• 06/10/2014


    Fyrir aðalfund FÍSOS var Safnaráð með fræðslufund um umsóknir í safnasjóð, skilgreiningu verkefna og aðra styrki. Markmið fundarins er að efla þekkingu þeirra sem sækja um styrki í sjóðinn á fyrirkomulagi sjóðsins, hvernig skilgreina skuli verkefni og kynna styrki Þróunarsjóðs EFTA á sviði menningarmála sem margar fyrirspurnir bárust um s.l. vor. Til máls tóku:
    Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs -Umsóknir í safnasjóð 2015. Eiríkur Stephensen, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís: Um skilgreind verkefni. Þorgeir Ólafsson, upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneyti: Þróunarsjóður EFTA og menningarsamstar. Haraldur Þór Egilsson, forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri: Að horfa út fyrir sjóndeildarhringinn. Samstarf safna á norður- og austurlandi við Norður Noreg.


    Aðalfundur FÍSOS
    Stjórn situr óbreytt og kynnti Bergsveinn Þórsson formaður störf félagsins ásamt verkefnastýru, Elísabetu Pétursdóttur. Jón Allansson gjaldkeri kynnti ársreikning félagsins og skýrði einstaka liði. Fyrir hönd farskólastjórnar 2014 tóku Linda Ásdísardóttir og Helga Maureen Gylfadóttir saman hvernig til tókst í Farskóla safnmanna í Berlín 14.-18. september. Farskóli 2015 með þemað forvörslu, verður á Höfn í Hornafirði og Farskólastjóri verður Vala Garðarsdóttir.  Þóra Sigurbjörnsdóttir var með öfluga kynningu fyrir hönd aðgerðarhóps um þörf á að auka virði og gildi safnastarfs og hvaða fyrstu skref hópurinn ætlar að stíga til þess að auka verðmæti þessa starfa.