• 13/10/2014

  https://www.youtube.com/watch?v=0UG1wWqctdc&feature=youtu.be
  AlmaDís Kristinsdóttir var með hádegisfyrirlestur þann 9. október um fræðsluverkefnið Farvegur myndlistar til framtíðar:  fróðleikur og 25 verkefni fyrir grunnskólanemendur og kennara.
  Söfn og skólar eiga það sameiginlegt að miðla þekkingu. Eitt af megin hlutverkum safna er gera safnkost sinn aðgengilegan. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur um nokkurt skeið haft safneign sína aðgengilega á netinu og var sú aðgerð frumkvöðlastarf í íslensku safnastarfi. Kennarar geta nýtt sér báða gagnagrunna við kennslu www.sarpur.is og www.lso.is en hér er stuðst við hinn síðarnefnda.
  Verkefnið Farvegur myndlistar til framtíðar er safnfræðsluverkefni til að auðvelda kennurum og nemendum aðgengi að listaverkum Sigurjóns Ólafssonar. Það samanstendur annars vegar af upplýsingapakka fyrir kennara þar sem fróðleikur og gagnlegar upplýsingar um listaverkin sem valin hafa verið fyrir grunnskólanema á yngsta, mið- og efsta stigi og hinsvegar tuttugu og fimm verkefnum sem snúast um að rýna nánar í listaverkin, vekja umræðu um þau og búa til sín eigin verkefni út frá þeim.
  Tilgangur verkefnisins er sá að grunnskólakennarar geti nýtt sér rafræna listaverkaskrá safnsins í kennslu. Þó að upplifun á myndlist sé yfirleitt sterkust í návígi þ.e.a.s. fyrir
  framan listaverk þá gerir verkefnið Farvegur myndlistar til framtíðar kennurum og nemendum kleift að njóta listaverka Sigurjóns Ólafssonar hvar sem er á landinu. Með þeim hætti eykur safnið möguleika fólks í framtíðinni til að læra um og njóta myndlistar.
  Glærur. Farvegur myndlistar til framtíðar