Kvistur

Safnablaðið Kvistur, er fyrst kom út árið 2014, er tímarit fyrir starfsfólk safna og aðra áhugasama um söfn og safnatengd málefni. Tímaritið var í upphafi gefið út af sjálfstætt starfandi fyrirtæki, Safnarútunni, en frá hausti 2016 hefur Félag íslenskra safna og safnmanna, FÍSOS,  annast og borið ábyrgð á útgáfu þess. Þannig fá allir félagsmenn tímaritið í hendur hafi þeir greitt félagsgjöld.

Safnablaðið Kvistur gegnir því mikilvæga hlutverki að veita almenningi gátt inní allar hliðar safnastarfs ásamt því að styrkja fagsvið safna og safnmanna. Tímaritið er miðill þar sem fagfólk á sviði safna og áhugamenn um menningu hafa aðgang að umfjöllun, umræðum og fréttum af íslenskum og erlendum vettvangi. Þar er rými fyrir skoðanaskipti, uppbyggilega gagnrýni, umfjöllun um allar tegundir safna og safnastarf almennt. Ritið er þess utan mikilvæg heimild um starf safnmanna sem er oft ósýnilegt eða er hljótt um.


Kvistur 2020

Sækja skjal

Kvistur 2019

Sækja skjal

Kvistur 2018

Sækja skjal

Kvistur 2017

Sækja skjal

Kvistur 2016

Sækja skjal

Kvistur 2015

Sækja skjal

Kvistur 2014

Sækja skjal

Aðrar útgáfur