• 02/05/2017

    Sérfræðingaspjall um  val og forvörslu á sýningargripum  – 18. maí kl. 12:15-13:00
    Sérfræðingar á Árbæjarsafni tekur  á móti gestum í sjóminjageymslu safnsins og fræðir þá um valda muni sem notaðir verða á nýrri sýningu í Sjóminjasafninu í Reykjavík sem opnuð verður um mitt ár 2018 og er afar metnaðarfull. Hollenska fyrirtækið KOSSMAN.DEJONG og valið teymi starfsmanna Borgarsögusafns standa að gerð sýningarinnar. Það eru mörg handtökin við undirbúning svo stórrar sýningar og eitt af því er að hreinsa og forverja sýningargripi sem gestir verða fræddir í allan sannleik um. Þetta er einstakt tækifæri til þess að forvitnast um val á safngripum sem notaðir eru á sýningum og spjalla við sérfræðinga safnsins.
    Tekið verður á móti gestum í miðasölu safnsins kl. 12:15 og þaðan verður haldið í munageymsluna.
    Upplýsingar um viðburðinn á heimasíðu safnsins má finna hér. 
    IMG_1064