• 17/05/2017

    Listasafn Árnesinga
    Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí – dagskrá í Listasafni Árnesinga:
    HEIMKYNNI – Sigrid Valtingojer og ÓÞEKKT – Tinna Ottesen   kl. 12:00-18:00
    Í Listasafni Árnesinga standa nú tvær sýningar sem báðar eiga erindi við yfirskrift safnadagsins í ár, sem er Söfn og umdeild saga: Að segja það sem ekki má segja í söfnum. Báðar sýningarnar taka á erfiðum umræðum í samfélaginu í dag því auk þess að kynna áhugaverð listaverk þá tengist Sigrid Valtingojer málefnum flóttamanna og lét sér þau varða og Tinna Ottesen veltir upp áhugaverðum hugleiðingum m.a. um tengsl okkar við náttúruna.
    Sjá nánar á www.listasafnarnesinga.is
    ÓPERAN GILITRUTT eftir Þórunni Guðmundsdóttur  kl. 18:00
    Söfn eru vettvangur samskipta og á safnadaginn, fimmtudaginn 18. maí kl. 18:00 verður boðið upp á sýningu á óperunni Gilitrutt eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Flytjendur eru söngnemendur, eldri strengjasveit og blásarar frá Tónlistaskóla Árnesinga.
    Flutningur óperunnar tengist þema vetrarins hjá skólanum sem er „Kventónskáld“.
    Aðgangur að safninu og óperunni er ókeypis og allir velkomnir.