Framtíð safna á Íslandi: Eru söfn á stefnuskrá flokka? – Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ

Þann 25. apríl 2018 var haldinn umræðufundur með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á höfuðborgarsvæðinu.  FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði boðuðu til fundarins.

Félögin óskuðu eftir stefnu og afstöðu framboðanna til m.a. eftirfarandi spurninga er varða safnamál:

Eftirfarandi svar barst frá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ:

“Spurningar Félags íslenskra safna- og safnmanna (FÍSOS), Félags íslenskra safnafræðinga (FÍS) og fagdeild safnmanna innan Fræðagarðs, sendar 6. apríl 2018. Þar sem félögin óska eftir stefnu og afstöðu framboðsins til meðal annars eftirfarandi spurninga sem varða safnamál:

 1. Hver er stefna þíns flokks/framboðs í safnamálum og hverjar eru helstu áherslur til næstu fjögurra ára? Er í vinnslu

            Hvar má nálgast stefnuna? Þegar að kemur: www.gardar.is

 1. Hvaða hlutverki gegna söfnin í þínu sveitarfélagi?
 • Hönnunarsafn Íslands
 • Bókasafn Garðabæjar, almenningsbókasafn, rekið í tveimur starfsstöðvum:

Meginsafnkostur er á Garðatorgi, hluti í Álftanesskóla (samsteypusafn; alm.bókasafn

og skólasafn).

 • Skólabókasöfn.
 • Fornleifagarðurinn Hofsstöðum
 1. Hvernig sér þinn flokkur/framboð fyrir sér tengsl ferðaþjónustu og safna í sveitarfélaginu?
 • Menningarhúsið, þarfagreining og greining varðandi staðarval
 1. Hvað hefur áunnist í safnamálum í sveitarfélaginu á síðastliðnum árum?
 • Hönnunarsafnið – sterkara, stefnumótun
 • Bókasafnið –umfang eykst, gestum fjölgar
 1. Hvað þarf að bæta í safnamálum í þínu sveitarfélagi?
 • Menningarhús – Undirbúningur
 • Stækka og bæta húsakost Bókasafns Garðabæjar sem er ein stærsta menningarstofnun bæjarins og gegnir þar mikilvægu hlutverki
 • Bæta húsakost Hönnunarsafns Íslands og vinna að því í samvinnu við eigendur hússins að bæta ásýnd safnsins við Garðatorg
 • Ljúka við hugmyndavinnu og hönnun vegna Hofsstaðagarðs. Í kjölfarið verði ráðist í endurbætur á gagnvirku kynningarefni þar sem sögu staðarins og ábúendum í gegnum tíðina eru gerð skil.
 • Listaverk í eigu Garðabæjar, rafræn skráning og opna bæjarbúum aðgang.”

FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði þakkar góð og skýr svör.