• 17/05/2017

    Geirfugl_low_resÁrið 1844 veiddu Íslendingar síðustu geirfuglana og útrýmdu þar með tegundinni. Náttúrufræðistofa Kópavogs tekur þátt í alþjóðlega safnadeginum 2017 og vinnur með þema dagsins, söfn og erfiðar sögur, með því að vekja athygli á örlögum geirfuglsins með uppsetningu í anddyri safnsins. Geirfuglinn var eitt sinn var útbreiddur við Norður-Atlantshaf, en laut endanlega í lægra haldi fyrir gegndarlausri ofveiði og söfnunaráráttu mannsins. Varpað er fram spurningum varðandi umgengni og viðhorf okkar til náttúrunnar nú á tímum, þegar framboð af upplýsingum hefur aldrei verið meira og aðgengi að þeim aldrei greiðara.
    Heimasíða Náttúrufræðastofu Kópavogs