• 17/05/2024
    Velkomin á afhendingu Íslensku safnaverðlaunanna

     

    Íslandsdeild ICOM (Alþjóðaráðs safna) og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) bjóða áhugasömum að vera viðstödd hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu, þegar Íslensku safnaverðlaunin 2024 verða afhent á Alþjóðlega safnadaginn, 18. maí næstkomandi kl. 14:00.

     

    Tilnefningar hljóta að þessu sinni (í stafrófsröð):
    – Gerðarsafn: Tenging milli innra og ytra safnastarfs
    – Listasafn Íslands: Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi
    – Listasafn Reykjavíkur: Framsækið miðlunarstarf
    – Sauðfjársetur á Ströndum: Samfélagsleg nálgun í safnastarfi
    – Þjóðminjasafn Íslands: Með verkum handanna: Íslenskur refilsaumur fyrri alda

     

    Hægt er að lesa rökstuðning valnefndar Íslensku safnaverðlaunanna 2024 á www.icom.is/safnaverdlaunin

     

    Boðið verður upp á léttar veitingar.

     

    Við hlökkum til að sjá ykkur.