FÍSOS er aðili að NAME (Nordic Associations of Museum Education) sem var nú í desember að gefa út rit tileinkað safnfræðslu. Í ritinu er að finna samantekt á vel heppnuðum verkefnum á Norðurlöndunum og að sjálfsögðu eru íslensk verkefni þar á meðal. Ritið ber heitið Nordic Inspiration: Fresh approaches to museum learning.
Nordic Inspiration skartar fjölda vel heppnaðra fræðsluverkefna hjá norrænum söfnum. Það endurspeglar þá miklu grósku sem á sér stað í fræðslumálum safna þessara landa. Útgáfan er fyrst og fremst hugsuð sem praktísk handbók sem nýst getur starfsfólki safna og allra þeirra sem koma að fræðslumálum á menningarsviðinu. Ritið á að veita innblástur til ennfrekari grósku og metnaðarfullra verkefna. Ritið samanstendur af greinum, viðtölum og myndasyrpum um fjögur til fimm verkefni frá hverju landi. Verkefnin eru fjölbreytileg en eiga það sameiginlegt að hafa nú þegar komið til framkvæmdar. Hér er því um að ræða samansafn verkefna sem hafa gefist vel og sum þeirra hafa jafnvel unnið til verðlauna í sínu heimalandi.
Hægt er að sækja Nordic Inspiration á rafræni formi hér.