Fréttir

Nina Simon á Íslandi. Einstakur viðburður í menningargeiranum 12. október 2019.

 

FÍS, FÍSOS og Námsbraut í safnafræði við H.Í. kynna:

Taktu frá laugardaginn 12. október 2019 – Einstakt tækifæri fyrir þig og samstarfsfólk þitt

Laugardaginn 12. október 2019 heldur Nina Simon námskeið á Íslandi. Þar mun hún kynna með fyrirlestri og verkefnum hugmyndafræði sína um það með hvaða hætti megi virkja menningastofnanir með sterkari samfélagslegri tengingu en áður. Á námskeiðinu mun hún fjalla um sérstaka nálgun sem hún hefur þróað og reynt í Bandaríkjunum og víðar í samstarfi við menningarstofnanir, þar sem áherslan er á möguleika og hindranir fyrir þær stofnanir að tengjast og þjóna sínu samfélagi.

Nina Simon er heimsfrægur fyrirlesari og hugmyndir hennar eiga brýnt erindi hérlendis. Mikill fengur er því af komu hennar hingað.

Nina Simon stofnaði OF/BY/FOR ALL og er höfundur metsölubókanna The Participatory Museum (2010) og The Art of Relevance (2016). Nina hefur víðtæka reynslu úr safna- og menningargeiranum, m.a. stýrði hún um árabil Santa Cruz Museum of Art and History.

Staðsetning og nánari tilhögun verður tilkynnt innan skamms. Miðasala hefst í september.

Ætlar þú ekki örugglega að mæta?

———-
Lýsing Ninu Simon á efni námskeiðsins:

Becoming OF/BY/FOR ALL in Your Community 
In this interactive workshop, we’ll dive into the OF/BY/FOR ALL method for making your organization of, by, and for your community. We will discuss how to define communities of interest. We’ll unpack the opportunities and challenges involved in changing to become more representative OF them, more co-created BY them, and more welcoming FOR them. We’ll share some of the most pernicious obstacles to doing this work well, and we’ll tackle your toughest questions about how to make inclusive change at your institution.
You will leave with a clearer sense of who you want to involve and how to do so. We will also provide you with resources to tap into the community of professionals striving to build OF/BY/FOR ALL organizations around the world.
—————
Viðburðurinn er haldinn á vegum FÍS Félags íslenskra safnafræðinga, FÍSOS Félags íslenskra safna- og safnamanna og Námsbrautar í safnafræði við Háskóla Íslands.

F.h. Félags íslenskra safnafræðinga

Ingunn Jónsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir

 

Farskóli 2019 – Skráning er hafin!

Nú er skráning hafin á farskóla FÍSOS 2019 sem haldinn verður á Patreksfirði dagana 2.-5. október 2019.

Skráningarblaðið má nálgast hér.

Farskólastjórn hvetur félaga til að skrá sig sem fyrst. Send verður út ítarlegri dagskrá fljótlega.

Þá er það að frétta af farskólastjórn að því miður hefur Sigrún Ásta þurft að segja sig frá undirbúningi vegna farskólans af óviðráðanlegum aðstæðum. Ármann Guðmundsson, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafni Íslands, hefur tekið sæti hennar og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.

10.05.2019 – AÐ TALA MÁLI SAFNA! VINNUSTOFA UM LOBBÍISMA/HAGSMUNAGÆSLU

Þann 10. maí nk. verður haldin vinnustofa með Ember Farber frá Bandarísku safnasamtökunum (American Alliance of Museums, AAM) um gagnlegar og hagnýtar leiðir fyrir stjórnendur og starfsmenn safna til að vekja máls á mikilvægum hlutverkum og starfsemi safna. Vinnustofan er haldin í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu.

Ember Farber er forstöðurmaður deildar um stjórnvaldstengsl og málstað (advocacy) safna innan bandarísku safnasamtakanna (American Alliance of Museums, AAM). Hún hefur áralanga reynslu af því að kynna söfn og starfsemi þeirra fyrir opinberum aðilum og almenningi með ýmsum aðferðum: svo sem eins og áætlana- og undirbúningsgerð safna, persónulegum tengslum, starfi með grasrótarsamtökum, og notkun á stafrænum samskipum eins og félagsmiðlum. Ember hefur yfirumsjón með málstaðssíðu AAM (www.aam-us.org/advocacy), en síðan aðstoðar söfn í Bandaríkjunum við að segja sögur af mikilvægu starfi þeirra, því sem þau hafa fram að færa og miðla því til opinberra aðila sem sjá um stefnumótun, fjölmiðla og almennings. Ember hefur haldið sambærilegt vinnustofu og hún heldur hér á landi víða um Bandaríkin.

Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir starfsmenn safna og aðra áhugasama til að læra af reynslubolta á sviði lobbíisma!

Vinnustofan er samstarfsverkefni  Rannsóknaseturs í safnafræðum við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafns Íslands og Félags íslenskra safna og safnmanna, FÍSOS, .

Dagskrá vinnustofu – fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands

13:00 – 13:10     Kynning, Helga Maureen Gylfadóttir, formaður FÍSOS

13:10 – 14:00     Fyrirlestur, Ember Farber, Director of Government Relations & Advocacy at   AAM

14:00 – 14:15    Kaffihlé

14:15 – 15:30    Vinnustofa og samræður

Til lauslegs undirbúnings fyrir þátttöku í vinnustofunni er þátttakendum bent á að kynna sér efni á heimasíðunum: www.aam-us.org/advocacy og www.standforyourmission.org.

Fyrir áhugasama viljum við einnig benda á bók forvera Ember Farber í starfi, Gail Ravnitzky Silberglied, Speak Up For Museums: The AAM Guide to Advocacy (2011), sem fáanleg er m.a. á Amazon.

Seminar on Museum Advocacy 10.05.2019 – Lecture Hall National Museum of Iceland

Seminar itinerary

13:00 – 13:10     Opening remarks by Helga Maureen Gylfadóttir, chairperson of the IAM.

13:10 – 14:00     Lecture, Ember Farber, Director of Government Relations & Advocacy at AAM

14:00 – 14:15    Coffee break

14:15 – 15:30    Breakout sessions and Discussion

Ember is the Director of Advocacy at the American Alliance of Museums. In that role she communicates with museum advocates and the field about federal policy issues and advocacy opportunities through legislative and advocacy updates, calls-to-action, print, email, AAM’s website (www.aam-us.org/advocacy) and several social media channels. Ember also enjoys working closely with AAM’s broad range of partner organizations and directly with individual museum advocates during Museums Advocacy Day and throughout the year. Advocacy is a personal and professional passion for Ember, who holds a Master’s degree in political management from the George Washington University. #museumsadvocacy

Farskóli 2019 – Farskólastjórn

Stjórn FÍSOS kynnir til leiks þá félaga sem tekið hafa að sér að stýra farskólanum 2019 í örugga höfn.

Skipstjórinn er Inga Hlín Valdimarsdóttur eins og félagar vita. Aðrir í áhöfn eru:

 • Sigurlaugur Ingólfsson, Borgarsögusafn Reykjavíkur
 • Aldís Snorradóttir, Listasafni Reykjavíkur
 • Sigrún Ásta Jónsdóttir, Gljúfrasteinn

Stjórn FÍSOS þakkar þeim öllum fyrir að taka að sér að stýra og undirbúa 31. farskóla félagsins nú í október.  Sjáumst á Patró!

Aðalúthlutun safnasjóðs 2019

Nú í byrjun mars var tilkynnt um aðalúthlutun safnasjóðs 2019.

Samkvæmt frétt á heimasíðu safnaráðs þá úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra að fenginni umsögn safnaráðs alls 113.850.000 kr. úr safnasjóði, þar af voru veittir 85 verkefnastyrkir alls 84.250.000 kr., auk þess sem 29.600.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 37 viðurkenndra safna. Alls bárust 142 verkefnaumsóknir og veittir styrkir voru á bilinu frá 300.000 til 2.500.000 kr.

FÍSOS fékk fjóra verkefnastyrki:

Námskeið fyrir safnafólk: Varðveislu safngripa á sýningum með áherslu á uppsetningu þeirra fyrir safnafólk. – 400.000 kr.

Farskóli FÍSOS 2019 – Patreksfjörður – 1.800.000 kr.

Safnablaðið Kvistur – 6. tbl. – 700.000 kr.

Safnadagurinn 18. maí 2019 – 1.000.000 kr.

FÍSOS þakkar kærlega fyrir stuðninginn.

ICOM og FÍSOS bjóða Baldur Þóri Guðmundsson velkominn til starfa í MMR

Formenn ICOM, Guðný Dóra Gestsdóttir, og FÍSOS, Helga Maureen Gylfadóttir funduðu í dag með Baldri Þóri Guðmundssyni, sérfræðingi á  skrifstofu menningarmála hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti.  Baldur tók við þeim málaflokki sem áður var á könnu Eiríks Þorlákssonar sérfræðings í ráðuneytinu. Á meðal verkefna Baldurs er það sem snýr að söfnum á Íslandi og fannst því formönnum félagana mikilvægt að kynna fyrir honum starf félaganna.

