• 15/01/2016

    Póstlisti safnmanna hefur verið óvirkur núna síðan fyrir jól. Unnið er að því að koma listanum aftur í gang þannig að safnafólk getur haldið áfram sínum hefðbundnu póstsendingum.
    Bilunin varð til þess að margar jólakveðjur sem áttu að berast til félagsmanna frá söfnum og öðrum kollegum bárust ekki. Beðist er velvirðingar á því sem og öðrum óþægindum sem hafa orðið vegna bilunarinnar.
    Á meðan póstlistinn er óvirkur má benda á Facebook síðu félagsins, eins heldur Safnafræði við Háskóla Íslands uppi líflegum hópi á samfélagsmiðlinum.