• 25/10/2019

  Aðalfundur FÍSOS var haldinn 2. október sl. í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði. Fundinn sóttu um 70 félagar sem voru komnir til Patreksfjarðar til að taka þátt í farskóla félagsins.
  Kosið var til stjórnar félagsins og voru endurkjörin Gunnþóra Halldórsdóttir, Ingibjörg Áskelsdóttir, Jón Allansson og Hjörtur Þorbjörnsson. Þá voru Anna Lísa Guðmundsdóttir og Lýður Pálsson kosin skoðunarmenn reikninga.
  Heiðurfélagi FÍSOS 2019 var útnefndur Ólafur Axlesson en frekar má lesa um þann heiðursmann hér.
  Frekari upplýsingar um fundinn er að finna í eftirfarandi fundargerð  – FÍSOS Aðalfundur 2019 Skjaldborgarbíó Patreksfjörður
  Þá er að finna hér ársskýrslu formanns – FÍSOS Árskýrsla 2018-2019
  Stjórn FÍSOS þakkar fundarmönnum fyrir góðan og gagnlegan fund. Þá eru Hönnu Rósu Sveinsdóttur  og Ágústu Rós Árnadóttur veittar þakkir fyrir fundarstjórn og fundarritun.