• 28/09/2021

    Stjórn FÍSOS – Félags íslenskra safna og safnmanna boðar hér með til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 13.30.

    Fundurinn fer að þessu sinni fram á Fosshóteli, Stykkishólmi.

    Dagskrá aðalfundar:

    1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
    2. Skýrsla formanns um störf félagsins.
    3. Ársreikningur félagsins.
    4. Umræður um ársskýrslu og ársreikning og afgreiðsla reikninga.
    5. Lagabreytingar.
    6. Kosning í stjórn og aðrar trúnaðarstöður. Kosning skal vera leynileg.
      • Kosning fimm manna stjórnar til tveggja ára í senn, formaður og
        meðstjórnandi annað árið en varaformaður, gjaldkeri og ritari hitt árið.
      • Kosning tveggja varamanna til tveggja ára, eins varamanns annað árið
        en annars hitt árið.
      • Kosning skoðunarmanns reikninga til tveggja ára, eins skoðunarmanns
        annað árið og annars skoðunarmanns hitt árið.
      • Kosning farskólastjóra til eins árs.
    7. Ákvörðun ársgjalds félagsmanna og stofnana.
    8. Önnur mál.

    Óskað er eftir framboðum til stjórnar í stöðu varaformanns, gjaldkera og ritara. Þá er einnig lýst eftir framboði til varamanns í stjórn sem og eins skoðunarmanns reikninga.

    Áhugasamir geta lýst yfir framboði með því að senda tölvupóst á stjorn@safnmenn.is. Kjörgengi hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa árgjald félagsins fyrir aðalfund eða eru heiðursfélagar.


    Vægi atkvæða á fundum félagsins er einn félagsmaður, eitt atkvæði og ein stofnun, eitt atkvæði. Fer forsvarsmaður stofnunar með atkvæði hennar á
    fundum félagsins eða fulltrúi í umboði hans.

    Bestu kveðjur frá stjórn FÍSOS,

    Í stjórn félagsins 2020-2021 sitja:

    Formaður: Anita Elefsen, Síldarminjasafn Íslands.
    Varaformaður: Gunnþóra Halldórsdóttir, Kvikmyndasafn Íslands.
    Gjaldkeri: Jón Allansson, Byggðasafnið á Görðum.
    Ritari: Ingibjörg Áskelsdóttir, Borgarsögusafn Reykjavíkur.
    Meðstjórnandi: Þóra Sigurbjörnsdóttir, Hönnunarsafn Íslands.
    Varamenn: Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarður Reykjavíkur og Sigríður
    Þorgeirsdóttir, Þjóðminjasafn Íslands.