Á árunum 2014-2016 voru að jafnaði haldnir fyrirlestrar einu sinni í mánuði á vor- og haustönn, þar sem safnastarf er krufið til mergjar frá ýmsum ólíkum hliðum. Hér má sjá upptökur frá þessum fyrirlestrum.
Þann 26. maí 2016 var Ragnhildur Zoega með erindi í fyrirlestrasal Safnahússins við Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík kl.12-13. Möguleikar í evrópsku samstarfi Ragnhildur Zoega verkefnastjóri Rannsóknarmiðstöð Íslands-Rannís kynnti þá flokka til styrkumsókna, sem söfn og safnafólk geta nýtt sér innan Creative Europe, evrópsku menningaráætlunarinnar. Með fylgjandi er Dummy umsókn og lesa má um ýmis verkefni , veitta styrki og fleira, innan styrkjaáætlunarinnar hér: www.eacea.ec.europa.eu/grants_en
Sækja skjal Horfa á myndbandÞann 27. apríl 2016 var Ólöf Vignisdóttir safnafræðingur með skemmtilegt og áhugavert erindi úr efni MA ritgerðar sinnar í safnafræði við Háskóla Íslands. Framleiddur sannleikur. Greining á safnastarfi á Íslandi eftir áróðursmódeli Herman og Chomsky Safnastarf á Íslandi er greint eftir áróðursmódeli Herman og Chomsky fyrir fjölmiðla. Litið er svo á að söfn séu fjölmiðill og þess vegna sé hægt að heimfæra þetta módel á safnastarf. Áróðursmódel þeirra Herman og Chomsky er tekið fyrir og jafnframt kenningar um það vald sem söfn taka sér yfir sögunni og „sannleikanum“ eru skoðaðar. Að lokum eru áróðursmódelin fimm síur yfirfærðar á safnastarf á Íslandi í samhengi við þær kenningar um þetta vald sem söfn taka sér í safnafræði. Þegar sjálfstæði safna er skoðað er það ekki jafnt í orði og á borði.
Sækja skjal Horfa á myndbandÞema alþjóðlega safnadagsins og aðal ráðstefnu ICOM 2016 er Söfn og menningarlandslag. Þann 31. mars var fyrirlestur mánaðarins tileinkaður þemanu. Er það von félagsins að auknar umræður um þema ICOM og kynningar á verkefnum hér á landi hjálpi söfnum að skipuleggja viðburði sína fyrir Alþjóðlega safnadaginn á Íslandi þann 18. maí. Flutt voru eftirfarandi örerindi: -Bjarni Guðmundsson Ræktunarminjar – milli þúfna og undir þaki -Hjörtur Þorbjörnsson Menningarlandslag og lifandi safnkostur -Sólrún Inga Traustadóttir Árbær í nýju ljósi – gamli bærinn grafin upp Mikilvægt er að Alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi veki athygli almennings og allra sem að standa, á starsfemi safna, á hugvitsamlegan og skemmtilegan hátt og sé safnastarfi á Íslandi til framdráttar.
Horfa á myndbandÞann 28. janúar 2016 var fyrsti fyrirlestur ársins. Ásdís Spanó, verkefnastjóri og Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistamanna (SÍM) kynntu drög að samningi um þátttöku og framlag myndlistarmanna til sýningarhalds í opinberum listasöfnum, í kjölfar herferðinnar sem SÍM hefur staðið fyrir “VIÐ BORGUM LISTAMÖNNUM”.
Sækja skjal Horfa á myndbandÞann 9. desember 2015 var síðasti fyrirlestur ársins. Að venju var hann haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Valdimar Gunnarsson formaður Félags áhugamanna um skrímslasetur var með sérlega áhugaverðan fyrirlestur um einstaka sögu og uppbyggingu Skrímslasetursins í Bíldudal og hverju samtakamátturinn getur áorkað.
