveilsu á pappír, leðri, bókum, listaverkum, fornleifum og menningarsögulegum minjum.

     

    Meðlimir hópsins eru:

    Dr. Hab. Monika Jadzinska, prófessor AFA, Deildarforseti forvörsludeildar við Listaháskólann í Varsjá

    Dr. Magdalena Hamlet-Kurmanow, Sérfærðingur í varðveislu og endurgerð bóka 

    Anna Julia Tomkowska, Sérfræðingur í höggmyndum, byggingarlist og fornminjum

     

    Öll velkomin!