• 05/05/2014

    Vinsamlegast gefið ykkur örfáar mínútur til þess að svara könnun um hvort sameina eigi íslenska safnadaginn við Alþjóðlega safnadaginn 2015.
    Í umræðu á póstlistanum í mars 2014 kom fram sú hugmynd hvort sameina ætti íslenska safnadaginn í júlí við Alþjóðlega safnadaginn þann 18. maí 2015. Margt mælir með þessu og ekki síst hið alþjóðlega samhengi. Söfn eru alþjóðleg fyrirbæri og undanfarin ár hafa 30 þúsund söfn í 120 löndum tekið þátt með ýmsum viðburðum í kringum alþjóðlega safnadaginn. Í umræðunni kom einnig kom fram það sjónarmið að blóðugt er fyrir söfn að hafa frítt inn í júlí á íslenska safnadaginn þegar ferðamannastraumurinn er sem mestur. Hins vegar eru mörg söfn lokuð í maí og spurning hvort þau gætu og vildu opna söfnin á þessum tíma ?  Mögulega þjónustað þannig nærsamfélagið þegar ferðamannastraumurinn er minni ?
    Það er nauðsynlegt að fá álit fleiri aðila á þessu máli, til þess að stjórn FíSOS geti tekið upplýsta og málefnalega ákvörðun.  Því biðjum við sérstaklega forstöðumenn safna að svara þessari örstuttu könnun um sameiningu Íslenska safnadagsins við alþjóðlega safnadaginn árið 2015.
    könnunin opnast í öðrum glugga:
    https://www.surveymonkey.com/s/775YQVC