Horfa á myndbandÞann 14. október 2015 voru Bjarki Sveinbjörnsson og Jón Hrólfur Sigurjónsson frá Tónlistarsafni Íslands með áhugavert erindi: Stafræn yfirfærsla gamalla hljóðrita og rafræn varðveisla sýninga. Undanfarin ár hafa starfsmenn Tónlistarsafns Íslands unnið að því að afrita gömul hljóðrit yfir í stafræn form. Upphaf þess var yfirfærsla á hljóðritasafni Stofnunar Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum árið 2003, vinna sem síðar hefur undið upp á sig. Efninu er síðan miðlað í gagnagrunninum www.ismus.is sem er rekinn sameiginlega af Tónlistarsafni Íslands og Árnastofnun. Að varðveita hljóðupptökur í stafrænu formi er það form sem samtíminn notar og er afar hentugt til miðlunar til almennings. Þá hefur Tónlistarsafn gert tilraun með, í samvinnu við Einar Jón Kjartansson hönnuð að varðveita sýningar með rafrænum hætti. Í fyrirlestrinum munu starfsmenn Tónlistarsafns Íslands, Bjarki Sveinbjörnsson og Jón Hrólfur Sigurjónsson kynna þessa starfsemi Tónlistarsafns Íslands.
Horfa á myndbandÞann 18. mars 2015 fluttu Marta Guðrún Jóhannesdóttir safnafræðingur, Guðný Dóra Gestsdóttir forstöðumaður Gljúfrasteins og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir myndlistarmaður og búningahönnuður fyrirlesturinn: Margar hliðar, mörg sjónarhorn: Tekist á við ævi og verk Auðar Sveinsdóttur á Gljúfrasteini. Sýningarteymið fjallaði um gerð sýningarinnar Auður á Gljúfrasteini – Fín frú, sendill og allt þar á milli, sem sett var upp í Listasal Mosfellsbæjar haustið 2014. Rætt var um aðdragandann að sýningunni, aðferðafræðina sem hún byggir á og hönnun hennar. Einnig verður sagt frá viðtökum sýningarinnar og tilraun þeirra sem að henni standa til þess að laða fram ólíkar frásagnir af Auði Sveinsdóttur á Gljúfrasteini.
Horfa á myndbandÞann 18. febrúar 2015 flutti Inga Lára Baldvinsdóttir erindi um myndbirtingar safna i hinu rafræna umhverfi. Litið var til þess í alþjóðlegu samhengi hvernig söfn eru að takast á við að tryggja aðgengi að sínum safnkosti í miðlun á netinu. En einnig hver staða íslenskra safna er í þessu tilliti. Inga Lára fór fyrir hönd FÍSOS þann 21. janúar 2015 á ráðstefnuna MIND THE GAP, Afstanden mellem hvad arkiver, biblioteker og museer gerne vil med ”vores” billeder og film, brugernes forventninger – og hvad vi må.
Horfa á myndbandÞann 21. janúar 2015 hélt Bergsveinn Þórsson þáverandi formaður FÍSOS fyrirlestur um 22. ráðstefnu NEMO (Network of European Museum Organisations) undir heitinu “LIVING TOGETHER IN A SUSTAINABLE EUROPE – MUSEUMS WORKING FOR SOCIAL COHESION”. Ráðstefnan fór fram dagana 6.-8. nóvember 2014. Bergsveinn Þórsson og Elísabet Pétursdóttir verkefnastýra FÍSOS sóttu ráðstefnuna fyrir hönd FÍSOS. Þetta var í fyrsta skipti sem félagið sendir fulltrúa sína á þennan vettvang. Ráðstefnan heppnaðist vel og var tíminn nýttur til þess að efla tengslanet við sambærileg samtök í Evrópu. NEMO eru virk samtök, bæði fyrir sérfræðinga safna og samtök safna. Safnafólk er hvatt til þess að kynna sér vefsíðuna þeirra http://www.ne-mo.org/
Horfa á myndbandÞann 19. nóvember 2015 var Ásta Olga Magnúsdóttir verkefnastjóri hjá Gagarín með hádegisfyrirlestur FÍSOS. Fjallaði hún um hvernig unnið er með gagnvirkni og áþreifanleika til að gera upplifun gesta ríkari á sýningum og söfnum. Með því að fá vera þátttakandi á fjölbreytilegan hátt í sýningum sem þó hafa skýran söguþráð og sýn er hægt að takast á loft í ferðum okkar um heima vísindanna, sagnfræðinnar, menningarinnar, listarinnar. Gagarín hefur síðustu ár unnið að fjölmörgum sýningum og margmiðlunarlausnum fyrir söfn bæði hér á landi og erlendis og í fyrirlestrinum verða tekin fyrir ný sýningaratriði sem Gagarín gerði fyrir Mannréttindasafnið í Winnipeg sem og fyrir Eldheimasýninguna í Vestmannaeyjum.
