• 25/10/2019

  Á aðalfundi félagsins þann 2. október sl. kölluðu fundarmenn eftir að tímasetningar fyrir farskóla næstu ára yrðu fljótlega settar fram.
  Stjórn FÍSOS hefur nú leitað eftir fulltrúum til að taka að sér utanumhald tilvonandi skóla og hafa viðtökur verið hreint út sagt frábærar.

  Farskóli FÍSOS – Árin 2020 – 2023

  • Farskóli FÍSOS 23. -25. september 2020 – Vestmannaeyjar
   • Farskólastjóri Hörður Baldvinsson
  • Farskóli FÍSOS 15.-17. september 2021 – Stykkishólmur
   • Farskólastjóri Hjördís Pálsdóttir
  • Farskóli FÍSOS 14.-16. september 2022 – Egilsstaðir/Fjarðabyggð
   • Farskólastjórn Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Pétur Sörensson
  • Farskóli FÍSOS september 2023 – ÚTLÖND
   • Býður þú þig fram?

  Stjórn FÍSOS þakkar kærlega fyrir góðar undirtektir og viðbrögð á meðal félagsmanna. Farskólar eru frábært tækifæri til að efla tengslin og göfga andann og verður gaman að hittast á ný hvort sem er í Eyjum, í Hólminum, á Austurlandi eða á erlendri grundu.