Farskóli FÍSOS 2022 á Hallormsstað
Söfn á tímamótum: Tímamót í varðveislu, tímamót í miðlun, tímamót í hugsun
Dagskrá
Miðvikudagur 21. september
08:45 Skipulögð rútuferð frá Egilsstaðaflugvelli inn í Hallormsstað
09:00-10:00 Mæting á Hótel Hallormsstað og innskráning á ráðstefnu: Skráning á ráðstefnu í ráðstefnusal.
10:00-11:00 Farskóli settur – Aðalfundur FÍSOS
11:00-12:00 Fyrirlestrar
Starfsumhverfi framtíðarinnar – tækifæri safna – Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Vinnumarkaðssérfræðingur (í fjarfundi)
Menningarmiðlun á nýjum tímum – Skúli Björn Gunnarsson, Gunnarsstofnun
12:00-13:00 Hádegismatur: Matarmikil nautakjötssúpa með súrdeigsbrauði
Hluti hópsins innritar sig á hótelið og restin þegar komið er til baka frá Egilsstöðum
13:00 Skoðunarferð
Ekið sem leið liggur á Seyðisfjörð og Tækniminjasafn Austurlands heimsótt. Skoðum m.s. Vélsmiðjuna sem varð fyrir skriðunni 2020, skoðum ljósmyndasýningu á Lónsleiru og fræðumst um samstarfsverkefni safnsins sem tengist grisjun og uppvinnslu safnkosts.
17:00 Heimsókn á Minjasafnið á Egilsstöðum / Veitingar í boði Safnaráðs
18:30 Matur í Valaskjálf / Pizza og Sushi
Kynningar á drykkjum/ Happy hour tilboð
20.00 „Sing along“ gítarpartý með Grétu í Dúkkulísunum í Valaskjálf
22:00 Skipulögð rútuferð frá Hótel Valaskjálf inn á Hallormsstað.
Fimmtudagur 22. september
09:00-10:00 Fyrirlestrar
Deaccessioning in the Netherlands – Ellie Bruggeman, Museumregister Nederland (í fjarfundi)
Arftaki Sarps 3 – staðan á verkefninu – Vala Gunnarsdóttir, Fagstóri Sarps
10:00-11:00 Málstofur
Óáþreifanlegur menningararfur, hvað kemur hann söfnum við? – Vilhelmína Jónsdóttir
Að dansa nær grænu skrefunum, umhverfismál og safnastarf – Alma Sigrún Sigurgeirsdóttir
Persónuvernd og ljósmyndir – Hörður Geirsson
Tökum höndum saman: söfn og jaðarhópar – Hlín Gylfadóttir og Ingibjörg Hannesdóttir
11:00-12:00 Málstofur
Varðveisla báta á Íslandi: breyttar aðferðir – Ágúst Österby
Námskrármiðuð safnfræðsla – málstofa og vinnusmiðja – Helga Einarsdóttir
Hönnunarhugsun í safnastarfi – Sigríður Sigurjónsdóttir
Safnafræði og fagefling safna: staða og tækifæri til frekari vaxtar með söfnum landsins – Sigurjón B Hafssteinsson og Guðrún Dröfn Whitehead
12:00-13:00 Hádegismatur: Gómsæt grænmetissúpa með brauði og salatbar
13:00-14:00 Örfyrirlestrar, fyrirmyndarverkefni
Kynningar á verkefnum sem tilnefnd voru til íslensku safnaverðalaunanna 2022
14:00-15:00 Málstofur
Grisjunaráætlun og hvað svo? – Tækniminjasafn Austurlands
Stafræn miðlun og varðveisla menningararfs – Skúli Björn Gunnarsson
Ný safnaskilgreining ICOM – Ólöf Gerður Sigfúsdóttir og Hólmar Hólm
Skráning ljósmynda: frá móttöku til frágangs – Þorvaldur Böðvarsson og Kristín Halla Baldvinsdóttir
15:00-15:30 Kaffi og spjall
Fulltrúar Safnaráðs til viðtals. Jóhanna Bergmann safnkennari spjallar við áhugasöm um verk sitt Hugmyndahattinn – handbók fyrir grunnskólakennara um skapandi samstarf við söfn. Fulltrúar Náttúruminjasafns Íslands kynna viðburðina „Steinagreining“ og „Eldfjöll“ og hugmyndir um hvernig önnur söfn geta nýtt þá í sínu starfi.
15:30-17:00 Gönguferð um Hallormsstað
Ævintýraferð um skóginn (hópnum skipt í tvennt). Á leiðinni heimsækjum við annars vegar Hallormsstaðaskóla og fáum kynningu á starfsemi hans og hins vegar Skógræktina og fáum leiðsögn um Trjásafnið.
17:00-19:00 Happy hour tilboð á barnum
19:00 Árshátíð!
Föstudagur 23. september
09:00-09:30 Frjáls fundartími fyrir hópa
09:30-10:30 Fyrirlestrar
Rannsóknastarf safna – áskoranir og tækifæri – Dr. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, Safnafræðingur
Mikilvægi kynningarstarfs í menningartengdri ferðaþjónustu – Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu
10:30-11:30 Pallborð – Eru söfn ferðþjónusta?
Þátttakendur í pallborði:
Lilja Alfreðsdóttir, menningar– og viðskiptaráðherra
Aníta Elefssen formaður FÍSOS og safnstjóri Síldaminjasafns Íslands
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu
Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitastjórnar Múlaþings
Umsjón pallborðs – Signý Ormarsdóttir, yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú
11:30-12:00 Styrkjaúthlutun Safnaráðs
12:00-12:45 Hádegismatur: Súpa og salatbar með fiskrétti dagsins
13:00 Skoðunarferð inn í Fljótsdal
Heimsækjum Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri og Óbyggðasetrið.
16:00+ Komið til Egilsstaða, frjáls tími fram að flugi eða til 18:40
Rútuferð frá miðbæ Egilsstaða á flugvöllinn. Nánari staðsetning og tími auglýst síðar
Dagskráin er sett fram með fyrirvara um breytingar.
Hlökkum til að sjá ykkur!