• 03/05/2014

    FíSOS í samstarfi við Safnabókina verður með örnámskeið í samfélagsmiðlum fyrir safnafólk því að kostnaðarlausu frá kl. 10-12 þann 15. maí í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.  Safnafólk getur mætt með tölvuna sína og fengið aðstoð Önnu Lísu Björnsdóttur til þess að stofna Facebook síður, Twitter reikninga, Instagram og Pinterest.  Farið verður yfir hvernig er hægt að nota þessa miðla til kynningar á starfsemi safna og auka þannig sýnileika safnanna á samfélagsmiðlum.  Á námskeiðinu skoðum við sérstaklega hvernig söfn geta nýtt sér samfélagsmiðla á viðburðum eins og hinni árlegu safnaviku Twitter og Alþjóðadag safna þann 18. maí.
    Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda línu á elisabet@safnmenn.is
    Við minnum einnig á að málþing FÍSOS í samstarfi við íslandsdeild ICOM og safnafræði HÍ „Staða og framtíð safna“, hefst klukkan 13:00 sama dag í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands og því tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi.