• 01/07/2014


    Ásgerður María Franklín var með fyrirlestur úr MA verkefni sínu í safnafræði „Glapráð hvíta mannsins.“ Frumbyggjar Norður-Ameríku og Þjóðminjasafn Íslands
    Í fyrirlestrinum var fjallað um sögu frumbyggja Norður-Ameríku tengda minjasöfnum og tilkall þeirra til nýrra hugmynda um eigin menningarhætti. Einnig hvernig hugmyndir þeirra og aðferðir eru ólíkar hefðbundinni safnafræði og hvernig samvinna safna og frumbyggja gæti verið. Litið er einnig til þess hvernig viðhorf  Íslendingar höfðu til frumbyggja norður–Ameríku, þegar þeir fluttu þangað á seinni hluta nítjándu aldar.
    Glærur fyrirlestur 27. júní