• 02/03/2009

    Endurmenntunarnámskeið FISOS í samstarfi við EHÍ haldið 16. – 17. mars þar sem fjallað verður um öryggismál safna. Námskeiðsgjaldið er 28.500 kr. Umsóknarfrestur er til 2. mars.
    Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu starfsmanna safna og stofnanna sem vinna að varðveislu menningararfsins á öryggismálum. Áhersla er lögð á að fræða um tvo meginþætti í öryggismálum safna. Annarsvegar hvernig eigi að bregðast við þegar neyðarástand skapast t.d. vegna náttúruhamfara, bruna eða annarra þátta sem stefna fólki og safngripum í hættu. Hinsvegar hvernig hægt er að beita fyrirbyggjandi aðgerðum til að draga úr hættunni á skaða. Í seinnihluta námskeiðsins er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni drög að öryggisáætlun fyrir sitt safn/stofnun. Til að hópavinnan nýtist sem best er nauðsynlegt að þátttakendur gefi sér tíma til undirbúnings með útfyllingu á gátlistum og lestri á því lesefni sem sent verður út til þátttakenda fyrir námskeiðið. Námsefninu verður gerð skil í fyrirlestrum, með verklegum æfingum, heimsóknum á söfn og hópavinnu.
    Dagskrá námskeiðsins er að finna á heimasíðu EHÍ: http://www.endurmenntun.hi.is/Forsida/Namsframbod/Namskeid/Stjornunogstarfsthroun/Nanarumnamskeidid/310V09
    Skráning hér: https://secure.endurmenntun.is/Forsida/Skraning
    Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna hjá Hönnu Rósu Sveinsdóttur á hanna@akmus.is og Nathalie Jacqueminet á nathalie@thjodminjasafn.is.
    Með góðri kveðju
    Hanna Rósa og Nathalie