• 30/03/2020

  FÍSOS og ICOM á Íslandi óskaði eftir ábendingum frá almenningi, stofnunum og félagasamtökum um safn eða einstök verkefni á starfssviði safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku safnastarfi til framdráttar og var skilafrestur 15. mars síðastliðinn.

  Það er skemmst frá því að segja að valnefndinni bárust 47 tilnefningar til 34 verkefna þar sem a.m.k. 21 safn kemur við sögu ásamt fleiri stofnunum og samstarfsaðilum.

  Valnefndin tilnefnir þrjú söfn eða verkefni úr innsendum ábendingum og verður tilkynnt 4. maí 2020 hver þau eru.

  Ráðgert er að tilkynna svo hvaða safn eða verkefni hlýtur hin eftirsóttu verðlaun á alþjóðlega safnadeginum þann 18. maí 2020 ef aðstæður í þjóðfélaginu leyfa vegna Covid19. Við hlýðum Víði.

  FÍSOS og ICOM á Íslandi þakkar öllum þeim sem sendu inn ábendingu og gleðst yfir þeim fjölda ábendinga sem barst sem sýnir fram á hið gróskumikla og öfluga starf sem fer fram á söfnum um land allt.

  Takk fyrir!