Sækja skjal Horfa á myndbandAlmaDís Kristinsdóttir var með hádegisfyrirlestur þann 9. október 2014 um fræðsluverkefnið; Farvegur myndlistar til framtíðar: fróðleikur og 25 verkefni fyrir grunnskólanemendur og kennara. Söfn og skólar eiga það sameiginlegt að miðla þekkingu. Eitt af megin hlutverkum safna er gera safnkost sinn aðgengilegan. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur um nokkurt skeið haft safneign sína aðgengilega á netinu og var sú aðgerð frumkvöðlastarf í íslensku safnastarfi. Kennarar geta nýtt sér báða gagnagrunna við kennslu www.sarpur.is og www.lso.is en hér er stuðst við hinn síðarnefnda. Verkefnið Farvegur myndlistar til framtíðar er safnfræðsluverkefni til að auðvelda kennurum og nemendum aðgengi að listaverkum Sigurjóns Ólafssonar. Það samanstendur annars vegar af upplýsingapakka fyrir kennara þar sem fróðleikur og gagnlegar upplýsingar um listaverkin sem valin hafa verið fyrir grunnskólanema á yngsta, mið- og efsta stigi og hinsvegar tuttugu og fimm verkefnum sem snúast um að rýna nánar í listaverkin, vekja umræðu um þau og búa til sín eigin verkefni út frá þeim. Tilgangur verkefnisins er sá að grunnskólakennarar geti nýtt sér rafræna listaverkaskrá safnsins í kennslu. Þó að upplifun á myndlist sé yfirleitt sterkust í návígi þ.e.a.s. fyrir framan listaverk þá gerir verkefnið Farvegur myndlistar til framtíðar kennurum og nemendum kleift að njóta listaverka Sigurjóns Ólafssonar hvar sem er á landinu. Með þeim hætti eykur safnið möguleika fólks í framtíðinni til að læra um og njóta myndlistar.
Sækja skjal Horfa á myndbandSigrún Kristjánsdóttir var með fyrirlesturinn Sýningargerð, undirbúningur og framkvæmd sýningar um neyslu í Árbæjarsafni. Fyrirlesturinn fjallaði um hugmyndavinnu og uppsetningu sýningarinnar Neyzlan, sem opnuð var í Árbæjarsafni í júní 2014. Sigrún er sýningarstjóri sýningarinnar. Hvaða áskorunum stóð fólk frammi fyrir ? Hvað má læra af ferlinu ? Athugið að myndskeiðin eru tvö.
Horfa á myndbandSigurjón Baldur Hafsteinsson dósent í safnafræði við Háskóla Íslands fjallaði um nýúkomna bók sína um Hið íslenska reðasafn: BÓKIN UM HIÐ ÍSLENZKA REÐASAFN Nýlega kom út á vegum LIT Verlag í Þýskalandi bókin Phallological Museum. Í fyrirlestrinum var fjallað um tilurð bókarinnar, efnistök og með hvaða hætti safnið er að áliti höfundar verðugt viðfangsefni til fræðilegrar skoðunar.
Sækja skjal Horfa á myndbandSigrún Ásta Jónsdóttir þáverandi forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjarar var með fyrirlestur úr MA rannsókn sinni í safnafræði: Umskipti. Staða, hlutverk og samfélagið um byggðasöfn Á undanförnum tveim áratugum hefur starfsvettvangur íslenskra minjasafna umbreyst. Spurningar hafa vaknað um stöðu og hlutverk hefðbundinna safna eins og byggðasafna þar sem gömlu rökin duga ekki lengur. Á hvaða grundvelli er starfsemi þeirra byggð sem réttlætir að samfélagið standi að rekstri þeirra og þróun? Í fyrirlestrinum fer Sigrún Ásta yfir nokkra punkta úr MA ritgerð sinni sem varpað gætu ljósi á þessa spurningu.
Horfa á myndband