• 28/02/2014

    Félag íslenskra safna og safnmanna gagnrýnir það verklag sem var viðhaft við úthlutun fjármagns af fjárlagalið græna hagkerfisins til minja- og húsverndar. Undanfarin ár hefur úthlutun styrkja verið komið í faglegri farveg í gegnum opinbera fagsjóði þar sem umsóknir eru metnar af fjölskipuðum fagnefndum, t.d. fornminjasjóð, safnasjóð og húsverndarsjóð. Fjármunir til málaflokksins eru takmarkaðir og gagnrýnivert að úthlutað skuli án möguleika á umsóknum og framhjá þeim verkferlum sem unnið hefur verið eftir undanfarin ár.