• 14/09/2012

  Stjórn FÍSOS boðar til aðalfundar þann 20. september næstkomandi kl. 12:00. Fundurinn verður haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
  Dagskrá aðalfundar:
  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla formanns um störf félagsins. Skýrðir reikningar félagsins. Umræður um þessa liði og afgreiðsla þeirra.
  3. Kosning skoðunarmanns reikninga til tveggja ára. Eins skoðunarmanns annað árið og annars skoðunarmanns hitt árið.
  4. Kosning farskólastjóra til eins árs
  5. Starfshópur um breytt hlutverk FÍSOS kynnir drög að skýrslu um breytingar á félaginu í kjölfar nýrra safnalaga.Umræður.
  6. Safnabókin. Umræður
  7. Önnur mál.
  Kveðja,
  Stjórnin