ICOM og FÍSOS óska Baldri farsældar í nýju starfi og hlakka félögin til enn frekari samstarfs við ráðuneytið við að efla enn frekar starf safna á Íslandi.

 

Málstofa 20.03.2019 – Stafrænar lausnir fyrir söfn og setur – MMEx

Þann 20. mars nk. standa Borgarsögusafn Reykjavíkur, Þjóðminjasafn Íslands og FÍSOS, með símenntunarstyrk frá safnaráði, fyrir spennandi málstofu í samstarfi við MMEx (http://mmex.dk/) eða Center for digital interpretation in museums.

MMEx var stofnað af smærri söfnum í Danmörku í þeim tilgangi að stuðla að góðum stafrænum miðlunarlausnum á sýningum safna og setra. Fyrirtækið hefur komið að fjölda slíkra verkefna, bæði sem ráðgefandi aðili og sem virkur þátttakandi. Hér má sjá nokkur þeirra: http://mmex.dk/projekter/

Þetta er einstakt tækifæri til að kynna sér möguleika og lausnir í stafrænni miðlun.

Málstofan fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands miðvikudaginn 20. mars og byrjar kl. 9:00 og stendur til kl. 17:00 og fer fram á ensku.

Hádegismatur og kaffi er innfalinn í skráningargjaldi sem er krónur 2000.

TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ OG ER SKRÁNING BINDANDI. 

Til að skrá sig, klikkið á HÉR

Hér má finna frekari upplýsingar um MMEx

DRÖG AÐ DAGSKRÁ

Drög að dagskrá

 

 

Farskóli 2019 – Gisting á Patreksfirði

Kæru safnmenn,

Núna eru væntanlega allir titrandi af tilhlökkun fyrir Farskóla 2019 á Patreksfirði sem haldinn verður dagana 2.-5. október 2019. Nú er ekki seinna vænna en að fara bóka gistingu.

Á Patreksfirði og nágrenni eru nokkrir gistimöguleikar og hér má finna upplýsingar um þá PDF_Farskóli19_gisting

Gisting á Patreksfirði 2019

Hlökkum til að sjá ykkur á Patró!

Með bestu kveðju, Inga Hlín Valdimarsdóttir, skólastjóri farskólans og forstöðumaður Minjasafns Egils Ólafssonar Hnjóti, Örlygshöfn.

Safnablaðið Kvistur – á heimasíðu og timarit.is

Ertu búin(n) að týna eintaki þínu af Kvisti eða þarft að fletta upp í því og hefur það ekki við höndina? Ekki örvænta því nú eru eldri tölublöð af safnablaðinu Kvist aðgengileg á heimasíðu félagsins undir flipanum úgáfa sem og á vefsvæðinu timarit.is. Nýjasta tölublað er sett inn ári eftir útgáfu

Safnablaðið Kvistur er tímarit fyrir starfsfólk safna og aðra áhugasama um söfn og safnatengd málefni. Tímaritið var frá upphafi gefið út af sjálfstætt starfandi fyrirtæki, Safnarútunni, en frá hausti 2016 hefur Félag íslenskra safna og safnmanna , FÍSOS,  annast og borið ábyrgð á útgáfu þess. Þannig fá allir félagsmenn tímaritið í hendur hafi þeir greitt félagsgjöld.

Safnablaðið Kvistur gegnir því mikilvæga hlutverki að veita almenningi gátt inní allar hliðar safnastarfs ásamt því að styrkja fagsvið safna og safnmanna. Tímaritið er miðill þar sem fagfólk á sviði safna og áhugamenn um menningu hafa aðgang að umfjöllun, umræðum og fréttum af íslenskum og erlendum vettvangi. Þar er rými fyrir skoðanaskipti, uppbyggilega gagnrýni, umfjöllun um allar tegundir safna og safnastarf almennt. Ritið er þess utan mikilvæg heimild um starf safnmanna sem er oft ósýnilegt eða er hljótt um.

Safnablaðið Kvistur 1. tbl. nóvember 2014

Safnablaðið Kvistur 1. tbl. nóvember 2014

NEMO – Vinnustofa safnmanna dagana 6.-7. desember 2018.

 

Þátttakendur í vinnstofu NEMO í desember 2018 í London.

NEMO býður félagsmönnum reglulega til funda víðsvegar um Evrópu, sem þau nefna vinnustofur safnmanna eða Learning Exchange. FÍSOS er félagi í NEMO og geta félagsmenn  FÍSOS sótt þessa fundi.  Þeir sem hafa áhuga fá uppáskrifað frá stjórn FÍSOS um að þeir séu gildandi félagsmenn og senda svo umsókn til NEMO um ósk að taka þátt í vinnstofu. NEMO greiðir að jafnaði hverjum þátttakenda 600 evrur í ferðar- og dvalarkostnað.

Dagana 6.-7. desember 2018 var haldin vinnustofa NEMO í London sem bar yfirskriftina  Museums and Social Impact . Ingibjörg Áskelsdóttir sótti þessa vinnustofu og hér eftir fylgir frásögn hennar og upplifun af þessum fundum. FÍSOS þakkar Ingibjörgu kærlega fyrir og hvetur aðra félagsmenn að nýta sér þessar vinnustofur sem best.

Greinargerð eftir Ingibjörgu Áskelsdóttur

Þáttakendur:

 1. Vanessa Braekeveld – ICOM Belgium Flanders
 2. David Vuillaume – German Museums Association
 3. Lana Karaia – Georgian Museums Association
 4. Alexandre Chevalier – ICOM Belgium Wallonia/Brussels
 5. Just Flemming – Association of Danish Museums
 6. Ingibjörg Áskelsdóttir – Icelandic Museums Association
 7. Sarah Campbell – Victoria and Albert Museum

Fimmtudagurinn 6. desember 2018

10.15-11.45

Hópurinn var boðin velkomin af Sharon Heal, formanni bresku safnasamtakanna.  Hún sagði okkur frá miklum breytingum sem orðið hafa á samtökunum síðan hún tók við árið 2014.  Unnin var þarfagreining á söfnunum og miklu breytt, sérstaklega hvað varðar það hvernig samtökin þjónusta sína félagsmenn.

Spurningin var:  hver og hvernig þurfum við að vera til þess að sinna okkar félagsmönnum sem best?  Út úr þeirri vinnu kom slagorðið: Museums change lives, sjá allt um það hér: https://www.museumsassociation.org/museums-change-lives

Museums Association UK

12.00 -13.30

Sarah Briggs frá bresku safnasamtökunum sagði okkur frá verkefnunum Collections 2030 og The Esmée Fairbairn Collections FundCollections 2030  snýst um að rýna í safnkost safna og skoða hverni hægt er að nota hann sem best í þágu almennings.  Hvernig á að sýna safnkostinn þannig að hann tengist safngestinum sem best, hverju á að safna, decolonasation of collections og hverju má farga.  Tekið verður viðtal við fjöldan allan af safnafólki við framkvæmd verkefnisins, og árið 2013 verður svo gefin út skýrsla og niðurstöður.  Sjá hér: https://www.museumsassociation.org/collections/09052018-collections-2030

The Esmée Fairbairn Collections Fund er sjóður sem styrkir hin ýmsu verkefni sem tengjast nýtingu safnkosts á söfnum í þágu gesta með áherslu á félagsleg verkefni, sjá hér. 

15.00 – 17.30

Heimsókn á The Wellcome Collection.  Henry Wellcome var læknir sem efnaðist mikið á töfluframleiðslu.  Hann ferðaðist mikið um heiminn og safnaði ýmsu sem tengist lækningum og læknamætti. Hluti sjóðsins fer nú í að reka starfsemi í húsinu, en þar eru sýningarsalir, lesherbergi, bókasafn, vinnustofur, verslun og veitingastaðir.

Fyrst var farið í leiðsögn um sýninguna Living with buildings sem fjallar um umbætur á húsakosti í Bretlandi frá 1900 með tilliti til heilusamlegri húsakosts.  Þegar að leiðsögninni var lokið hittum við Rosie Stanbury sem er deildastjóri Public Programmes.  Hún sagði okkur frá því hvernig The Wellcome Collection virkar, og lesa má allt um það hér: https://wellcomecollection.org/pages/Wuw2MSIAACtd3Stq

Að því loknu skoðuðum við fleiri sýningar og lesherbergið.  Í lokin skoðuðum við svo The Hub sem er vinnurými sem lánað er út til sérstakra verkefna sem lesa má um hér: https://wellcomecollection.org/pages/Wuw2MSIAACtd3SsU

Föstudagur 7. desember

10.00-11.00

Hittum Jess Turtle sem sér um The Transformer Scheme hjá samtökunum.  Verkefnið snýst um endurmenntun safnstarfsfólks, hvernig það getur unnið með þjónustu við jaðarhópa inn á söfnum.  Hér má lesa um verkefnið: https://www.museumsassociation.org/professional-development/transformers/15042014-transformers-radical-change-in-museums.  Verkefnið hljómaði sérstaklega spennandi og eitthvað sem að FÍSOS gæti nýtt.

