• 05/01/2016

  Kæra safnafólk,
  Stjórn FÍSOS ákvað nú nýlega að leggja til að safnadagurinn í ár verði þann 18. maí. Að venju er dagurinn haldinn í samstarfi við Íslandsdeild ICOM. Markmiðið með deginum er að kynna og efla faglegt safnastarf á Íslandi.
  Á síðasta ári var íslenski safnadagurinn færður nær alþjóðlega Alþjóðlega safnadeginum og var haldinn þann 24. maí 2015. Í ár vill félagið ganga skrefinu lengra og halda daginn hátíðlegan sama dag og alþjóðlega safnadaginn. Með því móti geta söfn nýtt betur kynningarefni frá ICOM og vakið meiri athygli á sinni starfsemi og finna sig frekar sem hluta að alþjóðlegu safnasamfélagi í kringum þennan dag.
  Einnig er vert að benda á að 18. maí 2016 er miðvikudagur!
  Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum. ICOM leggur til þema ár hvert og 2016 er unnið eftir yfirskriftinni „Söfn og menningarlandslag“ (e. Museums and cultural landscape). Að halda safnadaginn í samhengi við þann alþjóðlega gefur aukin tækifæri til þess að vinna markvisst að því að efla faglegt safnastarf með ákveðið alþjóðlegt þema að leiðarljósi hverju sinni.
  http://icom.museum/activities/international-museum-day/imd-2016/
  Við viljum endilega heyra hvað ykkur finnst um þessar breytingar.
  Kveðja f.h stjórnar Elísabet