Tag Archives: Kvistur

Kvistur 7tbl. komið í hús

Kvistur 7 tbl. – Safnfræðsla sem fag og hreyfiafl

Nýjasta tölublað Kvists er komið út. Þeir félagar sem greitt hafa félagsgjöld fá eintak af blaðinu. Blaðið var sent með bréfpósti til félagsmanna nú í lok október 2020 en eintök af blaðinu eru einnig til sölu í Bóksölu stúdenda á Háskólatorgi.

Eitthvað hefur verið um að heimilisföng félgasmanna voru röng í félagatali og hafa þau blöð sem félaginu hafa verið endursend verið send á ný til félagsmanna með réttum heimilisföngum.

Efst á baugi í sjöunda tölublaðinu er safnfræðsla safna á Íslandi:
◾ Fjallað um eftirtektarverð fræðsluverkefni sem eru í gangi, þróunarstarf sem komið er vel á veg og rannsóknir á safnfræðslu.
◾ Fjallað er um áhrif Covid 19 á safnastarf.
◾ Umfjöllun er um nýju safnaskilgreiningu alþjóðaráðs safna, ICOM, og viðtal við Jetta Sandahl.
◾ Íslensku safnaverðlaunin 2020.
◾ Sýningarrýni.
◾ Fréttir úr safnaheiminum.

Stjórn FÍSOS færir ritstjórn Kvists, Þóru Sigurbjörnsdóttir, ritstjóra, Sigrúnu Kristjánsdóttur, Ágústu Kristófersdóttur, Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni, Ingunni Jónsdóttur og Gunnþóru Halldórsdóttur bestu þakkir fyrir þeirra ómetanlega framlag við að setja saman fróðlegt, faglegt og skemmtilegt blað sem dregur fram það mikla starf og ábyrgð sem safnastarfið er.

Ef einhver dráttur verður á að blaðið berist félagsmönnum í hendum er þeim bent á að hafa samband við stjórn félagsins, stjorn@safnmenn.is

Farskóli 2020 – AFLÝST

ÁRÍÐANDI tilkynning – Farskóli 2020 í Vestmannaeyjum – AFLÝST

Kæru félagsmenn,

Nú þann 13. ágúst sl. fundaði stjórn FÍSOS ásamt stjórn farskólans 2020. Í ljósi hertra aðgerða Almannavarna undanfarnar vikur var það samhljóða niðurstaða fundarmanna að aflýsa fyrirhuguðum farskóla félagsins sem átti að halda í Vestmannaeyjum 23.-25. september nk. Stjórn FÍSOS þakkar Herði Baldvinssyni, forstöðumanni Sagnheima, fyrir góðan undirbúning fyrir farskólann en félagið fær að eiga hans góða heimboð inni.

Það er okkar skylda, líkt og allra landsmanna, að virða samfélagssáttmálann og sýna samfélagslega ábyrgð í verki og í því ljósi er farskólanum aflýst árið 2020. Við erum öll almannavarnir áfram.

En ekki örvænta, kæru félagsmenn! Gripið hefur verið til mótvægisaðgerða og er nú í burðaliðnum undirbúningur FJARskóla með notkun hins víðfræga alheimsnets.

FJARskólastjórn 2020 mun nú setja saman nokkrar rafrænar vinnustofur sem félagið mun standa fyrir ásamt safnaráði og Safnafræði Háskóla Íslands. Hinar rafrænur vinnustofurnar munu fara fram í lok september en nánari dagskrá og fyrirkomulag verður auglýst síðar.

Við munum því hittast við hið stafræna borð nú í haust og fræðast og ræða saman með hjálp fjarfundabúnaðar.

Aðalfundur félagsins verður svo haldinn 8. október nk. en frekari upplýsingar um fyrirkomulag hans mun berast á næstu dögum. Honum verður streymt en ef aðstæður leyfa þá verður einnig boðið í sal í Reykjavík.