11.15-12.30

Heimsókn í nýtt húsnæði The Museum of London.  Eins og er er safnið staðsett við Barbican miðstöðina, þar sem aðgangur og aðkoma er ekki skemmtileg og fælir frá.  Safnið hefur því fengið gamla Smithfield kjötmarkaðinn, sem byggður var um 1880, sem nýja staðsetnignu fyrir safnið.  Byggingin hefur ekki verið notuð í um 30 ár, og miklar endurbætur þurfa að eiga sér stað áður en hægt verður að hanna sýningar þar inn.  Áætlað er að opna 2023.  Okkur var sagt frá áformum safnins, hvernig þau hugsa sýningarnar og skoðuðum bæði jarðhæð og kjallara, sem verður aðal sýningarrýmið.  Mjög áhugavert að sjá og verður skemmtilegt að sjá safnið þegar það verður orðið að veruleika.

13.45-15.30

Simon Stephens sem sér um félagsaðild hjá bresku safnasamtökunum sagði okkur frá því hvernig samtökin eru hugsuð og endurbætur þar á með tilliti til félagsaðild, gestakorti, ráðstefnur ofl.  Samtökin hafa unnið að því sl. ár að einfalda öll innvið til þess að geta þjónustað sína félagsmenn sem best.  Margt áhugavert sem þar kom fram.  Þeir hafa m.a. fækkað fulltrúum í stjórn, einfaldað gjaldskránna og fækkað ráðstefnum.

NEMO – Takk fyrir frábæra vinnustofu!

Farskóli 2019 – Takið dagana frá!

Kæru félagar,

Dagana 2.-5. október 2019 mun Farskóli Safnmanna fara fram á Patreksfirði!

Takið dagana frá!

 

Hér tekið eftir - Fésbókarsíðu safnisns.

Frá Byggðasafninu að Hnjóti.

Nánari upplýsingar koma síðar…

Með bestu kveðju,

Inga Hlín Valdimarsdóttir,

forstöðumaður Minjasafn Egils Ólafssonar Hnjóti,

Örlygshöfn.

 

NEMO – þátttaka FÍSOS á ráðstefnu í Möltu nóvember 2018.

Dagana 15. og 16. nóvember 2018 sóttu Ingibjörg Áskelsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttur, fyrir hönd stjórnar FÍSOS, aðalfund og árlega ráðstefnu á vegum NEMO í Valletta á Möltu.  NEMO heldur þessar ráðstefnu árlega og var þetta í 26. sinn sem hún var haldinn. Ráðstefnan bar yfirskriftina Museums out of the box! eða Söfn út fyrir boxið! og var haldin í nýja listasafni þeirra Möltubúa, MUZA, í Valletta.

Ráðstefnan var um margt áhugaverð, en áhersla hennar var að segja frá verkefnum sem færa starfsemi safna á einhvern hátt út fyrir söfnin sjálf, hefðbundin umfjöllunarefni þeirra og hvernig má ná til og vinna með jaðarhópum samfélagsins.  Eyjarskeggjar hafa t.d. brugðið á það ráð að bjóða foreldrum ókeypis aðgang á söfn ef þau koma með börnin sín með sér, vegna þess að þeir sáu það að börn eyjunnar heimsóttu söfn sjaldan fyrir utan skólaheimsóknir.  Hagfræðingurinn Marie Briguglio var aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, og hún reiknaði það m.a. út með hávísindalegum hagfræðiformúlum, að heimsókn á safn eykur lífshamingjuna!  Mjög skemmtilegur fyrirlesari með öðruvísi nálgun. Svo komu hinir ýmsu fyrirlesarar fram og sögðu frá verkefnum sem unnin hafa verið með þessi leiðarljós að vopni.

Í lok dags var ráðstefnugestum skipt niður í vinnustofur sem unnu þá með ólík verkefni.  Ingibjörg og Sigríður vinnustofuna Museums and Intangiable heritage.  Þar var sagt frá verkefnum sem að hin ýmsu söfn hafa unnið með óáþreifanlegan menningararf og hvernig þau geta almennt stuðlað að varðveilsu hans. Einnig var boðið upp á leiðsagnir, siglingu og skoðunarferð um Möltu.

Lesa má frekar um ráðstefnuna hér.

Stjórn FÍSOS minnir á að öllum félagsmönnum FÍSOS stendur til boða að sækja ráðstefnur á vegum NEMO.

Safnablaðið Kvistur – 5. tbl. komið út!

Nú í nóvember kom 5. tbl. safnablaðsins Kvists út. Blaðinu hefur nú verið dreift til félagsmanna og annarra áskrifenda.

Stjórn FÍSOS þakkar ritstjórn blaðsins fyrir þeirra góða starf og óskar þeim til hamingju með glæsilegt og vandað blað. Safnablaðið Kvistur er mikilvægt málgagn fyrir safnmenn og þarft innlegg í faglega umræðu á meðal félagsmanna.

Þeir félagar sem ekki hafa fengið blaðið vinsamlegast hafið samband við Lindu Ásdísardóttur, linda@eyrarbakki.is. Afhending blaðsins helst í hendur við greiðslur á félagsgjaldi.

Þá er blaðið einnig komið í lausasölu í Bóksölu stúdenta.

Komdu á safn!

Komdu á safn!

Félag íslenskra safna og safnmanna fagnar degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember 2018 með því að frumsýna annan þátt í þríleiknum Komdu á safn! sem félagið hefur unnið í samstarfi við MASH kvikmyndateymi. Fyrsti hluti var frumsýndur þann 18. maí sl. á alþjóðlega safnadeginum.

Söfn varðveita gripi af ýmsum stærðum og gerðum en orð yfir heiti og notkun gripa sem ekki eru lengur í daglegri notkun eiga hættu á að hverfa úr tungumálinu. Því gegna söfn mikilvægu hlutverki við að halda þessum orðum á lofti og skýra út ef þörf þykir.

Komdu á safn! og upplifðu tungumálið í þrívídd.

Til hamingju með dag íslenskra tungu.

Aðalfundur FÍSOS 2018 – fréttir af fundi

Aðalfundur FÍSOS var haldinn miðvikudaginn 10. október sl. Fundinn sóttu hátt í 40 félagar og stóð fundurinn í tvær klukkustundir. Streymt var beint frá fundinum á fésbókarsíðu félagsins.

Kosið var til stjórnar félagsins en úr stjórn gengu Linda Ásdísardóttir og Haraldur Þór Egilsson og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins í gegnum árin. Helga Maureen Gylfadóttir bauð sig fram í embætti formanns og var kosinn einróma, Ásdís Þórhallsdóttir bauð sig fram í embætti meðstjórnanda og var kosin einróma og Sigríður Þorgeirsdóttir bauðs sig fram í embætti varamanns og var kosin einróma. Þá bauð Pétur Sörensson fram sem skoðunarmaður reikninga og var kosinn einróma.

Þá var lögð til hækkun félagsgjalda safna og stofnanna og var hún samþykkt með 33 atvkæðum, einn seðill auður og tveir ógildir.

Þá var lögð fram spurning um hvort að rekstur Kvist ætti að heyra undir FÍSOS og voru 34 samþykkir því, enn einn sagði nei.

Frekari upplýsingar um fundinn er að finna í fundargerð – Aðalfundur FÍSOS 10. október 2018.

Þá er að finna hér ársskýrslu formanns – FÍSOS-Árskýrsla-2017-2018

Stjórn FÍSOS þakkar fundarmönnum fyrir góðan og gagnlegan fund. Einnig þakkar hún Ingu Jónsdóttur fyrir sitt innlegg í tilefni af íslensku safnaverðlaununum 2018 og Helgu Einarsdóttur og Þóru Sigurbjörnsdóttur sem fóru yfir nýafstaðinn farskóla félagsins í Dublin.  Þá eru Guðný Dóru Gestdóttur og Ágústu Rós Árnadóttur veittar þakkir fyrir fundarstjórn og fundarritun.

 

Farskóli safnmanna 2018 – Dublin – farskólaskýrsla

Dagana 11.-14. september 2018 fór fram hin árlegi farskóli safnmanna í Dublin á Írlandi. Þar kynntu þátttakendur sér söfn borgarinnar, sýningar þeirra og innra starf um leið og þeir komust í kynni við írska kollega sem tóku á móti hópnum.

Dagskrá innihélt 23 heimsóknir á söfn og sýningar borgarinnar ásamt fyrirlestri frá Ginu O’Kelly, formanni Irish Museums Association . Skipulögð dagskrá farskólans í Dublin fyrir hvern einstakling taldi 14 klst. Auk þess gafst þátttakendum tími til að heimsækja söfn á eigin vegum, fara saman í útsýnisferð um borgina, bókmennta- og pöbbarölt og árshátíð FÍSOS.

Farskólastjórn leitaðist við að útbúa fjölbreytta og áhugaverða dagskrá. Nefndin fékk mjög jákvæð viðbrögð frá söfnunum í Dublin og þau buðu íslenska safnmenn velkomna til heimsókna. Helstu forsvarsmenn og sérfræðingar safnanna tóku á móti farskólanemum og miðluðu þekkingu sinni og reynslu. Nefndin var meðvituð um að auk fróðleiks er aðalatriði hvers farskóla samvera safnmanna. Það var því von farskólastjórnar að þátttakendur ættu ánægjulegan farskóla, nytu dvalarinnar og bættu skemmtilegum farskólaminningum í sarpinn. Helst átti farskólinn að verða Craic agus Ceol eins og innfæddir myndu segja!’

