13/05/2024
Íslandsdeild ICOM, FÍSOS og safnaráð boða til málþings í aðdraganda Alþjóðlega safnadagsins undir yfirskriftinni Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, sem jafnframt er þema safnadagsins árið 2024.
Málþingið verður haldið í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, þriðjudaginn 14. maí kl. 13:00-14:30 en að því loknu verður boðið upp á kaffiveitingar og í framhaldi af því verður leiðsögn um sýninguna Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát.
Fundarstjóri er Arndís Bergsdóttir fyrir hönd Rannsóknaseturs í safnafræðum.
—
Dagskrá
13:00: Málþing sett
- Listasafn Reykjavíkur; „Hlutur kvenna í íslenskri listasögu“- Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur
- Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs: „Myndlist og náttúra: fræðsla þvert á söfn“- Brynja Sveinsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu; Hulda Margrét Birkisdóttir, verkefnastjóri fræðslu í Náttúrufræðistofu; Þorgerður Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu í Gerðarsafni
- Kvikmyndasafn Íslands: „Kvikmyndarannsóknir á Kvikmyndasafni Íslands: Að standa á öxlunum á sjálfum sér; Loftur Guðmundsson (1892-1952)“ – Gunnþóra Halldórsdóttir, verkefnastjóri varðveislu
14:30: Málþingi slitið og kaffiveitingar
15:00: Leiðsögn um sýninguna Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát.