• 10/11/2014

    Miðvikudaginn 19. nóvember verður hádegisfyrirlestur FÍSOS í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl.12-13.
    Fyrirlesturinn að þessu sinni kallast ‘Ljáðu mér vængi’ – Hlutverk Gagarín í sýningahönnun.

    Ásta Olga Magnúsdóttir verkefnastjóri hjá Gagarín mun fjalla um hvernig unnið er með gagnvirkni, áþreifanleika til að gera upplifun gesta ríkari á sýningum og söfnum. Með því að fá vera þátttakandi á fjölbreytilegan hátt í sýningum sem þó hafa skýran söguþráð og sýn er hægt að takast á loft í ferðum okkar um heima vísindanna, sagnfræðinnar, menningarinnar, listarinnar.
    Gagarín hefur síðustu ár unnið að fjölmörgum sýningum og margmiðlunarlausnum fyrir söfn bæði hér á landi og erlendis og í fyrirlestrinum verða tekin fyrir ný sýningaratriði sem Gagarín gerði fyrir Mannréttindasafnið í Winnipeg sem og fyrir Eldheimasýninguna í Vestmannaeyjum.

    Að venju verður fyrirlesturinn tekinn upp og gerður aðgengilegur á heimasíðu FÍSOS, en félagið hvetur félagsmenn sína og aðra áhugasaama til þess að mæta á miðvikudaginn!