Farskólastjóri og farskólastjórn hefur nú skilað stjórn FÍSOS skýrslu um dagana í Dublin og er henni færðu bestu þakkir fyrir. Stjórn FÍSOS hvetur félagsmenn að kynna sér skýrsluna við fyrsta hentugleik. Farskólastjórn 2018: Helga Einarsdóttir, Hlín Gylfadóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir.

Söfn á Íslandi – Markaðsgreining og aðgerðaráætlun til að auka sýnileika safna á netinu.

FÍSOS sótti í safnasjóð styrk til að greina þær kynningarleiðir sem söfnum standa til boða og meta virkni þeirra með það að markmiði að söfn geti með markvissari hætti nýtt það fé sem ætlað er til kynningarmála.

Umsókn var lögð inn í tilefni af umræðu á farskóla 2016 um sýnileika safna. Félagið fékk 500.000 kr. styrk 2017.

FÍSOS fór í samstarf við Íslandstofu um greiningu á efninu og vann Katarzyna Moi sem hefur starfað fyrir Íslandsstofu sem og Samtök um sögutengda ferðaþjónustu falið verkefnið.

Katarzyna vann eftirfarandi greinagerð. Hún er á ensku. Salka Guðmundsdóttir þýddi greinargerðina yfir á íslensku.

Stjórn FÍSOS vinnur nú áfram með verkefnið í samstarfi við Katarzyna og Íslandsstofu.

FÍSOS – PRESENCE ONLINE

Söfn á Íslandi – Markaðsgreining og aðgerðaáætlun til að auka sýnileika á netinu.

Farskóli safnmanna á Siglufirði 2017 – Söfn í stafrænni veröld – farskólaskýrsla

Dagana 27.-29. september 2017 fór fram hin árlegi farskóli safnmanna á Siglufirði. Dagskráin var með hefðbundnu sniði; sambland fyrirlestra, vinnustofa, skoðunarferða og almennrar gleði. Yfirskrift skólans var Söfn í stafrænni veröld.

Í ljósi þess að undanfarna áratugi hefur tækniþróun fjölgað möguleikum safna til miðlunar svo um munar var ákveðið að leggja fram ýmisskonar spurningar og skipuleggja dagskrána út frá þeim. En íslensk söfn hafa tileinkað sér ólíkar og fjölbreyttar leiðir til að miðla þekkingu og fróðleik.

Á farskóla 2017 var horft til áskorana, ógnana og nýrra möguleika í því samhengi. Hvernig geta söfn nýtt sér tæknina til framþróunar og vaxtar? Getur tæknin dregið úr upplifun gesta á sýningum? Hvernig má nýta tækni nútímans til þess að átta sig á ráðgátum fortíðar og tryggja varðveislu gripa og muna til framtíðar?

Markmið farskólastjórnar var allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi – því þó við störfum öll á sama vettvangi geta störf okkar verið æði ólík með tilliti til sérhæfingar, menntunar og hlutverks í starfi.

Farskólastjóri og farskólastjórn hefur nú skilað stjórn FÍSOS skýrslu um dagana á Siglufirði og er henni færðu bestu þakkir fyrir. Stjórn FÍSOS hvetur félagsmenn að kynna sér skýrsluna við fyrsta hentugleik. Farskólastjórn 2017: Anitu, Steinunni Maríu, Haraldi Þór, Sigríði og Herði eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra góðu vinnu.

Söfn í stafrænni veröld. Farskólaskýrsla 2017

FÍSOS – Aðalfundur 10.10.2018

Stjórn FÍSOS – Félags íslenskra safna og safnmanna boðar hér með til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 10. október 2018 kl. 17.00 á Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8, 101 Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar:

A. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

B. Skýrsla formanns um störf félagsins.

C. Ársreikningur félagsins.

D. Umræður um árskýrslu og ársreikning og afgreiðsla reikninga.

E. Lagabreytingar.

F. Kosning í stjórn og aðrar trúnaðarstöður. Kosning skal vera leynileg.

1. Kosning fimm manna stjórnar til tveggja ára í senn, formaður og meðstjórnandi annað árið en varaformaður, gjaldkeri og ritari hitt árið.

2.  Kosning tveggja varamanna til tveggja ára, eins varamanns annað árið en annars hitt árið.

3. Kosning skoðunarmanns reikninga til tveggja ára, eins skoðunarmanns annað árið og annars skoðunarmanns hitt árið.

4.  Kosning farskólastjóra til eins árs.

G. Ákvörðun ársgjalds félagsmanna og stofnana.

H. Önnur mál.

Óskað er eftir framboðum til stjórnar í stöðu formanns, meðstjórnanda og varamanns. Áhugasamir geta lýst yfir framboði með því að senda tölvupóst á stjorn@safnmenn.is eða lýst yfir framboði á aðalfundi. Kjörgengi hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa árgjald félagsins fyrir aðalfund eða eru heiðursfélagar.

Vægi atkvæða á fundum félagsins er einn félagsmaður, eitt atkvæði og ein stofnun, eitt atkvæði. Fer forsvarsmaður stofnunar með atkvæði hennar á fundum félagsins eða fulltrúi í umboði hans.

Í stjórn félagsins 2017-2018 sitja:

Formaður: Helga Maureen, Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Varaformaður: Gunnþóra Halldórsdóttir, Kvikmyndasafn Ísland.

Gjaldkeri: Jón Allansson, Byggðasafnið á Görðum.

Ritari: Ingibjörg Áskelsdóttir, Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Meðstjórnandi: Linda Ásdísardóttir, Byggðarsafn Árnesinga.

Varamenn: Haraldur Þór Egilsson, Minjasafnið á Akureyri og Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarður Reykjavíkur

 

Auglýsing frá RANNÍS – Rúmenskir þróunarstyrkir EFTA

Rúmenskir þróunarstyrkir EFTA – á sviði lista og menningar samstarf við Rúmeníu.  Rúmenía veitir ferðastyrki til íslenskra þátttakenda sem óska eftir samvinnu við Rúmena á sviði menningarverkefna eða á sviði menningararfs. Sótt er um beint til Rúmeníu:

Netfang: bilatral@ro-cultura.ro<mailto:bilatral@ro-cultura.ro>

Sjá nánar:

https://www.ro-cultura.ro/en/calls/bilateral-initiatives/open-call-for-bilateral-initiatives-12018

Íslendingar fá 1280 evrur í styrki fyrir 3 daga ferð.

Umsóknartímabil er frá 2. júlí til 9. nóvember 2018.

—————————————

Einnig er auglýst eftir umsóknum um þátttöku á tengslaráðstefnu um menningarverkefni sem haldin verður í Búkarest dagana  12. – 13. september 2018, sjá https://www.ro-cultura.ro/en/news/programme-news/matchmaking-event-2018-ro-culture-programme

Frekari upplýsingar veitir:

Rannis, Borgartúni 30, 105 Reykjavík. Sími: 515 5850

Netfang: ragnhildur.zoega@rannis.is

 

Ráðstefna NKF í Hörpu 26.-28. september 2018

FRÉTTATILKYNNING FRÁ NKF Á ÍSLANDI:

Nú stendur yfir skráning á ráðstefnuna; Cultural heritage facing catastrophe: Prevention and recoveries, sem haldin er af Íslandsdeild Norrænna forvarða.

Ráðstefnan verður haldin í Hörpu dagana 26. – 28. september 2018. Fjöldinn allur af sérfræðingum munu flytja erindi á ráðstefnunni, hvaðanæfa úr heiminum.  Dagskráin er fjölbreytt og á ráðstefna sem þessi erindi til allra þeirra sem með menningararfinn fara.

Við hvetjum ykkur því eindregið til þess að skrá ykkur og nýta þetta einstaka tækifæri!

Snemmskráningu lýkur þann 26. júní.

Sjá allt um ráðstefnuna hér: www.nkf2018.is

Hlökkum til að sjá ykkur í september!

NKF – Ísland

Listasafn Árnesinga hlýtur Íslensku safnaverðlaunin 2018

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti Listasafni Árnesinga Íslensku safnaverðlaunin 2018 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, þriðjudaginn 5. júní kl.16. Íslensku safnaverðlaunin er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi.

