• 13/09/2013

  Stjórn FÍSOS boðar til aðalfundar þann 26. september næstkomandi kl. 12:00. Fundurinn verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Fundurinn er hluti af dagskrá Farskólans.
  Dagskrá aðalfundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla formanns um störf félagsins. Skýrðir reikningar félagsins. Umræður um þessa liði og afgreiðslu þeirra.
  3. Kosning í stjórn. Kosning fimm stjórnarmanna og tveggja varamanna.
  4. Kosning skoðunarmanns reikninga til tveggja ára. Eins skoðunarmanns annað árið og annars skoðunarmanns hitt árið.
  5. Farskóli 2014: Kynning og umræður.
  6. Íslenski safnadagurinn: Umræður.
  7. Önnur mál.