Alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi 2016

Alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi

Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 18. maí 2016 og munu söfn víðsvegar um landið bjóða upp á sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. Markmið alþjóðlega safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum.

Dagskráin á Íslandi

Tökum yfir samfélagsmiðlana

Við ætlum að líta út fyrir veggi safnsins og segja frá leyndarmálum, forvitnilegum staðreyndum eða öðrum fræðslu – og skemmtimolum “utan” safnsins sem vísun í þema dagsins í ár “söfn og menningarlandslag”. ‪#‎útumgluggann‬ ‪#‎safnadagurinn2016‬

Söfn um allan heim

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum. Söfn um allan heim skipuleggja dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert öll árin síðan 1977.