Ekki gleyma að síðan eiga félagsmenn von á glóðvolgu eintaki beint úr prentsmiðjunni af Safnablaðinu Kvisti inn um lúguna hjá sér um mánaðarmótin september/október en blaðið er stútfullt af fræðandi og skemmtilegum greinum sem göfga andann og létta lund.

Blásið verður á ný til farskóla félagsins á haustmánuðum 2021 og verður þá nú aldeilis gaman, enda sannast hið fornkveðna að maður er manns gaman!

Bestu kveðjur og njótið vel það sem eftir lifir sumars. Spennandi haust framundan og vonandi veirulaus vetur.

Stjórn FÍSOS og Farskólastjórn 2020.

Kvistur – Nýjasta tölublað komið í hús!

Nýjasta tölublað Kvists er komið út! Þeir félagar sem greitt hafa félagsgjöld fá eintak af blaðinu. Blaðinu var dreift á Farskóla FÍSOS 2019 á Patreksfirði og nú mánudaginn 14. október sl. var blaðið sent með bréfpósti til annarra félagsmanna og annarra áskrifanda. Þá verða eintök af blaðinu til sölu í Bóksölu stúdenda á Háskólatorgi.

Efst á baugi í sjötta tölublaðinu eru söfn og umhverfi:

  • Fjallað er um aðgerðir og áskoranir safna í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
  • Blaðið inniheldur einnig umfjöllun um nýja safnaskilgreiningu alþjóðaráðs safna, ICOM.
  • Fjórir safnamenn líta um öxl á 30 ára afmæli Farskóla safnamanna.
  • Rýnt er í nýútkomnar bækur, Sögu listasafna á Íslandi og 130 verk úr safneign Listasafns Íslands og sýningarnar Vatnið í Náttúru Íslands og Sölva Helgason og William Morris.

Stjórn FÍSOS  færir ritstjórn Kvists, Ingu Láru Baldvinsdóttur, ritstjóra, Sigrúnu Kristjánsdóttur, Ágústu Kristófersdóttur, Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni,og Ingunni Jónsdóttur, bestu þakkir fyrir þeirra ómetanlega framlag við að setja saman fróðlegt, faglegt og skemmtilegt blað sem dregur fram það mikla starf og ábyrgð sem safnastarfið er.

Ef einhver dráttur verður á að blaðið berist félagsmönnum í hendum er þeim bent á að hafa samband við stjórn félagsins, stjorn hjá safnmenn.is

Safnablaðið Kvistur – á heimasíðu og timarit.is

Ertu búin(n) að týna eintaki þínu af Kvisti eða þarft að fletta upp í því og hefur það ekki við höndina? Ekki örvænta því nú eru eldri tölublöð af safnablaðinu Kvist aðgengileg á heimasíðu félagsins undir flipanum úgáfa sem og á vefsvæðinu timarit.is. Nýjasta tölublað er sett inn ári eftir útgáfu

Safnablaðið Kvistur er tímarit fyrir starfsfólk safna og aðra áhugasama um söfn og safnatengd málefni. Tímaritið var frá upphafi gefið út af sjálfstætt starfandi fyrirtæki, Safnarútunni, en frá hausti 2016 hefur Félag íslenskra safna og safnmanna , FÍSOS,  annast og borið ábyrgð á útgáfu þess. Þannig fá allir félagsmenn tímaritið í hendur hafi þeir greitt félagsgjöld.

Safnablaðið Kvistur gegnir því mikilvæga hlutverki að veita almenningi gátt inní allar hliðar safnastarfs ásamt því að styrkja fagsvið safna og safnmanna. Tímaritið er miðill þar sem fagfólk á sviði safna og áhugamenn um menningu hafa aðgang að umfjöllun, umræðum og fréttum af íslenskum og erlendum vettvangi. Þar er rými fyrir skoðanaskipti, uppbyggilega gagnrýni, umfjöllun um allar tegundir safna og safnastarf almennt. Ritið er þess utan mikilvæg heimild um starf safnmanna sem er oft ósýnilegt eða er hljótt um.

Safnablaðið Kvistur 1. tbl. nóvember 2014

Safnablaðið Kvistur 1. tbl. nóvember 2014