„Dýrin mín stór og smá“ er yfirskrift 12. Listahátíðar barna í Reykjanesbæ sem nú stendur sem hæst. Hátíðin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, allra 10 leikskólanna, allra 6 grunnskólanna, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og dansskólanna.
Það er gríðarlega fjölbreytt dýralíf í húsunum um þessar mundir og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið að líta við hjá okkur á þessar frábæru sýningar sem vekja mikla hrifningu jafnt hjá börnum sem fullorðnum.
Sýningarnar standa til 21. maí. Opið er alla daga frá kl. 12 – 17 og er aðgangur ókeypis.