Í greinagerð valnefndar segir að Listasafn Árnesinga bjóði upp á fjölbreyttar og metnaðarfullar sýningar sem veita gott aðgengi að myndlistararfi þeim sem það varðveitir. Safnið kynnir einstaka listamenn á einka- og samsýningum og hefur verið í samstarfi við önnur söfn um sýningar um árabil. Útgáfur safnsins eru til fyrirmyndar þar sem gefin er út vönduð sýningarskrá í tengslum við hverja sýningu, sem er mikilvæg heimild um starf og sýningar safnsins. Safnið heldur úti markvissu fræðslustarfi þar sem unnið er með mismunandi skólastigum, listamönnum, fræðimönnum og almenningi. Námskeið og smiðjur eru haldnar reglulega fyrir almenning þar sem gefst kostur á að vinna með mismunandi miðla í tengslum við sýningar safnsins. Listasafn Árnesinga var á sínum tíma fyrsta listasafnið utan höfuðborgarsvæðisins sem opið var almenningi og hefur sýnt sig og sannað sem öflugt og framsækið listasafn. Mat valnefndar er að sú áhersla í sýningarhaldi sem fylgir meginmarkmiði Listasafns Árnesinga um að efla áhuga, þekkingu og skilning almennings á sjónlistum sé til fyrirmyndar. Safnið beitir árangursríkum aðferðum í fræðslu með umræðum og uppákomum, sem bera vitni um metnað, fagmennsku og nýsköpun.

Listasafn Árnesinga, Grasagarðurinn í Reykjavík, og Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands hlutu viðurkenningu fyrir tilnefningar til safnaverðlaunanna 2018. Tilkynnt var um tilnefningar til Safnaverðlaunanna 2018 í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum þann 18. maí sl. Valnefnd Íslensku safnaverðlaunanna 2018 skipa þau Margrét Sveinbjörnsdóttir, menningarmiðlari (formaður), Rannver H. Hannesson, varðveislustjóri Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Pétur Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar og Þóra Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri safneignar, Hönnunarsafni Íslands sem tók við af Ólöfu Breiðfjörð, verkefnastjóra Menningarhúsanna í Kópavogi. Fulltrúi Byggðasafns Skagfirðinga sem hlaut verðlaunin 2016 var Sigríður Sigurðardóttir, fyrrum forstöðumaður.

Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) standa saman að Íslensku safnaverðlaununum sem er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Sem fyrr gátu almenningur, stofnanir og félagasamtök sent inn ábendingar um safn eða einstök verkefni á starfssviði safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku safnastarfi til framdráttar.

Ljósmyndir – Sigurður Trausti Traustason.

Framtíð safna á Íslandi: Eru söfn á stefnuskrá flokkanna? – Samfylkingin í Reykjavík

Þann 25. apríl 2018 var haldinn umræðufundur með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á höfuðborgarsvæðinu.  FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði boðuðu til fundarins.

Félögin óskuðu eftir stefnu og afstöðu framboðanna til m.a. eftirfarandi spurninga er varða safnamál:

Hver er stefna þíns flokks/framboðs í safnamálum og hverjar eru helstu áherslur til næstu fjögurra ára? Hvar má nálgast stefnuna?

Menningarstefna borgarinnar er okkar leiðarljós enda hafa fulltrúar okkar tekið þátt í mótun hennar í borginni síðustu árin. Menningarstefnunni fylgir aðgerðaráætlun sem fylgt er eftir með markvissum hætti. Reykjavík er skapandi menningarborg, vettvangur fyrir skapandi fólk og viðburði og þar leika söfnin stórt hlutverk.  Samfylkingin mun styðja þétt við menningar- og safnastarf í borginni á næsta kjörtímabili líkt og síðustu ár.

Nokkur atriði um menningarmál úr stefnu Samfylkingarinnar í Reykjavík:

„Menningarborgin Reykjavík – aðdráttarafl fyrir listsköpun. Reykjavík er heimili handritanna okkar fornu, sem UNESCO telur til menningarminja alls heimsins. Hús íslenskunnar gefur tækifæri til að setja upp löngu tímabæra sýningu á þessum merku gripum og setja þá í alþjóðlegt samhengi. Þarna eiga borgaryfirvöld og ríkið að taka höndum saman.“

„Komið verði á fót Menningar- og heilsukorti fatlaðra í Reykjavík sem veiti gjaldfrjálsan aðgang að bókasöfnum og öðrum söfnum á vegum borgarinnar sem og í sundlaugar. Þá fá allir boð um heilsueflandi heimsókn þar sem kortið er kynnt og hvað sé í boði í nærumhverfinu sem tengist kortinu.“

„Stækkun og efling Borgarbókasafns í Grófarhúsi er mikið tækifæri til að víkka hlutverk safnsins og hússins sem lifandi og fjölbreytt menningar-, margmiðlunar-, lýðræðis-, barna- og bókahúss fyrir alla borgarbúa. Áfram verði unnið að því að þróa nýmæli í bókasöfnum og menningarhúsum hverfanna.“

„Stilla þarf gjaldtöku fyrir þjónustu borgarinnar í hóf, einkum með hliðsjón af hagsmunum barnafólks, stúdenta, fatlaðs fólks, aldraðra og öryrkja. Halda áfram að bjóða afslætti fyrir eldri borgara eins og frítt í sund og á söfn fyrir alla 67 ára og eldri í borginni.“

„Mikilvægt er að hvetja og styðja enn frekar við samstarf leik- og grunnskóla borgarinnar við söfn, menningarmiðstöðvar og leikhús borgarinnar.“

Menning er mannréttindi: ,,Tryggja þarf aðgengi allra borgarbúa að listum og menningu, bæði sem þátttakendur og njótendur.’’ Stefnuna má finna á xsreykjavik.is.

Hvaða hlutverki gegna söfnin í þínu sveitarfélagi? 

Söfnin sem Reykjavíkurborg rekur eru meðal þeirra öflugustu á landinu og eru í sífelldri þróun. Borgarsögusafn sameinar söfnin í borginni, þar undir eru Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Ljóssmyndasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafn Reykjavíkur og Viðey.  Safnið hefur stórt hlutverk, það varðveitir menningarminjar í Reykjavík og veitir almenningi greiðan aðgang að menningararfinum.  Listasafn Reykjavíkur er leiðandi safn á sínu sviði þar sem nýlega var samþykkt að hækka laun til listamanna sem þar sýna verulega. Sýningar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsal eru margar yfir árið og vekja gjarnan athygli út fyrir landsteinana. Listasafnið sýnir okkur það nýjasta í samtímalistinni sem og menningararfinn okkar, færir okkur það besta í innlendri og erlendri myndlist. Safnið hefur margþætt hlutverk sem vettvangur söfnunar, rannsókna og miðlunar á íslenskri myndlist. Hlutverk Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns er því afar mikilvægt fyrir borgina og  til þess að rækta áfram hlutverk sitt þurfa söfnin áfram góðan stuðning frá borgaryfirvöldum.

Jafnvægi þarf að ríkja í safnastarfi, milli þjónustu við íbúana sem er hluti af skilgreindu samfélagslegu hlutverki safna og svo ferðaþjónustunnar. Söfn Reykjavíkur eru afar meðvituð um samfélagslegt hlutverk sitt og taka þar bæði mið af menningarstefnu borgarinnar og mannréttindastefnu þar sem fram kemur að menning sé mannréttindi. Engu að síður eru söfn öflugir ferðaþjónustuaðilar, þau hafa burði til þess að taka á móti gestum borgarinnar og miðla sögu og menningu á vandaðan og faglegan hátt. Söfnin okkar hafa þá stöðu að ná yfir landamæri og afar brýnt er að viðhalda þeirri stöðu hjá söfnunum í Reykjavík. Söfnin leggja rækt við gott samstarf við ýmsa hópa samfélagsins, ólíka markhópa og stofnanir og eru virkir þátttakendur í samfélagsumræðunni, borgarþróun og til að bæta lífsgæði borgaranna. Fræðsla leik- og grunnskólabarna er meðal hlutverka safnanna enda er miðlun mikilvæg til þess að vekja áhuga almennings á því frábæra starfi sem þar fer fram.

Hvernig sér þinn flokkur/framboð fyrir sér tengsl ferðaþjónustu og safna í sveitarfélaginu?

Tengslin eru náttúrlega mismikil milli sveitarfélaga en nær allir ferðamenn sem koma til Íslands koma til Reykjavíkur og langflestir þeirra gista hér. Söfnin hafa því fundið verulega fyrir aukningu erlendra gesta í kjölfar ferðamannastraumsins. Söfnin þurfa að vera meðvituð um þarfir ferðamanna en láta það ekki stjórna safninu. Vel hefur verið haldið á þessum málum hjá söfnunum í Reykjavík enda vilja ferðamenn sjá það sem heimamenn vilja sjá. Tengls ferðaþjónustu og safna eru afar mikil enda sjáum við sem dæmi að flestir gestir á Landnámssýningunni í Aðalstræti eru erlendir ferðamenn. Það eru fleiri sóknarfæri til að höfða til erlendra ferðamanna en það þarf að passa upp á jafnvægið og styðja við söfnin til þess að þau hafi burði til þess að taka á móti og sinna auknum fjölda ferðafólks.

Hvað hefur áunnist í safnamálum í sveitarfélaginu á síðastliðnum árum?

Stóra myndin: Í lok síðasta kjörtímabils urðu miklar breytingar á starfsumhverfi og skipulagi í safnastarfi hjá borginni, með stofnun Borgarsögusafns Reykjavíkur og sameiningu allra sögusafna borgarinnar. Það er í takti við strauma erlendis, s.s. á Norðurlöndunum og eins áherslur hjá safnaráði, að stuðla að og hvetja til þess að söfn verði eflist, m.a. með sameiningu – verði einfaldlega stærri og burðugri einingar til að geta tekist á við sífellt auknar áskoranir. Á þessu kjörtímabili var unnið eftir þeirri stefnumótun sem lögð var til grundvallar að stofnun Borgarsögusafns. Borgin hefur staðið þétt að baki safnsinu og árangursmælikvarðar sýna að þeim markmiðum sem sett voru hafa og eru nást.

