• 18/11/2019

  Nathalie úrskýrir efnisval fyrir áhugasömum þátttakendum.

  Föstudaginn 15. nóvember sl. hélt FÍSOS námskeiðið Uppsetningu (mounting) safngripa á sýningum í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur. Leiðbeinendur voru Nathalie Jacqueminet og Ingibjörg Áskelsdóttir sem báðar eru forverðir og safnafræðingar.
  Ólöf Bjarnadóttir fá Hafnarborg lærir á pappa.

  Farið var yfir efnisval, tækni og tól þegar kemur að uppsetningu safngripa á sýningum, með verklegri kennslu seinni hluta dagsins.  Þáttakendur voru 13 og voru þeir sammála um það að námskeiðið hafi verið bæði fróðlegt og gagnlegt.
  Þátttakendur spreyta sig á að búa til uppsetningu úr vír.

  Námskeiðið var styrkt af safnsjóði, Borgarsögusafni Reykjavíkur og FÍSOS.
  FÍSOS þakkar öllum þeim sem tóku þátt sem og Nathlie og Ingibjörgu fyrir utanumhald og námskeiðshald. Þá þakkar FÍSOS safnasjóði og Borgarsögusafni Reykjavíkur fyrir stuðninginn.