Safnmenn sameinumst í netagerð á Patreksfirði!

Einu sinni á ári breytast söfn á Íslandi í yfir 100 manna vinnustað einhversstaðar á landinu og nú er röðin komin að Patreksfirði!

Við ætlum að nýta dagana vel, vinna þétt saman á fjölbreyttum málstofum og læra hvort af öðru. Með því þéttum við hið samofna net safna og safnafólks á Íslandi, okkur og samfélaginu til heilla.

DAGSKRÁ FARSKÓLANS MÁ SJÁ HÉR: Dagskrá-Farskóla-FÍSOS-2019

UPPLÝSINGAR UM MÁLSTOFUR MÁ SJÁ HÉR: Málstofur-Farskóla-FÍSOS-2019

Rúta úr Reykjavík verður í boði fyrir farskólanema og er verðið 6500 kr. Skráning í hana er á netfanginu farskoli2019@gmail.com. Leggur af stað frá Þjóðminjasafni Íslands kl 8:00. Stoppað verður á Árbæjarsafni og lagt af stað þaðan kl 8:30.
Stoppað verður á tveimur stöðum og eru aðrir þátttakendur í Farskóla velkomnir að mæta með rútufarþegum í þessi stopp og eru beðnir um að láta vita með það á farskoli2019@gmail.com.

10:30 – Laugar í Sælingsdal. Safn og samlokur.
13:30 – Gamli prestsbústaðurinn á Brjánslæk. Surtarbrandur, kaffi og meððí.

Mæting á Patró kl 16:00 og þá hefst skráning og afhending gagna í Skjaldborgarbíói.

Farskólagjald:
Félagsmenn FÍSOS 20.000 kr
Utan félags 30.000 kr.
Innifalið í gjaldi:
Kaffi og meððí í kaffitímum
Hádegisverður á fimmtudag og föstudag
Léttar veitingar í móttöku á miðvikudagskvöld
Vettvangsferðir í föstudegi
Matur og skemmtun á árshátíð

Gisting:
Sendur var út póstur með gistimöguleikum fyrr á árinu, en ef einhver er enn að leita að gistingu þá endilega hafið samband á farskoli2019@gmail.com. Gistimöguleikar eru einnig til staðar á Tálknafirði sem er einungis í 15 mínútna aksturfjarlægð. Við bjóðum uppá skutl !

Föstudeginum verður varið í vettvangsferðum.
Hópnum verður skipt í tvennt og mun annar helmingur byrja á að heimsækja Minjasafnið að Hnjóti um morguninn og fer á Listasafn Samúels í Selárdal eftir hádegi. Hinn hópurinn byrjar í Selárdal og endar á Hnjóti.
Áætluð heimkoma á Patreksfjörð er kl 17:00

Árshátið FÍSOS verður í Félagsheimili Patreksfjarðar og hefst með fordrykk kl 18:30.
Söfnin eru hvött til þess að leggja til skemmtiatriði á árshátíðinni. Fara með vísu, flytja leikþátt, syngja, dansa eða hvað sem er. Heimatilbúnu atriðin eru langbest!

Á laugardeginum er engin formleg dagskrá nema að hittast kl 10:00 kveðjast og leggja af stað heim á leið.

Ef einhverjar spurningar vakna þá ekki hika við að senda tölvupóst á farskoli2019@gmail.com eða hringja í síma 456 1511 eða 694 2703 (Inga Hlín svarar).

Hlökkum til að sjá ykkur öll, hress og kát!
Farskólastjórn:
Inga Hlín Valdimasdóttir – Minjasafninu að Hnjóti
Aldís Snorradóttir – Listasafni Reykjavíkur
Ármann Guðmundsson – Þjóðminjasafni Íslands
Sigurlaugur Ingólfsson – Borgarsögusafni

Hvenær?

-

Hvar?

Skráning