Eitt af stærstu verkefnum hins nýja safns var endurnýjun Sjóminjasafnsins á Grandanum; bæði viðgerð á húsnæði og alveg ný grunnsýning. Þetta er afar viðamikið og metnaðarfullt verkefni sem mun skipta sköpum fyrir safnið, en einnig mannlífið og menninguna á Grandanum. Söfn eru og eiga að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og m.a. þátttakendur í borgarþróun.

Borgarsögusafn hefur í samstarfi við hollvinasamtök Óðins og Hollvinasamtök Magna unnið ötullega að viðhaldi þeirra skipa sem safninu tilheyra og liggja við festar á Vesturbugt. M.a. samþykkti borgarráð styrki fyrir slipptöku Magna og viðgerð. Var það gríðarlega mikils virði, því viðhald skipa á söfnum er ekki einfalt mál.

Á kjörtímabilinu var opnað nýtt og sérhannað varðveisluhús á Árbæjarsafni, sem segja má að sé bylting í varðveislumálum og leigusamningar um fjargeymslur endurnýjaðir. Enn eru til skoðunar hugmyndir um sameiginlegt varðveislusetur menningarverðmæta fyrir söfn borgarinnar. Í ár er verið að vinna enn frekar að varðveislumálum á Árbæjarsafni, með brýnum umbótum á eldvörum í gömlu munageymslum safnsins og byggingu á skýli fyrir eimreiðina Pioneer og gufuvaltarann Bríeti – sem eru dýrgripir í eigu borgarinnar. Því miður erum við stundum minnt á það að geymslumál, eða varðveislumál skipta gríðarlegu máli, nú síðast þegar bruninn varð hjá Geymslum í Garðabæ.

Árbæjarsafn hefur blómstrað, í fyrra var haldið upp á 60 ára afmæli þess og í vetur var opnunartími safnsins aukinn með vetraropnun alla daga. Það er mjög mikilvæg þjónusta fyrir íbúa borgarinnar, en einnig erlenda gesti. Árbæjarsafn hefur tekið þátt í hverfaskipulagi fyrir Ártúnsholt og Árbæ og er það eitt af markmiðunum, að tengja safnið enn betur við útivistarparadísina í Elliðaárdal. Það hefur m.a. sýnt sig í könnunum meðal íbúa að ríkur vilji er til þess að þessi tvö svæði séu betur tengd, svo úbúar hinna stóru hvefa allt um kring fái þeirra enn betur notið. Í því felast mikil lífsgæði fyrir íbúana. Safnið hefur átt í afar góðu samstarfi við skipulagssvið hvað þetta varðar.

Á Landnámssýningunni var opnuð tímabundin sýning í samstarfi við Árnastofnun á handritunum sem tengjast landnáminu í Reykjavík, miklir dýrgripir sem kölluðu á mikla uppfærslu öryggismála.

Samþykkt var í borgarráði að kaupa elsta húsið í Kvosinni, Aðalstræti 10 og setja þar upp sýningu á vegum Borgarsögusafns, sem tengist Landnámssýningunni. Þetta er gríðarlega dýmætt verkefni; elsta húsið í hjarta borgarinnar, hvorki meira né minni og skiptir okkur öll gríðarlegu máli, Reykvíkinga, alla landsmenn og gesti okkar. Unnið er að gerð þeirrar sýningar, en núna í maí verður þetta merka hús opnað almenningi, sem safn og sýningahús með 3 nýjum sýningum á vegum Borgarsögusafns. Þegar húsið verður komið í gagnið og orðin ein heild með Landnámssýningunni, verður fjallað um sögu Reykjavíkur allt frá Landnámi og fram á 20. öld. Segja má að þar verði komið hið eiginlega Borgarsögusafn. En sýningin er ekki bara bundin við það sem sjá má innandyra í þessu ágæta húsnæði heldur má segja að nærumhverfið sé einnig sögusviðið; fornleifastaðir á Alþingisreit og Lækjargötu, Víkurgarður, Grjótaþorp og hugsanlega má tengja Gröndalshúsið á einhvern hátt við starfsemina. Í gömlu Kvosinni verður þannig sögu og menningarminjum gert hátt undir höfði. Ríkur skilningur er á þessu hjá borgaryfirvöldum; hvati, stuðningur og metnaður. M.a. var samþykkt að fara í sérstaka rannsókn með könnunarskurðum í Skólabrú, að tilstuðlan borgaryfirvalda, þar sem verið var að kanna hvort þar væri að finna óhreyfðar landnámsminjar. Svo var þó ekki, enda allt raskað undir götunni, en rannsóknin var engu að síður mikils virði.

Borgarráð samþykkti að umhverfis- og skipulagssvið, ásamt Borgarsögusafni færi í samstarf við Minjastofnum Íslands og efndu til hugmyndasamkeppni um framtíðar nýtingu og yfirbragð Víkurgarðs. Sú vinna er í gangi og væntanlega næst góðu sátt um þenna merka sögustað.

Borgin lagði til fjármagn, í tengslum við íbúakosningu í Betra hverfi, til að bæta umhverfið við grásleppuskúrana við Ægissíðu og var það unnið með Borgarsögusafni. Komu þá í ljós fornleifar og var lokið við rannsókn, lögum samkvæmt á svæðinu, sem hafa gefið okkur enn betri mynd á mannvist á þessu svæði.

Búið er að byggja við Grófarhúsið, Tryggvagötu 15, þar sem Borgarbókasafnið er til húsa, ásamt Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Með þeirri viðbyggingu við Grófarhús gefst loks færi á að skapa Ljósmyndasafninu verðugan sýningavettvang á jarðhæð, enda má segja að núverandi sýningarrými sé þegar orðið of lítið og hefur þetta takmark verið á döfinni í raun allt frá því að Ljósmyndsafnið flutti inn í Grófarhús árið 2000. Þá var farið í sérstakar umbætur í fyrra til að bæta geymsluaðstöðu Ljósmyndasafnsins á 6. hæð Grófarhúss og segja má að aðstaðan þar sé nú harla góð.

Í Viðey hefur verið hlúð að menningarminjum. Ástand elstu húsa borgarinnar sem þar standa er mjög gott og hefur viðhald verið jafnt og þétt. Þá er búið að bæta aðstöðu gesta úti í eyju, í sérstöku átaki um umbætur á vinsælum ferðamannastöðum, en einnig fékkst í það verkefni styrkur í sjóði Ferðamálastofu.

Auka fjárveiting var sett til þess að hækka greiðslur til myndlistarfólks sem sýnir á Listasafni Reykjavíkur. Samtök myndlistarmanna, SÍM, fóru af stað með átakið, Við greiðum Myndlistarmönnum og í kjölfarið var tekið mikilvægt skref hjá Reykjavíkurborg og greiðslur auknar til Myndlistarfólks sem sýnir á Listasafni Reykjavíkur.

Auka fjárveiting var sett í varðveislu útilistaverka í borginni enda mæðir á þeim í íslensku veðurfari. Þar á meðal til þess að laga listaverkið Fyssu eftir Rúrí sem staðsett er í Grasagarðinum.

Auka fjárveiting til kaupa Listasafnsins á Íslandsvörðunni eftir Jóhann Eyfells við Sæbrautina.

Endurbætur á Ásmundarsafni liggja fyrir.

Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með listaverkasamkeppni í Vogabyggð og stendur að baki samkeppninni þar sem lögð er áhersla á að listaverk verði hluti af heildarhönnun almenningsrýma í hverfinu einkum á svæðum sem skilgreind eru sem þemavellir og andrými.

Listasafn Reykjavíkur fékk nýtt útlit og unnið hefur verið ötullega að því að styrkja ímynd þess.

Borgin gerði nýjan samning við Nýlistasafnið og jók framlög í ljósi umfangs og rekstrarkostnaðar en Nýlistasafnið ásamt Kling og Bang er komið í hina nýju myndlistarmiðstöð Marshallhúsið.

Hvað þarf að bæta í safnamálum í þínu sveitarfélagi?

Eins og gefur að skilja hefur afar mikið verk verið unnið á síðustu tveimur kjörtímabilum. Það má huga að því hvernig megi gera málefni safna og sýninga enn aðgengilegri fyrir íbúum og gestum borgarinnar. Jafnframt verður að huga að rafrænni skráningu betur en meginatriðin í safnamálum hafa verið í afar góðum farvegi. Huga þarf að auknu rými en Listasafn Reykjavíkur heldur utan um mikið safn listaverka og þarf aukið rými til geymslu og varðveislu og sömuleiðis aukið athafnarými innan húss og umsýslu með safnkostinn. Líkt og kemur fram hér á undan um Borgarsögusafn þarf að huga áfram að auknu húsnæði fyrir varðveislu menningarverðmæta. Söfnin eru í stanslausri þróun og starfsfólk þarf að fá tækifæri til að auka við faglega þekkingu sína og miðla henni áfram. Vinna þarf áfram að stefnumörkun á fjölbreyttum sviðum innan safnanna, líkt og á sviði þjónustu og rannsókna og hlúa áfram að þeim mikla og góða mannauði sem starfar innan safnanna.

