• 30/03/2020

  Þann 21. mars 2020 var tilkynnt um aðalúthlutun safnasjóðs 2020.

  Samkvæmt frétt á heimasíðu safnaráðs þá úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra að fenginni umsögn safnaráðs alls 177.243.000 kr., þar af voru veittir 111 styrkir til eins árs að heildarupphæð 139.543.000 kr. Þá voru veittir í fyrsta sinn Öndvegisstyrkir þrettán að tölu sem skiptast svo: fyrir árið 2020 kr. 37.700.000, fyrir árið 2021 kr. 40.700.000 og fyrir árið 2021 kr. 32.000.000. Heildarupphæðin fyrir styrktímann er 110.400.000 kr.

  FÍSOS fékk fjóra verkefnastyrki:

  • Námskeið fyrir safnafólk á Norðurlandi: Varðveislu safngripa á sýningum með áherslu á uppsetningu þeirra fyrir safnafólk – 500.000 kr.
  • Farskóli FÍSOS 2020 – Vestmannaeyjar – 1.800.000 kr.
  • Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2020 – 1.000.000 kr.
  • Safnablaðið Kvistur – 700.000 kr.

  FÍSOS þakkar kærlega fyrir styrkina og viðurkenninguna sem í þeim felst.