• 02/05/2017

    Leiðsögn um varðveisluhús Árbæjarsafns – 18. maí kl. 12:00-12:40
    Í tilefni af Safnadeginum 18. maí sem haldinn er hátíðlegur á söfnum víða um heim mun Árbæjarsafn opna Vörðuna sem er nýbyggt varðveisluhús safnsins. Þar má finna ótal fjölda gersema sem varðveittar verða á safninu um ókomna tíð. Gerður Róbertsdóttir verkefnastjóri munavörslu verður með leiðsögn um húsið kl. 12:00 og fræðir gesti um aðferðir og hugmyndir á bak við varðveislu safngripa.
    Leiðsögnin er ókeypis en athugið að skráningar er krafist og aðeins 12 manns komast að. Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á:  skraning@borgarsogusafn.is
    Mæting er í miðasölu Árbæjarsafns kl. 12 þaðan sem haldið verður í varðveisluhúsið.
    Upplýsingar um viðburðinn á heimasíðu safnsins má finna hér.
    IMG_1056