Viðbrögð við ályktun (send fyrir fund):

Samfylkingin í Reykjavík tekur undir ályktun stjórnar Félags íslenskra safna- og safnamanna (FÍSOS), Félags íslenskra safnafræðinga (FÍS) og fagdeildar safnamanna innan Fræðagarðs um framtíð safna á Íslandi. Framlög til safna í borginni hafa farið hækkandi á kjörtímabiinu og hvetur borgin ríki og önnur sveitarfélög til að fylgja fordæmi Reykjavíkurborgar við fjármögnun íslenskra safna. Söfn gegna mikilvægu hlutverki fyrir heimamenn og gesti. Reykjavíkurborg vill því efla áfram safnastarf á Íslandi í samstarfi við þau félög sem standa fyrir fundinum.

Fyrir hönd Samfyklingarinnar í Reykjavík mæta Hjálmar Sveinsson og Margrét M. Norðdahl.

Framtíð safna á Íslandi: Eru söfn á stefnuskrá flokka? – Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ

Þann 25. apríl 2018 var haldinn umræðufundur með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á höfuðborgarsvæðinu.  FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði boðuðu til fundarins.

Félögin óskuðu eftir stefnu og afstöðu framboðanna til m.a. eftirfarandi spurninga er varða safnamál:

Eftirfarandi svar barst frá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ:

“Spurningar Félags íslenskra safna- og safnmanna (FÍSOS), Félags íslenskra safnafræðinga (FÍS) og fagdeild safnmanna innan Fræðagarðs, sendar 6. apríl 2018. Þar sem félögin óska eftir stefnu og afstöðu framboðsins til meðal annars eftirfarandi spurninga sem varða safnamál:

 1. Hver er stefna þíns flokks/framboðs í safnamálum og hverjar eru helstu áherslur til næstu fjögurra ára? Er í vinnslu

            Hvar má nálgast stefnuna? Þegar að kemur: www.gardar.is

 1. Hvaða hlutverki gegna söfnin í þínu sveitarfélagi?
 • Hönnunarsafn Íslands
 • Bókasafn Garðabæjar, almenningsbókasafn, rekið í tveimur starfsstöðvum:

Meginsafnkostur er á Garðatorgi, hluti í Álftanesskóla (samsteypusafn; alm.bókasafn

og skólasafn).

 • Skólabókasöfn.
 • Fornleifagarðurinn Hofsstöðum
 1. Hvernig sér þinn flokkur/framboð fyrir sér tengsl ferðaþjónustu og safna í sveitarfélaginu?
 • Menningarhúsið, þarfagreining og greining varðandi staðarval
 1. Hvað hefur áunnist í safnamálum í sveitarfélaginu á síðastliðnum árum?
 • Hönnunarsafnið – sterkara, stefnumótun
 • Bókasafnið –umfang eykst, gestum fjölgar
 1. Hvað þarf að bæta í safnamálum í þínu sveitarfélagi?
 • Menningarhús – Undirbúningur
 • Stækka og bæta húsakost Bókasafns Garðabæjar sem er ein stærsta menningarstofnun bæjarins og gegnir þar mikilvægu hlutverki
 • Bæta húsakost Hönnunarsafns Íslands og vinna að því í samvinnu við eigendur hússins að bæta ásýnd safnsins við Garðatorg
 • Ljúka við hugmyndavinnu og hönnun vegna Hofsstaðagarðs. Í kjölfarið verði ráðist í endurbætur á gagnvirku kynningarefni þar sem sögu staðarins og ábúendum í gegnum tíðina eru gerð skil.
 • Listaverk í eigu Garðabæjar, rafræn skráning og opna bæjarbúum aðgang.”

FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði þakkar góð og skýr svör.

Framtíð safna á Íslandi? Eru söfn á stefnuskrá flokka? – Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Þann 25. apríl 2018 var haldinn umræðufundur með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á höfuðborgarsvæðinu.  FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði boðuðu til fundarins.

Félögin óskuðu eftir stefnu og afstöðu framboðanna til m.a. eftirfarandi spurninga er varða safnamál.

Eftirfarandi svar barst frá Vinstrihreyfingunni – grænt framboð á höfuðborgarsvæðinu:

“Stjórnir Félags íslenskra safna- og safnmanna (FÍSOS), Félags íslenskra safnafræðinga (FÍS) og fagdeild safnmanna innan Fræðagarðs hafa sent frambjóðendum til sveitarstjórna árið 2018 spurningar varðandi afstöðuna til málefna safna. Frambjóðendur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík og Kópavogi hafa kosið að senda sameiginlegt svar þar sem að sumu leyti er um að ræða almenna stefnu flokksins en að öðru leyti sérstök svör er varðar sérstöðu hvors sveitarfélags um sig.

Hver er stefna þíns flokks/framboðs í safnamálum og hverjar eru helstu áherslur til næstu fjögurra ára? Hvar má nálgast stefnuna?
Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur sett sér metnaðarfulla mennta- og menningarstefnu, sem nálgast má hér: http://vg.is/menntastefna/
Í henni er nokkuð vikið að safnamálum og þá einkum mikilvægi þess að hið opinbera styðji af krafti við safnastarfsemi. Stefna flokksins er að stefna að gjaldfrjálsu aðgengi almennings að menningarminjasöfnum og öðrum söfnum sem rekin eru af ríki og sveitarfélögum. Jafnframt verði þeim gert kleift að sinna hlutverki sínu varðandi menntun, rannsóknir og nýsköpun. Áréttað er í stefnunni að opinber söfn skuli greiða listamönnum fyrir vinnu sína.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð á jafnframt aðild að ríkisstjórn um þessar mundir. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er sérstaklega tekið fram að á kjörtímabilinu skuli hugað að því að styrkja rekstur höfuðsafnanna þriggja. Þar á meðal verður Náttúruminjasafn Íslands styrkt til að opna eigin sýningu og gert skal ráð fyrir hönnun varanlegs safnhúsnæðis í fjármálaáætlun til fimm ára. Jafnframt verður ráðist í byggingu Húss íslenskra fræða, sem mun meðal annars hafa að geyma glæsilega en langþráða handritasýningu.
Reykjavík:
Á vettvangi borgarmála, er stefna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að standa vörð um rekstur hefðbundinna menningarstofnanna Reykjavíkurborgar, svo sem Borgarsögusafn Reykjavíkur, Listasafns Reykjavíkur og Borgarbókasafns. Útibú Borgarbókasafns í einstökum hverfum eru mikilvægar menningarmiðstöðvar og uppspretta fjölbreyttrar lista- og menningarstarfsemi sem ber að styrkja.
Kópavogur:
Í Kópavogi er stefna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að standa vörð um rekstur þeirra menningarstofnana sem þar eru þegar reknar og efla þær eftir því sem er ástæða og svigrúm til. Tryggja þarf nægilegt rekstrarfé til að söfn og menningarhús geti boðið gjaldfrjálsan aðgang að grunnsýningum.
Aukin kraftur í starfsemi menningarstofnana felst fyrst og fremst í frumkvæði starfsmanna og stjórnenda og stjórnmálamönnum ber alltaf að mæta því með skilningi og virðingu og þeim stuðningi sem þeir geta veitt.

Hvaða hlutverki gegna söfnin í þínu sveitarfélagi?
Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur sérstaka áherslu á aðgengi allra þjóðfélagshópa að menningarstarfsemi. Þar er ekki aðeins átt við aðgengi í skilningi ferlimála, heldur að almenningur eigi kost á að nýta sér söfn óháð efnahag, uppruna og aðgengi. Þá er ekki síður mikilvægt að börn læri snemma að tileinka sér söfn, sem verður best gert með því að auðvelda skólum afnot af söfnunum. Starfsemi safna hefur verið að þróast til aukinnar samfélagslegrar gagnvirkni og þá þróun ber að styðja.

Starfsemi safnanna er þó ekki bundin innan veggja þeirra, heldur hafa þau lykilhlutverki að gegna við að miðla list og sögu í almannarýminu, hvort sem er með upplýsingaskiltum, útilistaverkum eða eftir öðrum leiðum. Sumt hefur vel vel get á þessum sviðum í Reykjavík og Kópavogi, svo sem með upplýsingaskiltum um sögu og náttúru, en meðal kosningastefnumála Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er að leggja enn frekar rækt við þennan þátt, t.d. með fjölgun útilistaverka, þar með talið veggskreytinga og með söguskiltum sem miðla fróðleik til borgarbúa í nærumhverfi þeirra. Það er víðar saga og menning en í Kvosinni.
Reykjavík
Reykjavík er miðstöð höfuðsafnanna þriggja, en að auki er þar að finna fjölda smærri safna sem rekin eru af sveitarfélaginu, áhugamannafélögum eða einstaklingum. Þau hafa geysimiklu hlutverki að gegna, jafnt sem stoðtæki fyrir skólakerfið, sem afþreying fyrir ferðamenn og athvarf fyrir heimamenn til að auðga andann.
Kópavogsbær
Bókasöfn, bæði skólabókasöfn og almenningsbókasöfn, eru meðal grunnstoða menntunar og menningar í hverju sveitarfélagi auk þess sem þau gegna mikilvægu félagslegu og lýðræðislegu hlutverki. Aðgangur að þeim þarf að vera greiður og þau þurfa að búa við húsnæði og rekstrarfé sem tryggir að þau geti sinnt þessum hlutverkum.
Gerðarsafn gegnir mikilvægu hlutverki í bænum, bæði með öflugu og framsæknu sýningarhaldi og þeim safnkosti sem komið hefur verið upp, ekki síst verkum listamanna sem hafa búið og starfað í bænum, sem eðlilegt er að lögð sé megináhersla á, en einnig verkum annarra listamanna.

