• 27/09/2014

  Minnum á aðalfund FíSOS og fræðslufund Safnaráðs, föstudaginn 3. október.

  Spennandi og áhugaverð dagskrá í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins frá 13:30-17:00
  ALLIR HVATTIR TIL AÐ MÆTA

  Dagskrá
  kl.13:30-15:00
  FRÆÐSLUFUNDUR SAFNARÁÐS
  VERKEFNI, UMSÓKNIR OG AÐRIR STYRKIR
  Safnaráð boðar til fræðslufundar þann 3. október kl. 13:30 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns um umsóknir í safnasjóð, skilgreiningu verkefna og aðra styrki. Markmið fundarins er að efla þekkingu þeirra sem sækja um styrki í sjóðinn á fyrirkomulagi sjóðsins, hvernig skilgreina skuli verkefni og kynna styrki Þróunarsjóðs EFTA á sviði menningarmála sem margar fyrirspurnir bárust um s.l. vor.
  Dagskrá:
  13:30 – Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs -Umsóknir í safnasjóð 2015
  13:50 – Eiríkur Stephensen, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís: Um skilgreind verkefni
  14:20 – Þorgeir Ólafsson, upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneyti: Þróunarsjóður EFTA og menningarsamstarf
  14:50 – Haraldur Þór Egilsson, forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri: Að horfa út fyrir sjóndeildarhringinn. Samstarf safna á norður- og austurlandi við Norður Noreg.
  Að fundi loknum verður boðið upp á kaffi frá kl.15:00-15:15 og þá tekur við

  AÐALFUNDUR FÍSOS. 

  Dagskrá aðalfundar:
  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla formanns um störf félagsins. Skýrðir reikningar félagsins. Umræður um þessa liði og afgreiðslu þeirra.
  a) Lagabreytingar. Það hefur lengi verið ætlunin að skerpa betur á mismunandi aðild safna og síðan safnmanna. Utanfélagsgjald t.d gjald fyrir þá sem taka þátt í farskóla en eru utanfélags.
  3. Kosning í stjórn. Kosning fimm stjórnarmanna og tveggja varamanna.
  4. Kosning skoðunarmanns reikninga til tveggja ára. Eins skoðunarmanns annað árið og annars skoðunarmanns hitt árið.
  5. Ákveðið árgjald félagsmanna og stofnanna.
  6. Farskóli.
  a) Kosning farskólastjóra 2015
  b) Uppgjör og umræður á farskóla í Berlín 2014.
  7. Önnur mál.
  a) Aðgerðir kynntar til að auka virði og verðmæti starfa á sviði safna.