Í þessu sambandi er líka vert að minnast á mikilvægi þess að Kópavogsbær standi með þeim listamönnum á öllum sviðum sem búa og starfa í bænum og minningu þeirra sem látnir eru. Þar hefur margt verið vel gert sem mikilvægt er að halda við og efla enn frekar.
Náttúrustofa Kópavogs gegnir samkvæmt stofnskrá sinni fjölbreyttu hlutverki varðandi rannsóknir, söfnun, skráningu og varðveislu, fræðslu, ráðgjöf um landnýtingu, skipulagsmál, náttúrvernd og umhverfismál. Mikilvægt er að henni sé gert kleift að sinna þessum verkefnum. Árið 2016 heimsóttu safnið tæplega 14.000 gestir sem segir sitt um mikilvægi þess þótt önnur verkefni skuli síst vanmetin.
Starfsemi Héraðskjalasafnins er að sjálfsögðu mjög mikilvæg til að halda utan um skjöl og heimildir varðandi bæinn, en þar fer líka fram mikilvæg fræðslustarfsemi sem ástæða er til að styðja við. Starfsemi slíkra skjalasafna felst ekki bara í að safna og flokka skjöl heldur líka gera þau aðgengileg og stuðla að rannsókn þeirra. Þetta má aldrei gleymast við úthlutun fjár til þeirra.

• Hvernig sér þinn flokkur/framboð fyrir sér tengsl ferðaþjónustu og safna í sveitarfélaginu?
Söfn eru ekki aðeins mikilvæg fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar, heldur eru þau aðdráttarafl fyrir stærstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustuna. Ekki skal lasta þær margvíslegu og metnaðarfullu sýningar sem einkaaðilar hafa sett upp á liðnum árum, ekki hvað síst til að fanga hinn stóra hóp erlendra ferðamanna, en mikilvægt er þó að missa ekki sjónar á faglegum kröfum. Safnastarfsemi þarf að reka af innsýn og þekkingu og hefur Safnaráð Íslands þar mikilvægu hlutverki að gegna.
Reykjavík
Fornleifafundir í miðborg Reykjavíkur á liðnum árum fela í sér spennandi tækifæri og miklar áskoranir fyrir borgaryfirvöld. Ljóst er að ferðamenn hafa mikinn áhuga á að fræðast um upphaf byggðar í Reykjavík og kynna sér fornminjar af þessu tagi. Leita þarf leiða til að samrýma vernd og miðlun þeirra hinum þeirri miklu uppbyggingu sem nú um stundir á sér stað í miðborginni.
Brýnt er að dreifa ferðamönnum betur um borgina en nú er, enda hefur Reykjavík upp á mun fleira að bjóða en gamla miðbæinn. Söfn borgarinnar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna. Má í því sambandi nefna Viðeyjarstofu, sem heyrir undir Borgarsögusafn Reykjavíkur. Viðey er falin perla sem alltof fáir ferðamenn heimsækja og má raunar sömu sögu segja um heimamenn. Eins mætti gera miklu meira úr stríðsminjum þeim sem varðveittar eru í borgarlandinu eða sögu jarðvarmans og Þvottalauganna í Laugardal.

Kópavogur
Varðandi tengsl ferðaþjónustu og safna í Kópavogi er eðlilegt að líta fyrst og fremst til Gerðarsafns og Náttúrustofu Kópavogs. Bæði söfnin er mjög vel staðsett á höfuðborgarsvæðinu og standa við helstu umferðaræðina þvert á svæðið. Þau hljóta líka að koma inn í myndina við frekari þróun Hamraborgarinnar og svæðisins norðan hennar sem gæti orðið styrkur fyrir ferðaþjónustu í Kópavogi. Eðlilegt er að skoða þetta í samhengi við starfsemi Markaðstofu Kópavogs og samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undir vörumerkinu Reykjavik Loves.

Hvað hefur áunnist í safnamálum í sveitarfélaginu á síðastliðnum árum?
Reykjavík
Sameining Árbæjarsafns, Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Landnámssýningar í Aðalstræti, Viðey og Sjóminjasafnsins í Reykjavík undir merkjum Borgarsögusafns Reykjavíkur var heilladrjúg og gaf hinni nýju stofnun slagkraft til að takast á við ný verkefni. Að frumkvæði Reykjavíkurborgar í samstarfi við ríkisvaldið hillir loks undir að Náttúruminjasafn Íslands geti opnað sýningu á ný í Perlunni. Vonandi verður það kveikjan að varanlegri lausn á hörmulegri áratuga hrakningasögu þessa lykilsafns.
Kópavogur
Eftir mikla stækkun Kópavogsbæjar á undanförnum tveim til þrem áratugum var sett upp útibú frá Bókasafni Kópavogs, Lindasafn.
Eftir að Tónlistarsafni Íslands var komið á fót af eljusemi fáeinna áhugamanna hafði það um skeið aðsetur í Kópavogi en hefur nú fengið inni Þjóðarbókhlöðu en nýtur enn styrks frá Kópavogs. Það hlýtur að vera metnaðarmál fyrir Kópavogsbæ að halda þeim styrk við.
Gerðarsafn og Náttúrustofa hafa verið rekin af metnaði en mikilvægt er að þar verði ekki slakað á.

• Hvað þarf að bæta í safnamálum í þínu sveitarfélagi?
Reykjavík
Í fullkomnum heimi væru söfn landsmanna stærri, öflugari og fleiri. Dæmi er um söfn á hrakhólum, svo sem Leikminjasafn Íslands. Mikið væri einnig til vinnandi að Reykvíkingar eignuðust kröftugt fræðslu- og tilraunasetur í raunvísindum ætlað skólabörnum. Eins vantar safn eða söfn sem sinna ýmsum þáttum tæknisögu tuttugustu aldar, svo sem tölvutækninni.
Það er þó varasamt að fjölga í sífellu nýjum söfnum, enda er smæð rekstrareininganna eitt af höfuðvandamálum íslensks safnreksturs. Brýnt er því að leitast við að styrkja frekar þær einingar sem fyrir eru. Það er einnig plagsiður hér á landi að hlaupa til og stofna söfn í þeim megintilgangi að finna gömlum og sögufrægum byggingum hlutverk. Húsaverndun er góð og brýn, en er ekki endilega besta átyllan til safnrekstrar. Þá er mikilvægt að gleyma ekki þeim stóra hluta safnrekstursins sem ekki er sýnilegur almenningi, s.s. skrifstofur, verkstæði og geymslur. Ljóst er að gera þarf bragarbót í geymslumálum margra safna í Reykjavík líkt og víðar.
Kópavogur
Frá því útbúi Bókasafns Kópavogs í Lindunum var komið á fót hefur bærinn stækkað enn til austurs. Full ástæða er til að skoða hvort ástæða sé til að styrkja enn frekar starfsemi bókasafns/bókasafna eða aðra bókasafnaþjónustu í þessum nýrri hluta bæjarins. Það má líka velta fyrir sér hvort tímabært sé að að kanna þörf og möguleika á einhvers konar menningarmiðstöð í efri byggðum Kópavogs. Það er hinsvegar varhugavert að stjórnmálaflokkar skreyti sig með einhverjum loforðum um ákveðnar aðgerðir í þessum efnum, þetta þarf að skoða með opnum huga í samstarfi við starfsfólk og annað fagfólk í þessum efnum.
Í ársskýrslu Náttúrufræðistofu Kópavogs frá 2015 kemur í ljós að skólar í Kópavogi, sem eru í næsta nágrenni stofunnar, eru tíðari gestir en þeir sem eiga um lengri veg að fara. Ferðakostnaður og/eða ferðatími virðist því hindra
að þjónusta Náttúrufræðistofunnar sé nýtt. Ekki kemur fram í nýrri skýrslum hvort breyting hafi orðið á þessu, en sé svo ekki er mikilvægt að bregast við því.
Mikilvægast er að hlúa sem best að þeim söfnum sem þegar eru í Kópavogi en fara hægar í sakirnar með fjölgun þeirra. Þó er sjálfsagt að horfa til slíks með opnum huga. Framlag Kópavogsbæjar getur líka falist í styrkjum til safna eins Tónlistarsafns Íslands.”

FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði þakkar góð og skýr svör.